Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 28

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 28
Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon ÞAÐ SEM ÁÐUR ER KOMIÐ: 18 ára aö aldri giftist Angélique greifanu?n flugríka, de Peyrac, og lærir smám saman aö elska hann af alhug. Greifinn er mikill vísindamaöur og vinnur meöal annars gull úr ákveönum bergtegundum meö aöferö, sem fram aö fvi hefur veriö óþekkt í Frakklandi, og bakar sér meö því öfund erkibiskupsins í Toulouse, sem reynir aö festa galdraorö á de Peyrac. Þeim finnsti aö um þau sé njósnaö, ekki hvaö sízt, þegar hún segir manni sínum, aö hún hafi eitt sinn komiö í veg fyrir morösamsceri gegn kónginum, meö því aö stela skríninu meö eitrinu, sem nota átti, ásamt nöfnum allra samsœrismanna, en formaöur þe>irra var Fouquet fjármálaráöherra. Meöan á brúökaupsveizlu konungsins og Maríui Ther- esíu af Spáni stendur, hverfur de Peyrac, og Angelique fer ásamt ungum syni þeirra hjóna til Parísar til aö komast fyrir um örlög hans. Þar finnur hún aö eigur greifans 'hafa veriö innsiglaöar, og flýr á náöir systur sinnar, sem búsett er í Paríi gift lögfrœöingi. Hann segir Ange- lique, aö de Peyrac sé í Bastillunni, ákæröur fyrir galdra, og útvegar henni lögfrœöing, Desgrez, til aö verja mál hans. Skömmu síöar er Ange- lique sýnt banatilræöi, en herbergisþerna hennar, Margot, veröur fórnar- lambiö og Angelique sleppur. Skömmu síöar er henni boöiö höll og góöur lífeyrir, ef hún vilji gleyma öllu og þegja, en hún neitar því. Hún fær viötal viö konunginn, en megnar einungis aö reita hann til reiöi. Hún er aö koma frá því, þegar þrír menn veitast aö henni og sýna henni banatilrœöi. Henni tekst viö illan leik aö sleppa, og hittir viö þaö Gontran bróöur sinn, sem hefur afsalaö sér aöalstign og stundar mál- aranám. Hann fylgir henni til fundar viö Desgrez, en hann kemur henni aftur í samband viö fööur Raymond, bróöur hennar, og hann útvegar Angelique samastaö innan musterissvæöisins, sem er ríici i rílcinu. Þar fær hún herbergi viö hliö Madame Scarron, stúlkunnar tötrakdœddu, sem fylgdist meö þeim stöllum viö komu konungsins tit Parísar. Ange- lique og Francoise Scarron sitja tíöum saman í herbergi Angelique, og þar sitja þær, þegar þrusk heyrist frammi á gangi. Francoise opnar, en snýr þegar í staö æpandi viö.... — Hvað meinið þér? — Það er að minnsta kosti kolsvartur maður. Angelique rak upp lágt óp og flýtti sér fram. — Kouassi-Ba! hrópaði hún. — Já, það er ég, Médéme, svaraði Kouassi-Ba. Hann stóð á stigapallinum og lét lítið fyrir sér fara. Hann var klædd- ur í tötra og hélt heim upp um sig með ánæri. Hörund hans var grátt og óhreint. Þegar hanni sá Florimond, rak hann upp háan, æðisgeng- inn hlátur, haut í áttina til barnsins, sem bersýnilega þekkti hann aft- ur, og tók að dansa og stökkva í kringum það. Francoise Scarron þaut út úr herberginu, dauðskelfd og leitaði skjóls í sínu eigin herbergi. Angelique fól andlitið í höndum sér og hugsaði fast. Hvenær var það.... hvenær, nákvæmlega, hafði Kouassi-Ba horfið? Hún gat ekki munað það. Allt var í þoku. Að lokum minntist hún þess, að hann hafði fylgt henni til Louvre að morgni hins hræðilega dags, þegar hún hafði hitt kónginn og næstum dáið fyrir hendi d’Orléans. Hún uppgötvaði, að frá þeirri stundu hafði hún algjörlega gleymt tilveru Kouassi-Ba. Hún kastaði stafla af viði í eldinn, svo hann gæti þurrkað gegnvota tötra sína, og gaf honum allan þann mat, sem hún fann. Og hann sagði henni, hvað á daga hans hafði drifið. 