Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 32

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 32
Maytag Innbyggður bakarofn með tímarofa, grilli, Ijósi og gleri í hurð. IHOlVlJMMn Maytag Eldhúsvifta með viðarkols- síu með Ijósi og tveim hraðastillingum. H O Iví IN f'J Maytag 2 venjulegar og 2 sjólfvirkar plötur með 12 hitastillingum og tímarofa ó einni plötu upp í 10 klst. Mjög góöir greiðsluskilmálar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. HrútsmerkiS (21. marz — 20. apríl); Á einhvern hátt mun rýmkast hagur þinn, eitt- hvað, sem þú hefur óskað þér lengi rætist nú á mjög hagkvæman hátt. Viss persóna, sem þu hefur haft hálfgerðan ýmigust á, sýnir svo ekki verður um villst að þú hefur haft hana fyrir rangri sök, ONautsmerkið (21. apríl — 21. maí); Ný kynni við yfirmenn þína gefa þér meiri mögu- leika en áður til að ná takmarki þínu. Það er tals- vert undir þér sjálfum komið hver árangurinn verður. Þú verður að sýna mikla þolinmæði og tillit- semi við ákveðinn fjölskyldumeðlim. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú átt við eitthvert vandamál að stríða, en svo virðist sem þú ættir að leysa úr því á eigin spýtur og blanda engum inn í það. í vikulokin eru tæki- færi fyrir þá sem ástfangnir eru til að sýna mót- partinum hvað þeim býr í huga.. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú ert ákveðinn í að láta til skarar skríða í ákveðnu máli og allt bendir til að árangurinn verði giftu- ríkur. Þú mátt til að slaka svolítið á kröfum þín- um um fullkomnleika, þær eru á hraðri leið að verða að öfgum. Ljónsmerkið (24. júlf — 23. ágúst): ©Þú hefur verið sakaður um að vera heldur laus í rásinni og allt bendir til að þér væri hollast að bæta ráð þitt. Þú kemur einhverju ákveðnu til leiðar á vinnustað sem fær misjafnar undirtektir. Um helgina skemmtirðu þér vel. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): ©í vikulokin verða einhverjar breytingar á fjárhag þínum. Þú færð ráðleggingar , frá félaga þínum, sem til að byrja með eru þér fjarri skapi, en síðar meir sérðu að eru þær einu réttu. Haltu þig að einhverjum ákveðnum félögum. Vogarmerkið (24. septembcr — 23. október): Þú hefur haft miklar áhyggjur undanfarið senni- lega vegna aðsetursskipta. Því miður horfir ekki vænlega fyrir þér en samt skaltu ekki hætta að vona. Þú færð vandamál í hendur, en skýringarnar fyrir þvi eru rangar. Drekamerkið (24. október — 22. nóvembcr); Einn vina þinna fær gott starf og munið þið halda það hátíðlegt á eftirminnilegan hátt. Þú færð að súpa seyðið af einhverju hálfgleymdu atviki. Fjár- hagur þinn stendur með miklum blóma og mun gera það enn um skeið. Bogamannsmerkið (23. növember — 21. dcsember): ©Málefni, sem hefur lengi pirrað þig, kemst nú veru- lega á skrið vegna atbeina eins kunningja þíns. Þú færð einhverja gátu til úrlausnar, sem í fyrstu reynist mjög dularfull, en allt á sínar orsakir, eins og fram kemur. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Fjármálabrask, sem þú hefur staðið í fær nú giftu- mtrj samlegan endi. Þú hefur undanfarið unnið að erfiðu verkefni, sem nú er senn til lykta leitt, en fagn- aðu sigrinum ekki of snemma. Þú umgengst mikið ákveðna persónu af hinu gagnstæða kyni. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Fjölskylda þín eða mjög nánir vinir hafa orðið fyrir einhverri sorg. Það mun reyna talsvert á þig í þessu sambandi. Þú ferð £ stutta ferð, sem veldur þér síðar miklum heilabrotum. Kringum þig sjálfan verður mjög rólegt. ©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú verður fyrir óþægindum, sem standa 1 sambandi við farartæki, sem kunningi þinn á. Þú færð að heyra góðan orðróm um sjálfan þig, sem kann að gera þig svolítið montinn. Náinn ættingi kemur í heimsókn og flytur þér staðfestingu á ákveðnum grun þínum. 32

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.