Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 17
1ALLEY eftir WAREN MILLER
henni. Á þriðja tug aldarinnar hafði hún getið af sér fiðluleikara; hann
endaði sem danshljómsveitarstjóri. Næsta kynslóð kom fram með leik-
stjóra, er stjórnaði annars flokks Hollywoodmyndum. Og að lokum kom
Hugo fram, hinn sanni Bandaríkjamaður: talaði aðeins ensku; öruggt tákn
þess, að hinir evrópsku þorpsbúar hefðu algerlega samlagazt sól og lofti
Ameríku.
Ég er tilbúinn, sagði hann við sjálfan sig. Hann lauk upp leikhúsdyr-
unum og gekk inn, inn í fordyri nýrrar veraldar, hins fyrirheitna lands.
Allar innri dyrnar að einum undanskildum voru læstar, hann fann þær í
þriðju tilraun og fann til svipaðrar tilfinningar og hetjur álfasagnanna,
prinsar, sem leysa kóngsdætur úr turnum. Hann gekk áfram inn í myrkrið
og hafði, að skammri stund liðinni, upp á leikhússtjóranum, Jasper Goldin,
sem sat á einum öftustu bekkjanna. Hann lá út af, slyttislegur og fyrir-
ferðarlítill, eins og vandlega þveginn og skolaður af öldum tómra bekkja-
raðanna. Við hlið hans sat ritari hans, Lily; það kviknaði á lítilli peru
á borðinu hennar í hvert skipti sem Goldin las henni eitthvað fyrir; falsk-
ur viti í stormi og myrkri.
Jasper hafði hringt í Hugo kvöldið áður. „Ég vil ekki leyna þig því,“
sagði hann. „Hugo, elskan mín, við erum í vandræðum og Chalmers er
vandræðagemlingurinn."
Hugo settist nú hjá honum; Lily brosti í kveðjuskyni, Jasper kinkaði
kolli, sýnilega óskaplega þreyttur. Hugo hafði hitt þau einu sinni áður,
þegar skrifað var undir samningana; í þessum nýja heimi, þóttist hann
sjá, er auðvelt að stofna til vináttu vegna þess að hún hefur svo lítið að
segja. Þeir heyrðu nú að leikstjórinn skipaði sviðstjóranum að færa ösku-
bakka einn til um þumlung. Leikararnir horfðu á og reyndu að sannfæra
sjálfa sig um að öskubakkinn væri mikilvægur. Leikstjórinn var Samuel
Hendrix, fyrrverandi söngleikastjarna, fyrrverandi barýtonsöngvari, fyrrver-
andi leikari. Hann talaði vingjarnlega til sviðsstjórans: „Færðu hann nú
aftur til baka um þumlung...“ og rödd hans skall í boðaföllum aftur
eftir tómri bekkjaröðinni og hefði mátt heyrast í aftasta bekk á efstu
svölum.
Jasper andvarpaði. Hann færði líkama sinn til í aðrar stellingar, sem
voru jafnvel enn afkáralegri en hinar fyrri. „Þannig er það,“ sagði hann
við engan sérstakan, „þegar mann vantar leikrit, færir hann til öskubakka!“
Samuel snerist á hæli; hann beygði sig áfram, allar hreyfingar hans voru
ýktar, og starði fram í myrkan áhorfendasalinn. „Jasper," sagði hann,
„Jasper, er það Chalmers, sem ég sé sitja þarna hjá þér? Er það mögu-
legt að Chalmers sé kominn? Er leikskáldið okkar hjá okkur?“
„Það er ekki Chalmers," sagði Jasper.
„Þá þarf maður varla að gera sér vonir um,“ sagði Samuel
og stiklaði léttilega niður þrepin fjögur ofan af sviðinu, „að
hann láti sjá sig héðan af í dag.“ Leikararnir, sem nú færðu
sig af sviðsmiðjunni, hlógu kurteislega. Einhver slökkti á
vinnuljósunum og Samuel sneri sér við. „Nei, nei,“ kallaði
hann, „lofið þið þeim að vera.“
Sviðstjórinn kom aftur í ljós. Hann sagði: „En...“
„Æ, góði,“ sagði Samuel og hækkaði röddina og lagði í
hana hæfilega mikinn valdsmannstón.
Sviðsstjórinn yppti öxlum og settist á grænan sófa; hann
huldi andlitið í höndum sér og andvarpaði.
