Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 39

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 39
KrÓm húsgögn nýtízku húsgögn í eldhús. Ferkantaðir og kringlóttir kollar. KrÓm husgögn HVERFISGÖTU 82 - SÍMI 21175. okkur,“ sagði Jasper og lagði af stað fram í fordyrið. Hugo og Samuel fylgdu honum eftir. Þeg- ar þeir komu þangað fram í dagsbirtuna, sem náði til þeirra inn um dyrnar, breyttist hátterni þeirra hvers gegn öðrum; nú þeg- ar þeir sáu andlit hver annars gátu þeir talað rrtildilegar og vingjarnlegar. Þeir settust í svalatröppurnar og kveiktu sér í vindlingum und- ir skiltinu sem á stóð REYKING- AR BANNAÐAR, í öruggri vissu um það, að enginn myndi koma til að banna þeim það. Jasper stundi. Hann sagði: „Hvert ætl- arðu?“ Samuel svaraði: „Ekki langt.“ Hann opnaði dyrnar inn í áheyr- andasalinn og kallaði til sviðs- stjórans: „Allt í lagi, nú máttu slökkva.“ Síðan gekk hann aftur til félaga sinna og settist hjá þeim. „Ég gleymdi ljósunum,“ sagði hann. Jasper sneri sér að Hugo. „Þú last það? Hvað sýnist þér?“ „Ó, góði maður,“ sagði Samuel. „Nei, ég vil fá að heyra álit Hugos. Ég vil vita hvaða skoðun rithöfundur hefur á málinu. Þeg- ar allt kemur til alls, er leik- húsið fyrst og fremst orð. Orð. Annað ekki.“ „Gott og vel,“ sagði Samuel og brosti til Hugos. „Málið,“ sagði Hugo og átti við málið í leikritinu. „Það er á hroðalega lágu stigi.“ Jasper hafði sent sendil til hans með eintak af leikritinu kvöldið áður. Jasper pataði óþolinmóður. „Það er aukaatriði. Þar er að- eins um orð að ræða. Það getum við lagað á karlaklósettinu í hlé- inu. Ég vil vita, hvað þú heldur um leikritið. Hvað heldurðu um það?“ „Þetta er ekkert leikrit," sagði Hugo. „Það er enn óskrifað.“ „Gott og vel,“ sagði Jasper. „Þetta var allt sem ég vildi heyra. Og ef meinið liggur í leik- ritinu, þá er að sjá hvað við get- um gert.“ „Þetta er ekkert leikrit, Jasp- er,“ áréttaði Samuel. „Gott og vel. Þá þarf að gera eitthvað í því.“ „Gera hvað?“ „Við verðum að gera leikrit úr þessu,“ sagði Jasper. Hann var þolinmæðin dæmigerð. „Chalmers hafði sex mánuði til að skrifa leikritið," sagði Samuel. „Við gáfum honum frest æ ofan í æ, en hann gerði ekkert.“ „Það var Chalmers. Hugo er ekki Chalmers. Ég hef það á til- finningunni, að Hugo sé hörku- skrifari. Við eigum þrjár vikur eftir. Hugo getur það. Það er ég viss um.“ Samuel brosti og lagði hönd- ina á hné Hugos. „Ertu hörku- skrifari, Hugo? Ég veit að þú ert rithöfundur í raun og sann- leika, en klárarðu þetta? Þú hef- ur aldrei skrifað leikrit." „Það er aðeins um orð að ræða,“ áréttaði Jasper. „Og orð getur Hugo skrifað eins og engill. Hann er litríkur höfundur. Mér er alvara með það, Hugo; ég get ekki sannara orð talað. Mér er al- vara með það.“ „En hvað um Chalmers?" spurði Hugo. Og þegar hinir svör- uðu ekki, bætti hann við: „Þetta er hans leikrit." Jasper stundi. Samuel horfði upp í loft. „Hef- urðu sagt honum að þú hafir leitað til mín?“ „Við sögðum honum það.“ Það var Jasper sem talaði. Samuel sperrti brýrnar. „Og hvað sagði hann?“ spurði Hugo. „Hann sagðist ætla að stökkva út um gluggann.“ „Ég veit ekki,“ sagði Hugo. „Hann stekkur ekki!“ sagði Jasper. „Það þori ég að ábyrgj- ast.“ Dyrnar á miðasölunni opnuð- ust og maður stakk höfðinu út um þær; hann var búinn að setja upp hatt. „Herra Goldin," sagði hann. „Sími til yðar.“ Jasper gekk inn í miðasöluna og lokaði dyrunum. Hugo sagði: „Samuel, hvað sýnist þér?“ „Hvort hann stekkur? Hver veit?“ Hann tók af sér gleraug- un og nuddaði sér um augun með handarbökunum; drengja- leg hreyfíng sem snart Hugo einkennilega náið. „Þetta hlýtur allt að vera ein vitleysa í þínum augum,“ sagði Samuel. „Að skrifa skáldsögu og fá hana gefna út hlýtur að vera barnaleikur hjá þessu.“ „Það er allt annað mál,“ sagði Hugo. „En hvað kom fyrir Chalmers?“ Samuel sperrti brýrnar; hann var of þreyttur til að yppta öxl- um. „Þetta tók of mikið á hann, ekkert annað. Sumir ráða við þetta og aðrir ekki.“ Jasper kom út úr miðasölunni. „Komið þið,“ sagði hann. „Tími til að fá sér drykk.“ Þeir fylgdu honum eftir fram í ytri forstof- una. Maðurinn í miðasölunni var með höndina á símtólinu og kall- aði lágt til Samuels: „Eruð þér við, herra Hendrix?" Samuel sagði: „Ó, Guð.“ Hann leit út á götuna. „Ég er ekki við,“ sagði hann að lokum. Jasper, Samuel og Hugo gengu út í veðrið og litu tortryggnir í kringum sig; það var ekki svo gott að fylgjast með útidyrun- um. Hin langa svarta bifreið Jaspers beið þeirra, þeir stigu inn og bílstjórinn lokaði hurð- inni hljóðlaust og ók austur eft- ir. Jasper teygði sig aftur fyrir þá, tók heyrnartólið af síman- um og lagði það á sætisbakið. Hugo heyrði sóninn og sá Chalm- ers fyrir sér með símtól í hend- VIKAN 41. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.