Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 21
í LAUSU LOFTI Fimm lífsglaðir menn voru staddir í flug- vél í mörg þúsund feta hæð yfir appelsínu- ekrum Kaliforníu. Allt í einu opnuöu tveir þeirra hurðina, og þeir stukku út einn af öðrum unz þeir þutu — allir fimm — á 200 km hraða í átt til jarðar. Frumiegt sjálfsmorð, — ha? Nei, því þegar þeir áttu enn drjúgan spöl eftir til moldarinnar kipptu þeir í pínulít- inn spotta og fallhlíf breiddist út yfir höfð- um þeirra. Og það var ekki að spyrja að því, — fallhlífarstökkið breiddist út fljótt og vel og varð geysivinsælt tómstundagam- an, öllum til ánægju, nema tryggingarfélög- unum. Það ku vera óhemju kúnstugt að sjá kempurriar þeytast um í andrúmsloftinu, baðandi út öllum öngum, unz þeir eru komn- ir á síðasta séns með að kippa í þráðinn (ímyndið ykkur að þið séuð að detta niður af tólf hæða húsi). Sjónvarpsfélögin voru ekki lengi að grípa þetta og þeyttu út í buskann mönnum sínum, vel vopnuðum kvik- myndavélum og öðrum tólum svo almenn- ingi gæfist kostur á að taka þátt í slíku stökki, sitjandi í hægindastól heima í stof- unni. En hvað sem öðru líður, þá er sportið orðið vinsælt, enda rándýrt, allir ánægðir og hvað vilja menn hafa það betra. Nemendaskipti þjóðkirkjunnar Unga fólkið á þessari mynd eru skiptinemar á vegum Kristilegra Alþjóða Ungmenna- skipta (ICYE). íslenzka þjóðkirkjan er meðlimur í þessu nemendaskiptasambandi, og hef- ur þátttaka íslands í skiptunum jafnan verið tiltölulega ein sú bezta í heimi. Árið 1963 fór 20 manna hópur út, og dvaldizt á víð og dreif um Bandaríkin í eitt ár. Áður en haldið var til íslands var dvalið í nokkra daga í Washington og borgin skoðuð. Síðan var hópurinn um tíma í New Jersey, þar sem skiptinemar frá um 20 þjóðlöndum komu saman og ræddu það sem hafði gerzt á árinu. Einnig skoðuðu nemendurnir heimssýn- inguna. Á þessu ári fóru 16 íslendingar til ársdvalar í Bandaríkjunum. Þrír bandarísk- ir komu hingað. Thor Thors sendiherra bauð íslenzkum skiptinemunum 1963 til eftirmiðdagskaffis þeg- ar þeir voru staddir í Washington. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Steingerður Guð- mundsdóttir, skrifstofustúlka sendiráðsins, Edda Björk Bogadóttir, Aðalheiður Jónasdóttir, Sigurður Jóh. Sigurðsson, Kristín Snorradóttir, Stefán Stefánsson, Thor Thors og frú hans; sitjandi eru Hjördís Henrysdóttir og Ástríður Karlsdóttir, þá kemur Einar Jónsson, Guð- brandur Gíslason, Sjöfn Guðmundsdóttir, Vilhelmína Þór, Bjarni Jón Nikulásson, Sigríð- ur Þorvaldsdóttir, starfsstúlka hjá sendiráðinu, og loks Sigrún Sighvatsdóttir. Á mynd- inavantar Ólaf Hrólfsson, Snæbjörgu Bjartmannsdóttur, Jónínu Eyjólfsdóttur og Hrafn- hildi Björnsdóttur. HVISS-HVISS Framfarir á flestum sviðum hafa verið stórstígar á undan- förnum árum, bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Vís- indamenn og aðrir frömuðir eru ávallt að finna nýjar leiðir til að leysa úr sífjölgandi vandamálum nútímans. Þúsundir manna berj- ast á hverjum degi um allan heim við krabbameinið, og gefa mönn- um ýmsar ráðleggingar um hvernig skuli forðast það þangað ' til þeir finni öruggt lyf við því, — aðrir koma jafnvel hingað til okkar á fslandi til að berjast per- sónulega fyrir því að menn kaupi sér reiðhjól, svo þeir fái ekki fyr- ir hjartað. í Rio de Janeiro hefur einn slíkur spámaður nýlega kveðið sér hljóðs með góðum árangri. Hann berst að vísu ekki fyrir „saklausum sígarettum", „bætt- um bjór“ né „hjartastyrkjandi hjólreiðum", því hans áhugamál er það sama og Umferðarnefnd- ar Reykjavíkur: „Burt með bíla- stæðin!" Og hjá honum er það ekkert hálfkák. Frumkvöðull þessi heitir Américo Fontenele og hefur það virðingarstarf að vera hinn ný- skipaði umferðarstjóri borgar- innar. Hann komst fljótlega að því, að bifreiðastjórar þar hafa sama sið og í Reykjavík, — að parkera bara aldeilis þar sem þeim datt í hug: tveir eða jafnvel þrír hver utan á öðrum við götuna, á gang- stéttum, gangstígum, götuhorn- um, grasblettum á hringtorgum. Sem sagt alls staðar, nema hver ofan á öðrúm. Américo hóf herferðina með því að senda allt sitt lið út um borgina á sterkum drátlarbílum. Þeir tóku síðan hvern þann bíl, sem þeir voru ekki ánægðir með, og drógu hann eitthvað í burtu Sama hvert, bara að hann væri eltki fyrir. Þannig hreinsuðu þeir aðalgöturnar á stuttum tíma, en gleymdu viljandi að skrifa hjá sér hvert þeir fóru með bílana, svo að eigendurnir urðu að gjöra svo vel að leita að þeim sjálfir. Það tók suma þrjá daga að finna kerr- urnar sínar. En þegar jafnvel þetta dugði ekki — sumpart vegna þess að Américo hafði ekki meira geymslupláss -— þá lét hann sína menn ganga á röðina á ólögleg- um bílum, og hleypa öllu loft- inu úr framhjólunum. „Hviss“ sögðu hjólin, „hviss— hviss!“ Og „Áætlun Hviss“ var orðin að staðreynd í umferðar- málum þar. Hviss sögðu hjólin undir sendi- herranum frá Ghana, þrem þing- mönnum og einum ríkisráðs- manni. Þeir voru að undirbúa að hvissa undan nokkrum yfirmönn- um sjóhersins, þegar þeir sendu sína eigin skotliða á vettvang til að verja kerrurnar með hríð- skotabyssum. En Américo umferðarstjóri er harður af sér, og segist munu halda áfram að hvissa þangað til hann sé ánægður með árangur- inn, hvað sem hver segir. Hvernig væri að hvissa Hverfis- götuna? Bréfaskipti Vi er 3 danske drenge som háber vi i gennem Deres blad kan fá is- landske pennevenner. De 3 adresser er: Leif Hené Hansen, Egholm, pr. Ny- sted, Danmark. Erik Thomsen, Tágense, pr. Nysted, Danmark. Jens Larsen, Herritslev, Lojland, Danmark. Nú háber vi De vil hjælpe os. Vi har alle tre samme intresse vi samler pá frimærker. VIKAN 41. tbl, 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.