Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 22
f A
Það stóð allstór hnappur manna
fyrir utan skiparáðningaskrifstof-
una, og þegar ég kom nær, tók
maður sig út úr hópnum og fagn-
aði mér með útréttri hendi.
„Sæll, Stan,“ sagði ég.
Stan tók út úr sér vindlings-
stúfinn og drap í honum á gang-
stéttinni.
„Ef þú ert að leita að skiprúmi,
þá held ég að ég bíði kannske
svolítið,“ sagði hann. „Það liggur
við að þeir munstri menn gegn
vilja þeirra þarna inni.“
Hann benti aftur fyrir sig í átt-
ina til ráðningarskrifstofunnar,
og beið eftir spurningu minni.
„Hvaða dallur er það, Stan.“
„Hann er gamall, á leið til Rúss-
Iands. Þeir eru í standandi vand-
ræðum með að fá mannskap á
hann.“
Nú veit ég af hverju sjómenn-
irnir voru tregir til að ráða sig
á þetta skip. Kóreustríðið hafði
sett alheiminn í rugling. Stórveld-
in háðu svo kalt stríð, að engu
mátti muna, að upp úr syði. Sem
sjómenn, þá mundum við langt
aftur í tímann. Við minntumst
vel hver örlög enskir sjómenn
höfðu hlotið, sem voru í þýzkum
höfnum í byrjun síðasta stríðs.
Þeir höfðu orðið fyrstu stríðs-
fangarnir I Þýzkalandi.
Rússland var aðaláhyggjuefnið,
undir stjórn Stalíns. Vestræn skip
höfðu ekki rofið járntjaldið síðan
þau brutust i gegnum hverja
hindrun til þess að færa þáver-
andi bandamönnum sínum vistir
og vopn.
Ég var forvitinn. Ég hafði
aldrei komið til Rússlands. Hér
var komið tækifærið, og nú varð
ákvörðunin að takast.
„Ég held að ég hætti á það,
Stan,“ sagði ég.
„Hvað ertu að segja,“ hrópaði
hann fullur undrunar. „Þú hlýt-
ur að vera geðveikur!“
Eftir stutta stund hafði ég ver-
ið munstraður á. Það var ein-
kennilegt að sjá, hve innilega
hjálpfúsir skrifstofumennirnir á
ráðningarskrifstofunni voru, og
jafnvel forstjóri útgerðarinnar
hjálpaði til.
Er ég var að fara út úr skrif-
stofunni, mætti ég Stan í dyrun-
um.
„Ert þú orðinn geðveikur líka?“
spurði ég brosandi.
„Nú, maður verður víst að hafa
ofan í sig að éta,“ muldraði hann
í barm sér.
Við yfirgáfum staðinn saman,
og á bamum á Navigation hótel-
inu hittum við Jack, annan gaml-
an skipsfélaga, og sat hann þar
yfir glasi af bjór.
„Hvert eruð þið að sigla?“
spurði hann.
v.________________________________t
r ' ^
„Rússlands,“ svaraði Stan dauf-
lega.
„Má ekki bjóða ykkur upp á
einn bjór,“ sagði Jack fullur
áhuga. Við settumst og fengum
okkur bjór.
„Ég er feginn að þið eruð með,“
sagði Jack. „Ég var að skrá mig
sem bátsmann, og mér þætti vænt
um, ef þið vilduð vera mér stoð
og stytta í ferðinni.“
„Auðvitað gerum við það,
Jack,“ sagði ég.
Jack var mjög góður sjómað-
ur ,sem við bárum báðir virðingu
fyrir, og þar sem enginn okkar
þekkti neina aðra af áhöfninni,
skildum við, að hann var örlítið
taugaóstyrkur vegna ábyrgðar-
innar, sem hann hafði tekizt á
hendur.
„Það verður varla erfitt,“ sagði
Stan. „Ég efast um, að þeir nái
fullri áhöfn á hana. Sennilega
siglum við hálfmannaðir, og stýri-
maðurinn getur varla búizt við,
að mikið verði gert um borð.“
Hann fékk sér sopa af bjór,
en bætti svo við: „Það er að
segja ef þeir hafa fengið nokk-
urn stýrimann."
Við héldum áfram að skegg-
ræða góða stund, um síðustu ferð-
ina okkar saman, og annað, sem
sjómenn tala um, þegar þeir hitt-
ast eftir langan aðskilnað.
„Jæja, við skulum fara,“ sagði
Stan loksins, „við skulum koma
draslinu okkar um borð.“
Við yfirgáfum knæpuna og fór-
um í strætisvagni niður að höfn-
inni.
Skipið hafði séð sína beztu
daga, og þilfarið var fullt af sam-
ansafni af allskonar drasli, aska
og gjall, spýtnabrak úr lestun-
um, gamlar málningardósir, allt
saman dót, sem safnast saman á
þilfari skipa, sem hafa legið
marga daga í höfn.
MATARSKAMMTURINN.
„Maður mátti svo sem vita, að
hún gengi fyrir kolum,“ kvað
Stan upp um.
„Eftir þessarri," sagði Jack,
og spymti við öskuhrúgu, „þá
fer sennilega meiri hluti ferðar-
innar í það að moka ösku fyrir
borð.“
Það var alltaf frekar óþægilegt
að koma um borð í nýtt skip,
að minnsta kosti fyrstu dagana.
Það þurfti að velja kojur, og
allir vildu vera á bezta stað. Það
þurfti að pakka upp úr vaðsekkn-
um, og koma því fyrir. Svo var
að reyna að kynnast skipsfélög-
unum, og reyna að draga í dilka
landkrabbana, og segja þeim,
hvað gera þurfti.
Síðan var að fá matarskammt-
inn frá brytanum, te, sykur, ost,
V______________________________J
r---------------------------\
EFTIR
CHARLES ÐOWNESS
Kuldinn í Iqarka var óskaplegur en hvað
var það hjá helkulda Rússanna og tor-
tryggni. Og ekki veit ég enn, hversvegna '
okkur var haldið þar í heilar sex vikur.
V___________________________/ r
22 — VIKAN 41. tbl.