Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 26
„Ungfrúln tók upp kamb og spegil og snurfus- aði sig alia í framan." O -O- „Svo stungu þeir títu- prjónum í buxurnar henn- ar“. O „Ritstjórinn var í peysu, sem vel gat verið frá prjóna- stofunni Malín; hárprúður í meira lagi...“ — VIKAN 41. tbl. „Nú birtist Björg litla Hauksdóttir í gættinni.“ [) „Svo stungu þeir fleiri títuprjónum í bux- urnar hennar.“ -O" TEXTI: JAKOB Þ. MÖLLER. MYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON. Mikið feiknalega held ég, að erfitt sé að vera l|ósmyndafyrirsæta, að ég tali nú ekki um frægur tízku- Ijósmyndari. Þau komu hingað upp eftir til okkar Lórusar um daginn ásamt Parísarritstióranum frá Harper's Bazaar. — Aldrei sá ég það blað í mínu ungdæmi, enda hafði ég um annað að hugsa í þá daga. — Þau dedúuðu þessi ósköp við hliðina á mér, og fyrirsætan studdi sig við öxlina á mér. Henni var það svo sem ósköp veikomið, held hún hafi verið þreytt litla skinnið. Ég roðnaði að vísu svolítið, enda ekki á hverjum degi, sem mínum líkum hlotnast sá heiður að standa undir fyrirsætum frá París. Þeir hefðu bara átt að sjá mig jafn- aldrarnir frá hinum bæjunum fyrir austan. Nú, ég stóð þarna vestan undir vegg eins og venjulega og átti mér einskis ills von, þegar þau birtust allt í einu með allt sitt hafurtask. Það óð á þeim á einhverri annar- legri tungu, sennilega golfrönsku, og ég skildi auðvitað ekki orð. Hnátan brá sér inn í bæ, sennilega til þess að hitta húsbóndann og spyrja tíðinda, en við hinir biðum úti í sólskininu og gláptum hver á annan. Ritstjórinn var í peysu, sem vel gat verið frá prjónastofunni Malín, hárprúður í meira lagi, loðbrýnn og hvasseygur, hár og herðibreiður. Hann hefur ekkert verið að láta klippa sig fyrir íslandsferðina, enda óþarfi. Menn eru að venjast af svo- leiðis tildri nú á dögum, og það er gott. Já, já, ég held nú það — o, jæja. Ljósmyndarinn var harla ólíkur ritstjóranum. Ungur snaggaralegur piltur, Ijós yfirlitum, í nankinsbux- um, sem voru ekki víðari en prjóna- hald, o, sei, sei, nei. Það var ekkert sérlega gestkvæmt hjá okkur þennan dag, þótt veðrið væri ágætt, logn og blíða. Það er helzt von á fólki um helgar. Ég hafði svo sem ekkert að gera, bara stóð þarna eins og venjulega. Þeir eru farnir að slá allt með vélum nú orðið — þykir það ganga eitt- hvað skár. Nú þarf allt að ganga í fleng, enginn má vera að þv! að setjast niður og hugsa eða rifja upp kverið sitt, hvað þá að menn leggi á. Þau höfðu verið austur við Gull- foss daginn áður. Þangað hef ég aldrei komizt sjálfur, en oft heyrt frá honum sagt. Þar hafði ungfrúin brugðið sér í þessar seiðdulur, sem þeir kalla bikini, skelfingar klæðn- aður, eftir því sem ég hef frétt. Nú voru þau komin hingað og ætluðu að afmynda mig og ungfrúna. Hún birtist aftur og hafði brugð- ið sér í náttföt, þótt enn væri bjart- ur dagur — hefði þótt skrítið uppá- tæki í mínu ungdæmi, en hverju Framhald á bls. 47. fSLENZKIR HVERFI- STEINAR OG SUMAR- TIZKAN 1965 Fyrir skömmu komu hingað tveir Frakkar, ritstjórinn á Parísarritstjórn tízkubiaðsins Harpers Bazaar og Ijósmyndari hans, og í fylgd með þeim var amerísk Ijósmyndafyrir- sæta, Joan Fields. Erindi þeirra hingaS var aS taka hér tízkumyndir, sumartízkan 1965 og afla fréttaefnis frá íslandi. Ritstjórinn heitir Franz Weber og Ijósmyndarinn her- mann stahli (með litlum staf á nafnspjald- inu). Þau fóru víSa meSan þau dvöldust hér, og blaðamaSur og Ijósmyndari Vikunnar komu aS þeim óvörum uppi viS Árbæ og fylgdust meS störfum þeirra um hríS. „I'eir voru alltaf að laga ungfrúna."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.