Hittir þú hann í dag?“ spurði Samuel sviðsstjórann, sem
lyfti höfðinu og kinkaði kolli.
„Og?“ hélt Samuel áfram.
Sviðstjórinn sagði: „Og ég sá hann. En hann sá mig ekki.“
Hann rétti fram hendurnar og lagði lófana næstum saman,
til að sýna hve nærri þeir Chalmers hefðu komið hvor öðrum.
Samuel sagði: „Of lítil fjarlægð til að gera þig ósýnilegan
fyrir honum.“
„Hann var eitthvað að þvælast að tjaldabaki um áttaleytið
í morgun,“ sagði sviðsstjórinn.
Samuel kinkaði kolli; svo gekk hann aftur eftir, þangað
sem Jasper og Hugo sátu í skjóli vindlinga sinna. í þeim
hluta áhorfendasalarins var lyktin af sóttvarnarefnunum mjög
svo sterk. Samuel sagði: „Hvar er Chalmers? Segið mér,
einhver ykkar, hvar hann heldur sig? Það eru fjörutíu stein-
dauðar línur í fyrsta þætti. f annan þátt á að koma nýtt, sem
við höfum ekki fengið. Og okkur vantar ennþá sárlega tjald-
ið í þriðja þætti.“
„Það var og,“ sagði Jasper og tók vindlinginn ekki út úr sér.
„Er þetta Jasper?“ spurði Samuel og lét eins og hann hefði
ekki þekkt hann í myrkrinu. „Jasper,“ sagði hann, „hvar er
leikskáldið okkar? Hver á að vinna verkin? Hvar er Chalm-
ers? Ég get ekki verið leikstjóri og leikskáld í einu. Blessað-
ur reyndu að láta hann gera eitthvað."
„Þú veizt að hann ætlar ekki að gera neitt,“ sagði Jasper.
Rödd hans var merkilega áhyggjulaus.
„Hann getur það ekki!“ æpti Samuel.
„Hárrétt hjá þér. Hann getur það ekki.“
„Okkur vantar leikrit og okkur vantar leikskáld. Á ég að
skilja þetta svo að við eigum að sýna við svo búið?“ Rödd
Samuels gaf til kynna, að hann tryði því tæplega að svo yrði
gert. „Gagnrýnendurnir hafa einmitt verið að bíða eftir fram-
leiðslu eins og við erum með — kómedíu án leiks.“
„Meðan ég man,“ sagði Jasper. „Þegar skipt var yfir frá
öðru sviði yfir á þriðja, kom ég auga á fætur eins sviðs-
mannsins.“
„Það er nú ekki að undra, elskan mín. Þar sem við höfum
ekkert tjald í þriðja þætti...“
„Það veit ég vel.“
„ ... ætla ég að láta sviðsmennina koma fram á sviðið og
segja áheyrendum sannleikann.“
Hugo drap í vindlingnum sínum í pappakrús, fullri af
stubbum og með brúnum hring innan í eftir kaffi.
„Pirandello," sagði Samuel
„Sannleikurinn er sá,“ sagði Jasper, „að við höfum ekkert
með Chalmers að gera. Við skulum láta eins og Chalmers
sé ekki til.“
„Láta eins og? Er það nauðsynlegt að vera að látast? Líttu
í kringum þig, vinur. Bentu mér á Chalmers og ég skal
láta eins og hann sé ekki til.“
„Jæja þá,“ sagði Jasper og reis upp. Hann tróð sér framhjá
Hugo og gekk fram til leikstjóra síns; hann lagði handlegg-
inn á herðar Samuels og talaði við hann í lágum hljóðum.
Hugo hallaði sér fram yfir tómt sætið og sagði við Lily:
„Er mér leyfilegt að spyrja? Hvar er Chalmers?“
„Hann er alveg dottinn yfir um,“ svaraði Lily. „Við höfum
ekki séð hann í viku. Það er sagt að hann fari í langar göngu-
ferðir á ólíklegustu tímum sólarhringsins; og við erum að
heyra að hann sé farinn að leita til nýs Framh. ó bls. 37.
el sagði: „Mér þykir þetta ekki miður." Jasper leit upp. „Mér þykir þetta ekki miður,“ endurtók
tán árum. „Þú kannast við,“ hann sneri sér að Hugo, „allt þetta raus um markmið og tilgang...
VIKAN 41. tbl.
17