Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 48
ULTRfMiíSH Mascara
TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ
MEIR SILKIMJÚK AUGNAHÁR.
ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem
Jengir og þéttir augnahárin án þess að gera
þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án
gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að
bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga
TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og
hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði
og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr-
uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki
1 kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta
er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir
augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér-
staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd-
um með Maybelline Mascara Remover. Kemur
í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE
BROWN og MIDNIGHT BLUE.
jHcufUim
alltaf það hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna:
hliðina á mér og brosti til mín eins
og við hefðum þekkzt árum saman.
Mig dauðlangaði til að segja bon-
sjúr, en þagði eins og hverfisteinn.
Hún fetti sig og bretti, en ég stóð
eins og steinrunninn.
Ljósmyndarinn, sá í þröngu brók-
unum, virtist ekki alls kostar ánægð-
ur með ungfrúna og fór að laga
hana alla til. Ég vissi alveg hvernig
ég átti að vera, svo það voru eng-
in vandræði með mig.
Svo hófst myndatakan fyrir al-
vöru. Ljósmyndarinn sagði parfe og
ritstjórinn sagði sava, svo sagði
Ijósmyndarinn aftur parfe og ung-
frúin sagði bén, en ég vissi ekkert
hvað ég átti að segja, svo ég bara
þagði.
Þetta tók þennan óratíma. Þeir
voru alitaf að laga ungfrúna, þótt
hún fetti sig og bretti og reyndi að
gera þeim allt til hæfis. Sennilega
hefði hún bara átt að standa kyrr
ei.ns og ég. Svo stungu þeir títu-
prjónum í buxurnar hennar og tóku
margar myndir. Svo stungu þeir
fleiri títuprjónum í buxurnar hennar
og tóku enn fleiri myndir. Ég var
farinn að dauðvorkenna henni út
af öllum títuprjónunum. Ljósmynd-
arinn var næstum búinn að tæma
nálapúðann, sem hann var með á
handleggnum. — Þetta var reyndar
í fyrsta sinn, sem ég hef séð karl-
mann með nálapúða á handleggn-
um, en það kemur þessu máli ekk-
ert við. —
Eftir fyrstu hundrað myndirnar
virtist mér ungfrúin vera farin að
þreytast, enda ekki furða. Hún tók
því það til bragðs að styðja sig við
mig, og var henni það auðvitað
guðvelkomið og hefði ekki þurft að
líta á mig neinum afsökunaraugum
þess vegna, svona með alla títu-
prjónana í sér. En það var engu
líkara en Ijósmyndarinn yrði af-
brýðisamur. Hann pataði út öllum
öngum og rornsaði út úr sér heilli
syrpu af orðum, sem ég ekki skildi
og endaði formídable. Þetta gátu
vel verið fjúkyrði í minn garð, þótt
ég hefði ekkert til sakar unnið og
verið hæverskan sjálf, svo að mað-
ur hefði svo sem getað látið hann
hafa það 1il baka og sagt donner-
vetter eins og hreppstjóri. Það tók
því ekki að vera að rífa sig upp í
hástert út af smámunum, svo að
ég hélt bara áfram að þegja.
En þetta lagaðist allt. Hún hætti
að taka utan um mig, og hann fór
að laga hana til og klappaði á
magakútinn á henni, var greinilega
runnin reiðin og sagði parfe og tók
svo ennþá fleiri myndir.
Nú birtist hún Björg litla Hauks-
dóttir í dyragættinni. Hún vinnur
hérna, sér um okkur hin. Húsbónd-
inn hafði beðið hana að bregða sér
í íslenzkan búning svona rétt til þess
að sýna Fransaranum. Heldur þótti
mér þetta nú virðulegri klæðnaður
en múnderingin, sem fyrirsætan
klæddist, en sitt sýnist hverjum.
Myndirnar urðu enn fleiri, og ung-
frúin var orðin ósköp þreytuleg.
Sennilega er feiknaerfitt að vera
fyrirsæta og þóknast frægum Ijós-
myndurum. Samt var hún þolinmæð-
in sjálf og setti sig í enn fleiri stell-
ingar. Ég vonaði, að hún hefði bara
ekki vont af þessu.
En allt er gott þá endirinn er
góður. Loks virtist hún hafa dottið
niður á úrvalsstellingu. Hún beygði
sig á skjön, brá hægri hendi á
vinstra lær, yppti annarri öxlinni
og vék vinstri fæti í kross yfir þann
hægri. Ljósmyndarinn hrópaði eitt
heljarmikið parfe formídable trebén,
og smellti af í síðasta sinn. Ritstjór-
inn fórnaði höndum, lék á als oddi
og margendurtók vúala, vúala,
vúala. Mig langaði til að taka þátt
í galsanum og skella á þá einu alla-
baddarí fransí biskví um leið og
þeir kvöddu — en lét það vera.
Það hefur farið vel um mig síð-
an ég kom hingað að Arbæ. Ég
kann vel við húsbændurna og hef
ekki undan neinu að kvarta nema
þá helzt aðgerðarleysinu. Nú er
orðið langt síðan síðast var lagður
á mig Ijár, en ótaldir eru þeir skár-
arnir, sem fallið hafa fyrir Ijáum,
sem lagðir hafa verið á mig. Ég er
vel ern og hef fótavist daglega, en
get ekki státað af því að lesa blöð-
in gleraugnalaust, enda hef ég
aldrei lært að lesa . . .
Hverfisteinninn við Árbæ.
(JÞM)
MEÐ ÁSTARKVEÐJU
FRÁ RÚSSLANDl
Framhald á bls. 25.
England er eyja og hefur góða
öryggisaðstöðu og hin svokallaða
Ml 5 deild hefur á sínum snærum
menn með góða menntun og skarp-
an heila. Leyniþjónusta þeirra er þó
ennþá betri. Þeir hafa náð mjög
athyglisverðum árangri. Við vissar
tegundir starfs erum við alltaf að
komast að raun um, að þeir hafa
verið á undan okkur. Starfsmenn
þeirra eru mjög góðir. Þó launa
þeir illa, aðeins eitt eða tvö þúsund
rúblur á mánuði — en þeir eru
tryggir starfsmenn. Þó hafa þeir
engin forréttindi í Englandi, engar
undanþágur frá sköttum og engar
sérverzlanir eins og við höfum, þar
sem þeir geta keypt ódýrar vörur.
Þjóðfélagsstaða þeirra erlendis er
ekki há, og konur þeirra verða
oft að látast vera konur ritara. Þeir
eru sjaldnast sæmdir orðum, fyrr
en þeir hætta starfi. Og þó halda
þessir menn og konur áfram sínu
hættulega starfi. Það er skrýtið. Það
er ef til vill skólakerfið sem gerir
þetta, námið og háskólaerfðavenj-
urnar, og ævintýraþrá. En samt er
það einkennilegt að þeir skuli vinna
verk sín svo vel, því þeir eru ekki
fæddir undirhyggjumenn. Vozdvis-
hensky óttaðist, að orð hans yrðu
talin of lofsamleg, svo hann flýtti
sér að draga úr þeim. — Auðvitað
liggur mestur styrkur þeirra í goð-
sögninni um Scotland Yard, um
Sherlock Holmes, og leyniþjónust-
— VIKAN 41. tbl.