1 stóru höllinni, þar sem konungur Frakklands bjó, hafði Kouassi-Ba beðið iengi eftir „Médéme". Langa, langa lengi! Þjónustustúlkurnar, sem leið áttu fram hjá, gerðu gys að honum. Svo féll nóttin á. E'ftir að dimmt var orðið, hafði hann orðið að þola mörg högg af stöfum þeirra sem fram hjá fóru. Eftir það rankaði hann við sér í vatninu, já, í vatn- inu sem flýtur umhverfis stóru höllina. Hann hafði synt og svo komið að landi. Þegar hann vaknaði, var hann mjög hamingjusamur, því að hann hélt, að hann væri kominn aftur til síns eigin lands. Þrír Márar lutu yfir hann. Menn eins og hann sjálfur, ekki litlir Márar, eins og hefðarfrúr hafa i þjónustu sinni. — Ertu viss um, að þig hafi ekki verið að dreyma? spurði Angelique undrandi. — Márar í París! Það eru mjög fáir fullorðnir Márar hér. Með því að spyrja hann, komst hún loks að því, að þetta voru negr- ar, sem höfðu verið fluttir inn til að vekja athygli í skemmtigarðinum við Saint Germain, og áttu að sjá um tömdu birnina. En Kouassi-Ba hafði ekki langað til að dvelja hjá þeim. Hann var hræddur við birni. Þegar hann hafði lokið sögu sinni, dró hann körfu íram undan tötr- um sínum, lagðist á hnén fyrir framan Florimond, gaf honum tvo mjúka brauðsnúða, kallaða „sauðabrauð". Skorpa þeirra var gul af eggjarauðu og á þá vr stráð hveitikorni. Ilmurinn f þeim fyllti herbergið. — Hvernig gaztu keypt þetta? — Ó! Eg þurfti elcki að kaupa. Ég fór inn I bakarí og gerði svona — hann gretti sig hræðilega — og konan og unga konan földu sig undir borðinu og ég tók kökurnar til að færa unga herranum. — Almáttugur! andvarpaði Angelique. — Ef ég hefði haft bjúgsverðið mitt.... — Ég er búin að selja Það, sagði unga konan í flýti. Hún velti þvi fyrir sér, hvort varðmennirnir væru ekki á eftir Kou- assi-Ba. Henni fannst einhver undarlegur hávaði úti. Hún fór út að glugganum og sá hóp af fólki fyrir framan húsið. Virðulegur, dökk- klæddur maður, var að tala við Cordeau ekkjuna. Angelique opnaði gluggann til þess að reyna að heyra hvað þau væru að tala um. Gamla frú Cordeau hrópaði upp! til hennar: — Getur það verið, að það sé kolsvartur maður uppi hjá þér? Angelique flýtti sér niður. — Rétt er það, Madame Cordeau. Hann er Mári — fyrrverandi þjónn minn. Mjög góður maður. Virðulegi maðurinn kynnti sig sem fógeta musterisins. Hann sagði að það væri ómögulegt að leyfa Máranum að vera þar. Ekkí hvað síst vegna þess, að þessi hafði'verið klæddur sem betlari. Eftir nokkrar deil- ur lofaði Angelique að Kouassi-Ba skyldi vera farinn út fyrir múrana áður en nóttin félli á. Hún sneri síðan upp tröppurnar döpur I bragði. — Hvað á ég að gera við þig, vesalings Kouassi-Ba minn? Nærvera þín hér hleypir öllu i bál og brand. Og ég á ekki neina peninga til' að borga þér. Og þú ert oirðinn vanur við lúxus, þvi miður! — Seiiið mig. Médéme. — Hún starði á bann í undrun, og hann hélt áfram: — Greifinn borgaði hátt verð fyrir mig. og bð var ég bara pínulítill bá. Nú er ée að minnst.a kosti þúsund livres virði. Þá fáið þér nóga opninva til að ná þúsbónda mínum úr fanp-elsinu. Aneelioue saeði við sjálfa sig. að Márinn befði rétt fvrir sér. f raun og veru var Kouassi-Ba það eina, sem hún átti eftir af fyrri auðæfum sínum. — Homrtu aftur á morgnn. sagði hún. Ép skal rpvna að hafa fundið lausn bð. Og gættii þess. að láta ekki taka big fastan. — Ó ég veit hvernig ég á að fela mig. Ég á marga vini í bessari borg. F.tr peri bara svona og þá segja vinirnir: — Þú er einn af okkur. Og svo fr»^n hoir rn.iPT hr'ÍTTi. Hann sýndi benni hvernig hann krossaði