Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 19
Nýtt undralyf og allra melna bót væntanlegt DMSO Innanum ólöguleg tilrauna- glös og allskyns kemíska eiturvökva í tilraunastofu læknaháskóla nokkurs í Bandaríkjunum sátu tveir ungir vísindamenn og unnu að tilraunum á eitursam- setningi í lyf jategundum. Skyndi- lega tóku þeir eftir því, að lyf, sem þeir höfðu verið að með- höndla tók að síast inn í gegn- um húð þeirra og bar með sér eitur inn í líkamann. Þeir lögðu þegar frá sér öll tól og innan stundar voru þéir orðnir fár- sjúkir. Er þeir höfðu náð sér eftir veikindin og fóru að athuga hvað þessu hafði valdið, upp- götvuðu þeir eiginleika lyfs nokk- urs, sem þeir höfðu verið að rannsaka. Upgötvun þessi er ef- laust sú stórmerkasta á sviði læknavísindanna um áratuga- skeið. Lyfið, sem nefnt er DMSO, er aðallega borið utan á líkam- ann og síast síðan inn í mein- semdina. Það má nota gegn liða- gigt, liðabólgu, höfuð- og eyrna- verkjum auk hvers konar hör- undskvillum og brunasárum. Það dregur úr bólgu, eyðir ból- um, drepur sýkla og stillir kval- ir. Það væri því réttnefni, að kalla þetta undralyf „allra meina bót“. Það voru tveir ungir vísinda- menn, Stanley W. Jacob og Rob- ert Herschler, sem fyrst- ir komu auga á gagn- semi lyfsins og hófu þeir þegar tilraunir. Dr. Jacob datt í hug að nota mætti lyfið gegn brunasárum og bar DMSO á brunnar rott- ur. Það kom í ljós, að lyfið græddi ekki að- eins rottumar, heldur linaði það kvalir þeirra og þær virtust alveg ró- legar og óttalausar. Þá gerðist það, að Herschl- er brenndist illa við til- raunir í vinnustofu sinni og mundi þá eftir undralyfinu. Hann bar það á annan brunninn handlegginn, — og viti menn, fimm mínútum síðar voru allar kvalir horfnar úr honum og sárin tekin að gróa. Nú var tilraunum haldið áfram af fullum krafti, og stöðugt komu í ljós nýir og nýir eig- inleikar lyfsins. í sum- um tilfellum urðu áhrif- in svo stórkostleg að til vandræða horfði. Lækn- ir einn, sem sneri sig í ökklanum, leitaði á náðir tilraunalyfsins og smurði ökklann vel og vandlega með DMSO. Verkurinn hvarf svo gersamlega, að þegar hann skoðaði fótinn í Röntgensjá nokkru síðar, komst hann að raun um, að hann hafði gengið með brotinn sköflung í fjóra tíma samfleytt. Þótt vísindamennirnir hafi nú þegar upp- götvað marga og merka eiginleika þessa lyfs, þá er tilraunum engan veginn lokið ennþá og reikna má með, að það verði vart tekið til almennrar notkunar fyrr en að ári liðnu. DMSO er framleitt úr afgangsefnum frá pappírsverksmiðjum, og þrátt fyrir ýtarlegar rannsóknir hafa vísindamenn- irnir ekki enn komizt fullkom- lega að því, hvernig það verk- ar. Það er ýmist tekið inn sem töflur, sprautað inn í líkamann eða borið utan á hann. Sem dæmi um það, hve auðvelt lyfið er í meðförum má nefna, að prófessor, er vann að rannsóknum á þessu lyfi, fékk til sín sjúkling með O Liðagigtarsjúklingur meðtekur einn skammt af DMSO. O Með ýtarlegum rannsóknum og tilraun- O um hafa vísindamennirnir kannað hina ýmsu eiginleika undralyfsins. liðagigt í öxlinni, á svo háu stigi, að hann gat engan veg- inn hreyft höndina. Þetta var á aðfangadagskvöld og próf- essorinn ákvað að reyna nýja lyfið og bar það á öxl manns- ins. Fyrstu tíu mínútutnar virtist ekkert ætla að gerast, en þá fóru kvalirnar að lin- ast. Eftir hálftíma var sjúkl- ingurinn farinn að geta hreyft handlegginn, og með það fór hann. Á annan í jólum hringdi hann aftur í prófessorinn og kvaðst þá fullbata. Eftir þetta reyndi hann lyf- ið á fimmtán sjúklingum og ætíð með sama árangri. Þetta hljómar líkast gamalli ævintýrasögn, og vissulega er það stórkostlegt ævintýri út af fyrir sig, að læknavísind- unum hafi tekizt að framleiða lyf, sem er í senn handhægt í notkun og svo fjölhæft, sem að framan greinir. Það er ógerlegt að segja með fullri vissu, hvenær fyrsti sjúklingurinn gengur inn til læknis og fær lyfseðil fyrir DMSO, en óhætt að fullyrða, að sá dagur verður markaður feitu letri á blöð- um sögunnar. ★ VIKAN 41. tbl. — 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.