Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 47
gröf einhvers staðar í ólgandi hafinu. Sverjandi þess dýran eið að fara aldrei til sjós aftur, fengum við kaupið okkar í höfn þeirri, er við höfðum lagt upp frá. Við vorum tveimur mánuðum á eftir áætlun. ★ Þegar Hemingway ætl- aSi að vinna strígið Framhald af bls. 13. Fjaran var stórgrýtt, og hreint ekki auðvelt að athafna sig þar, en þeim tókzt það engu að síður. Það féliu ekki nema tveir menn af þeim þarna í fjörunni. Þegar þeir nómu andartak staðar uppi við klettana til þess að blósa mæðinni, féllu þrír til viðbótar. Kúlurnar úr vélbyssum Þjóðverjanna skullu nefnilega ó fjörugrjótinu, svo ógerlegt var að; reikna út stefnu þeirra, og við og við komu stórar sprengjukúlur svif- andi fram fyrir klettabrúnirnar ogi sprungu í stórgrýtinu. Þá gerðist það að gráskeggur gamli tók enni forystuna í sínar hendur. „Takið eftir því, sem ég segi,"' kallaði hann, og var ekki sérlegai mjúkur á manninn. „Þeir hafa beint sprengjuvörpum sínum hingað, ogi drepa okkur á nokkrum mínútum,. ef við höldum hér kyrru fyrir. Þið; sjáið hæðina þarna. Þangað eru< ekki nema fimmtíu skref. Eldarnir, sem loga uppi á hæðinni, verðai okkur ekki að meini, það er ekkii nema sinubruni. Þeir hafa komið: fyrir vélbyssunum við hinn endanm á hæðinni. Hlaupið ekki þá leiðina,. heldur beint af augum. Og svo af’ stað, hlaupið hálfbognir, en gætið: þess að nema ekki staðar. . ." Og þegar þeir voru komnir í skjóll undir hæðinni, sáu þeir að þar var stórum mun öruggara, en ái bak við landgönguprammana ( fjör- unni eða undir klettunum, en ái báðum þeim stöðum var fjöldi her- manna í vari, ef var skyldi kalla,. þar sem þeir féllu umvörpum. Eni þarna undir hæðinni voru þeir ör- uggir, því að þar komu þeir þýzku' vélbyssum sínum ekki við, og þegar nokkurt hlé varð því á skothríð- inni, brugðu þeir sér nokkrir það: nærri hreiðrinu, að þeim tókzt að: eyðileggja það með handsprengj- um, og varð allt rólegra eftir það. Undir kvöldið höfðu bandarísku' hermennirnir búizt sæmilega fyrir þarna undir hæðinni, samkvæmt leiðsögn og boði Hemingways, semi sagði að við skyldum bíða rólegir þangað til skriðdrekasveitirnar kæmu, og vera þá viðbúnir að: halda upp hæðina. Við hresstumi okkur á súkkulaði úr nestismal okk- ar og biðum hinir rólegustu. En sjálfur undi hann ekki lengii setunni þarna. Að stundu liðinni hélt hann á brott, skríðandi eðai hálfboginn á hlaupum ( átt til strandar aftur. Við þóttumst vita,. að hann hefði í hyggju að þagga með einhverjum ráðum niðri ( fall- byssunni, sem þeir þýzku höfðu komið fyrir þar í klettunum, og sökkti innrásarskipunum okkar, hverju á eftir öðru. En þar sem þýzku sprengikúlurnar tóku að hvína yfir hæðinni drykklanga hríð, og við beindum athygli okk- ar að þeim, misstum við sjónar á þeim gráskeggjaða. Fallbyssan í klettunum lét ekki framar til sín heyra, en við hvorki heyrðum hann né sáum eftir það. Að öllum lík- indum hefur hann verið skotinn, þegar hann reyndi að komast til okkar aftur. Heldurðu að það geti verið, að þetta hafi í rauninni ver- ið Ernest Hemingway?" „Það gæti meir en verið," svar- aði ég. Þegar bandaríski herinn sótti svo að lokum lengra inn í Frakk- land, var Hemingway með honum — eða öllu heldur á undan honum, í hópi vina sinna úr frönsku and- spyrnuhreyfingunni. Stríðið hafði færzt hálfa leiðina að Rín, þegar framrás hans var loks stöðvuð af öryggisástæðum. Gamli maðurinn hlaut herréttardóm, fyrir að hafa komið sér upp einkaher, skipuðum Maquisum, og stjórnað hernaðar- aðgerðum eftir sínum eigin geð- þótta, meðal annars sótt fram langt á undan herjum Bandamanna — fimmtíu og fimm mílur á undan, nákvæmlega tiltekið. Gamli maðurinn var í stofufang- elsi í Ritzkránni í París, þegar ég svo hitti hann næst. Ég sagði honum upp söguna, sem þeir ( bandaríska landgönguliðinu höfðu sagt mér, af þeim gráskeggjaða með vefjar- höttinn. Það brá fyrir brosglampa í aug- um gamla mannsins, og hann bauð þjóninum að koma með nýja flösku. ★ ÍSLENZKIR HVERFISTEINAR... Framhald af bls. 26. taka þeir ekki upp á nú orðið. O, jæja, kannske voru þetta ekki nátt- föt, þótt ég gæti ekki betur séð. Ef hún var ánægð með þetta, gat mér svo sem staðið á sama. Ekki þurfti hún að stássa sig neitt fyrir mér. Þær fara ekki ( upphlut á hverjum degi, ekki aldeilis. Ungfrúin tók nú upp kamb og spegil og snurfusaði sig alla fram- aní. Ljósmyndarinn tók bakföll, snaraðist úr einu sjónhorninu í ann- að og mundaði apparötin. Fínt skal það vera. Það er ekki laust við, að ég færi ofurKtið hjá mér — óvan- ur svona tilstandi, þótt ég hafi svo sem verið afmyndaður fyrr, eftir að ég komst á elliheimilið hér. Ég vra sá eini, sem lenti hér hjá Lárusi, en samferðafólkið vistaðist vestur á Melum hjá Gísla. Þeir reka þetta bræðurnir. Nú, svo stillti hún sér upp við Nýjasta gerð af BRILLO stálsvömp- um sem GLJÁFÆGIR potta og pönn- ur jafnvel fljótar en nokkru sinni fyrr. Já? Hei? Hvenær? Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt reikn- ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuði, sem frjóvgun getur átt sér stað. Lækna- vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND- ICATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barneigna er ósk- að sem við takmarkanir þeirra. C.D.INDICATOR Pósthólf 1238 — Reykjavík. Sendið eftirfarandi afklippu til C. D. INDICATOR, Pósthólf 1238, Rvík, og vér sendum yður að kostnaðarlausu allar upplýsingar. Nafn .............................. Heimili VIKAN 41. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.