fingurna á sérstakan hátt. svo vinir bans mætt.u bekkja bann. Hún gaf honuro tenni og horfði á hávaxna manninn bverfa í rigningunni. Þegar hann var' farinn, ákvað hún að spyrja bróður sinn ráða, en faðir' de Sancé fannst hvergi. Aneeliciue var á leið heim frá bvi að loita að brðður sinum, niðursokk- in í áhvggiur, þegar hún mætti unglingsdreng með fiðlukassa undir handlepgnum. — Giovaitni! Hún dró litla hljðmlistarmanninn i skjól inn i dyr gömlu kirkjunnar og sourði hnnn’ hvernig honum gengi. — Ég er ekki ennþá komin i hljómsveit Monsier Lulli. sagði hann. —• Kn þegar Mademoiselle de Montpensier fór héðan til Saint-Fargeau, lét. hún mig í biónustu Madame de Soissons. Ég hef þannig góð sam- bönd og næ mér í aukapening með því að segja ungum stúlkum af góð- um f jölskvldum til i dansi og tónlist. Ég er einmitt á leið núna frá Made- moiselle de Sévigné, sem býr á Hotel Boufflers. Svo bætti bann feimnislega' við eftir að hafa litið á látlausan búnað húsmóður sinnar fyrrverandi: — Og má ég spyrja hvernig gengur fyrir yður? Hvenær fáum við hans hágöfgi greifann aftur? — Bráðum. Bara eftir nokkra daga, svaraði Angelique annars hugar. —• Giovanni, héit hún áfram og greip í axlir drengsins. •— Ég hef á- kveðið að selja Kouassi-Ba. Ég man, að Madame de Soissons var að bera viurnar í hann, en ég get ekki farið út fyrir musterismúrana og allra sízt til Tuileries. Vilt þú verða milligöngumaður minn i þessu máli? — Ég er yður ávallt til bjónustu, Madame, svaraði litli tónlistarmaður- inn einlæglega. Hann hlýtur að hafa flýtt sér, því tæpum tveim tímum síðar, er Ange- lique var að útbúa matinn fyrir Florimond, var barið að dyrum. Hún opnaði, og stóð augliti til auglitis við stóra, rauðhærða stúlku og þjón í rauðum einkennisbúningi starfsliðs de Soissons hertoga. — Giovanni sendi okkur, sagði stúlkan, og undir kápu hennar glitti í fallegan einkennisbúning þjónustustúlku. Hún hafði þetta þóttalega fas, sem einkennir uppáhaldsþjónustustúlkur hefðarkvenna. — Við erum reiðubúin að semja, bætti hún við, er hún var búin að virða Angelique fyrir sér frá hvirfli til ilja og litast um I herberginu. — Spurningin er, hve mikið við fáum út úr því. —- Ekki svona fljót, unga kona. Hljómfallið I rödd Angelique strauk mesta þóttasvipinn af andliti stúlkunnar. Hún settist niður en lét, gestinn standa. — Hvað heitirðu? spurði hún Þjóninn. — La Jácinthe, yðar hágöfgi. — Gott. Þú hefur að minnsta kosti skörp augu og gott minni. Hvers- vegna á ég að borga ykkur tveimur? — Við vinnum ailtaf saman í þessum málum. — Félagsskapur! Það er eins gott að það er ekki allt þjónustulið her- togans í þessu! En þetta er það, sem þið eigið að gera: Þið eigið að segja hertogafrúnni, að ég sé reiðubúin að seija Márann minn, Kouassi-Ba. En ég get ekki sjálf farið til Tuileries. Húsmóðir ykkar verður þess- vegna að koma til móts við mig, hér innan múra musterisins, en ég krefst þess, að þetta fari algjörlega fram með leynd og nafn mitt komi aldrei fram. — Það ætti ekki að vera erfitt að sjá til Þess, sagði stúlkan eftir að hafa litið snöggt á félaga sinn. — Þið fáið tvær livres fyrir hverjar tíu. Það þýðir að þeim mun meira verð, sem ég fæ fyrir Márann, þeim mun meira fáið Þið. Það er líka ykkar starf að sjá um, að Madame de Soissons verði svo áköf að eignast hann, að hún borgi hvað sem upp verður sett. — Ég skal sjá til þess, lofaði stúlkan. — Og það er ekki lengra en síðan um daginn, þegar ég var að greiða henni, að hún var enhþá að 23 — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.