Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 46
Allir donslagaloxtamir af nýjustu Islenzku plötunum og nýir Bcatlcs, Davo Clark Five, Rolling Stoncs og Cilla Black textar. Únlitin i gctrauninnl I 3 og 4 h«tli. Fjórða heftið nýkomið með öll- um nýjustu íslenzku og erlendu textunum. — Litprentuð forsíðu- mynd af BEATLES. SAHAMAT nuddtækin frá Sanamat-verksm. Frankfurt/Main sameina alla beztu kosti slíkra tækja í sam- ræmi við nýjustu tækni. Stillan- legur vibrationsstyrkleiki og 7 fylgihlutir auðvelda margskon- ar notkun — auka vellíðan, eyða þreytu, mýkja og styrkja. Örugg gæði. — Mjög hagstætt verð. — Ábyrgð á hverju tæki. 3 gerðir fyrirliggjandi. EINKAUMBOÐ: Verzlunin lompinn Laugavegi 68 - Sími 18066. var við akkerisvinduna. Ég sætti lagi, og eftir að næsti brotsjór hafði riðið yfir stefnið, fór ég aftur á bakkann og leit aftur eftir skipinu. Eins og mig hafði grunað, sá ég Rusty í brúnni, og veifaði hann til mín, og benti mér að koma. Ég klifr- aði upp á timbrið aftur og hálf- skreið aftur eftir hálum trjábol- unum, sem stóðu 22 fet yfir þil- farinu, og með aðstoð líflínunn- ar, sem við höfðum strekkt eftir timbrinu, komst ég klakklaust upp í brú, „Við skulum bara vera á út- kikki hér í brúnni,“ sagði Rusty. „Þig tekur út þama framá.“ Næstu fjórar klukkustundirn- ar hrikti og brakaði í gamla dall- inum, og við köstuðumst fram og aftur eins og korktappi. Farmur- inn var farinn að losna úr keðj- unum, sem við höfðum fest hann með. Rusty skipaði mér að fara og ná í Jack og Stan, og sagði okk- ur að fara út á staflann og herða á keðjunum. Honum leizt senni- lega bezt á okkur, vönu menn- ina. Stan var að rista brauð þeg- ar ég kom niður 1 káetu. „Rusty vill að þú og Jack hjálpi mér að festa þilfarsfarminn," sagði ég. Við klæddumst allir skinn- klæðum, og spenntum beltin utan yfir. Hver okkar hafði stóra, þunga netanál úr stáli. Við hálf- gengum og hálfskriðum eftir blautum, ávölum fleti farmsins, og bölvuðum veðrinu í hljóði. Við fundum fyrstu keðjuna, og slepptum líflínunni, sem þá var löngu gegnblaut, og byrjuð að frjósa. Við áttum fullt í fangi með að halda okkur innanborðs, og öldurnar brotnuðu á bökum okk- ar. Við fundum til vonleysis. Þegar við komum að strekkj- aranum, þar sem endar keðjunn- ar voru festir í, héngum vjð í hlekkjunum, og lögðumst niður á timbrið, Ég leitaði með nálinni að gatinu á strekkjaranum, fann það loksins, og byrjaði að snúa. Smátt og smátt tók að strekkj- ast á keðjunni. Þegar ég ætlaði að gefa lokaátakið á strekkjar- anum, tók skipið heljarmikla dýfu, nálin fór úr gatinu, og ég kastaðist á bakið. 1 HELJARGREIPUM HAFSINS. Jack bjargaði méi^. Með snar- ræði sínu náði hann í ermina á jakkanum mínum. Hann hélt dauðahaldi í mig þangað til ég var búinn að átta mig, og bjarg- aði mér frá því að velta út af timburhlaðanum og í hafið. Ég var búinn að missa nálina. Við fikruðum okkur eftir líf- línunni í áttina að næstu keðju. Stan strekkti á henni á meðan við héldum í hann með ann- arri hendinni, en dauðahaldi í keðjuna með hinni. Okkur fannst liðin heil eilífð þegar við loksins lukum við að strekkja á síðustu keðjunni. Það var kominn tími fyrir Jack að fara að stýrinu, en Stan fór upp í brú og tók það fyrir hann, á meðan hann færi fram í káetu til þess að skipta um föt, og gæti búið sig undir næstu sex klukku- stundirnar. Við Jack drógum af okkur vos- klæðin, og ég hitaði te, sem þó tókst ekki sem skyldi, því ég varð að halda beygluðum katlinum á eldavélinni, svo hann ekki sent- ist út af. Við sötrðum, en mæltum ekki orð. Við vorum of önnum kafnir við að stíga ölduna, til þess að missa ekki jafnvægið í ólátunum. Dagsbirtan læddist upp fyrir sjóndeildarhringinn, sólarlaus og grá, en við fögnuðum henni samt. Enn ólmaðist sjórinn í kringum okkur, og ekkert lát var á hol- skeflunum, sem riðu yfir skipið. Við gátum enga björg okkur veitt. Það var ekki lengur hægt fyrir okkur að leita vars inni á norsku fjörðunum, til þess hafði okkur rekið of langt af leið. Við gátum aðeins vonað, að okkur ræki hvergi upp á grynningarnar, því þá væri leiknum lokið. MAÐUR FYRIR BORÐ. Allan daginn lamdi slyddan brúargluggana, og skipið hjó lát- laust öldurnar, en vindurinn söng og ýlfraði í rá og reiða. Um kaffi- leytið var einn af kyndurunum að koma frá eldhúsinu með mat- arbakkann sinn, og féll fyrir borð. Við Rusty vorum þeir einu, sem sáum hann fara. Við horfðum hjálparvana á hann baða út hönd- unum, þegar hann skrikaði á varasömu timbrinu, og féll út af staflanum í hafið. Við sáum rétt aðeins fölt andlitið á milli trylltra báranna, og síðan var hann horf- inn. Það var ekkert, sem við gát- um gert. Við höfðum ekki næga stjóm á skipinu til þess að snúa því, og enginn bátur hefði flotið ofansjávar í þessu aftakaveðri. Stýrimaðurinn kastaði út björg- unarhring, sem var festur á ann- an brúarvænginn, sneri síðan að mér og sagði: „Farðu niður og segðu karlinum þetta.“ Á hundavaktinni tók veðrið að lægja. Greipar kuldans linuðu smám saman takið á okkur, og lofaði það góðu um hlýindi í nám- unda. Allan daginn lægði veðrið og loksins gátum við farið að halda stefnu. Það eru engin orð, sem geta lýst létti okkar, og í fyrsta sinn í marga daga, gátum við þvegið okkur og rakað. Við höfðum ver- ið heppnir. Þrátt fyrir að þilfars- staflinn hefði skekkzt svolítið, og við kæmum í höfn hallandi út í annað borðið, vorum við allir ómeiddir og á lífi. Allir nema einn, sem hafði hlotið nafnlausa Svalandi - ómissandi á hverju heimili Sendið kr. 25,00 og þið fáið heftið sent um hæl burðargjalds- frítt. NÝIR DANSLAGATEXTAR Box 1208 — Reykjavík. — VIKAN 41. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.