Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 18
•O Þeir eru fljótir a3 læra Iistir,
höfrungarnir. Moby er hérna að
læra nýja aðferð við að gleypa
fisk.
Höfrungurinn Mitzi á fleygiferð
í sínum eigin sundpoili, um-
kringdur ungu fólki. 0
O Ert þú eitthvað að brúka
O munn, góði?
••• •.• ■.* •■•■.;.•.•
' • *
/'.V, V
Sx|-*:ý
t
Það eru ekki nema plebeijar, sem hafa
hlébarða eða fálka fyrir húsdýr. Það vita
allir í Bandaríkjunum. Það er næstum jafn
lágkúrulegt og að hafa einkasundlaug. En
nú er hægt að slá tvær flugur í einu höggi,
með því að hafa höfrunga í sundlauginni.
Það er fínt.
Því höfrungurinn er mezta skynsemdar-
skepna. Allt frá því að sagnaritun hófst, eru
til heimildir fyrir því, að hann hafi boðið
manninum vináttu sína. Hann hefur glaður
og kátur leikið sér umhverfis skip og skemmt
áhöfnum þeirra, vísað skipum í villu réttan
veg og dregið skipreka menn að landi. Þeir
eru alltaf gleiðbrosandi og tala sínu eigin
máli. Það var sannarlega mál til komið,
að menn færu að sinna þessu tilboði um
gagnkvæman menningarsáttmála.
Uppeldis og þjálfunarstöðvar fyrir heimil-
ishöfrunga hafa risið víðs vegar um Banda-
ríkin. Meðalprís á miðlungsgáfuðum höfr-
ungi er sagður $300, og það kostar $1,60—•
$2,00 á dag að fóðra þá. Sumar uppeldis-
stöðvarnar taka að sér að varðveita höfrunga
og hafa ofan f fyrir þeim um tíma, ef eig-
endur þeirra þurfa að bregða sér frá.
jg — VIKAN 41. tbl.
Og það er sízt að furða, þótt höfrungurinn hafi náð
vinsældum meðal almennings í Bandaríkjunum. Hver
rannsóknarstofnunin og vísindastöðin á fætur annarri
hefur höfrunga til rannsókna og tilrauna, og er til-
gangurinn m.a. sá, að reyna að læra mál þeirra, svo
samræður geti hafizt milli manna og höfrunga. Bæði
er það, að menn vonast til að græða eitthvað í vits-
munaefnum á þeim skiptum, þótt vafasamt sé talið,
að höfrungar hafi vitsmuni á við menn, og eins hitt,
að ef vísindamenn geta fundið lykilinn að samræðum
við höfrunga, er kannske auðveldara að kenna geim-
förum framtíðarinnar einhverja aðferð til þess að kom-
ast í samræður við verur annarra hnatta, ef þeir skyldu
rekast á slíkar.
Höfrungar virðast búa við nokkuð gott þjóðskipulag. t.
Á opnu hafi ferðast þeir t.d. í hópum, með einn eða
fleiri „framverði“ á undan sér. Þegar framverðirnir sjá
eitthvað óvenjulegt, snúa þeir við og gefa skýrslu,
og þá er venjulega sendur annar „framvörður" til þess
að staðfesta það sem hinn fyrri sá.
Þegar höfrungarnir komast svo í bráð, mynda þeir
hring um hana, svipað og indiánarnir gerðu forðum,
þegar þeir sáu ferðamannalestir. Svo fara fáeinir höfr-
ungar inn í hringinn og mata krókinn, meðan hinir
verja bráðinni undankomu.
Höfrungar hafa yfirleitt Pramhald á bls. 43.