Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 51
En þetta er alvarlegt mál. Ég fyrir mitt leyti viðurkenni aumingjaskap minn, að muna ekki eftir þessum þekkta njósnara. Nikitin ofursti mun án efa skerpa minni okkar betur, en ég minnist þess, að Bond þessi hefur að minnsta kosti tvisv- ar eyðilagt aðgerðir SMERSH. Það var, bætti hann við, — áður en ég tók við stjórn deildarinnar. Það var málið þarna í Frakklandi, í spilavítisborginni. Maðurinn hét Le Chiffre. Ágætur flokksleiðtogi í Frakklandi. Hann bjálfaðist inn í eitthvert f jármálabrask. En hann hefði komizt l'it úr því, hefði Bond ekki komizt í spilið. Ég man, að deildin varð að hafa snör hand- tök og ryðja Frakkanum úr vegi. Böðullinn hefði líka átt að fjalla um þennan Englending um leið, en hann gerði það ekki. Svo var það svertinginn okkar í Harlem. Mikill maður, einhver bezti útlend- ingur, sem við höfum haft í þjón- ustu okkar, og víðtækt net á bak við hann. Það var eitthvað varð- andi fjársjóð í Karabíahafinu. Ég man þetta ekki í smáatriðum. Leyni- þjónustan sendi þennan Englending og hann eyðilagði netið og drap okkar mann. Það var gífurlegt áfall. Enn einu sinni hafði fyrirrennari minn ástæðu til að láta til skarar skríða gagnvart Englendingnum. Nikitin ofursti greip fram í: — Svipuð var reynsla okkar varðandi Þjóðverjann Drax, og eldflaugina. hér hljótið að muna eftir því, félagi hershöfðingi. Mjög mikilvægt kon- spiratsia. Herráðið var mjög flækt í það. Þetta snerti æðri stefnu, og hefði átt að verða árangursríkt. En hér aftur var það Bond, sem eyði- lagði allt. Þjóðverjinn var drepinn. Þetta hafði alvarleg áhrif fyrir rík- ið. Á eftir kom mjög erfitt tíma- bil, sem erfitt var að ráða fram úr. Slavin hershöfðingja frá GRU fannst hann verða að segja eitt- hvað. Eldflaugin hafði verið mál hersins og GRU hafði verið kennt um mistökin. Nikitin vissi það full- vel. Enn einu sinni var MGB að gera GRU lífið leitt. — Við fólum ySar deild að sjá um þennan mann, félagi ofursti, sagði hann ískaldri röddu. — Ég man ekki, að neitt hafi verið gert, þrátt fyrir beiðni okkar. Ella hefðum við ekki þurft að ómaka okkur frekar hans vegna. Æðarnar á gagnaugum Nikitin bólgnuðu af reiði. — Með fullri virðingu, félagi hershöfðingi, sagði hann hárri, fyrirlitlegri röddu. — Beiðni GRU fékk ekki hljómgrunn á æðri stöðum. Það var ekki óskað eftir frekari ólgu í Bretlandi. Það hefur kannski sigið úr minni yðar. Og hefði slík beiðni borizt MGB, hefði SMERSH fengið málið til fram- kvæmda. — Mín deild hefur ekki fengið neina slíka skipun, sagði G hers- höfðingi hvasst. — Ella hefði af- taka þessa manns ekki tekið lang- an tíma. En allt um það, við höfum ekki tíma til sögurannsókna. Eld- flaugarmálið var fyrir þremur ár- um. Ef til vill gæti MGB sagt okk- ur eitthvað um nýrri afrek þessa manns. Nikitin ofursti hvíslaðist í ákafa á við aðstoðarmann sinn. Svo sneri hann sér aftur að borðinu. — Við höfum mjög takmarkaðar upplýs- ingar, umfram það, sem komið hef- ur hér fram, sagði hann I varnar- tón. — Við höldum, að hann hafi verið eitthvað viðriðinn demanta- smygl. Það var á síðasta ári. Milli Afrlku og Ameríku. Málið snerti okkur ekki. Síðan höfum við ekki haft spurnir af honum. Ef til vill eru nýrri upplýsingar í möppunni hans. G hershöfðingi kinkaði kolli. Hann tók upp tólið á símanum, sem næstur honum var. Það var hinn svokallaði „yfirmannasími" MGB. Allar línurnar voru beintengd- ar og lágu ekki gegnum neitt skipti- borð. — Aðalskjalasafnið? Grub- ozaboyschikoff hershöfðingi hér. Zapiska um Bond — enskan njósn- ara. Áríðandi. Hann beið eftir að svarið bærist: — Undir eins, félagi hershöfðingi, og lagði svo á. Hann leit valdsmannlega niður eftir borð- inu: — Félagar, af mörgum ástæð- um virðist þessi njósnari ákjósan- legt skotmark. Aftaka hans verður til ágóða fyrir allar deildir leyni- þjónustu okkar. Er það rétt? Fundarmenn rumdu. — Missir hans verður líka áþreif- anlegur fyrir leyniþjónustuna brezku. En mun hann gera meira? Mun hann skoða hana veruelga? Mun þetta verða til þess að eyði- leggaj goðsögnina, sem við höf- um rætt um? Er þessi maður hetja innan stofnunar sinnar og í aug- um landsmanna? Vozdvishensky fann, að þessari spurningu var beint til hans. — Englendingar dýrka ekki hetjur, aðrar en fótboltamenn, krikketleik- ara og knapa. Ef einhver klífur fjöll eða er frár á fæti, er hann hetja í augum sumra, en ekki fjöld- ans. Drottningin er líka hetja, og Churchill. En Englendingar hafa ekki sérstakan áhuga fyrir stríðs- hetjum. Bond er óþekktur meðal almennings. Þótt hann væri þekkt- ur, væri hann ekki heldur hetja. Hvorki opið stríð né leynistríð er hetjulegt í þeirra augum. Englend- ingar vilja ekki hugsa um stríð, og strax eftir stríðið eru nöfn strlðs- hetjanna gleymd. Þessi maður get- ur verið hetja innan leyniþjónust- unnar, og það getur verið, að hann sé það ekki. Það er komið undir útliti hans og persónuleika. Um þessa hluti veit ég ekkert. Hann getur verið feitur og smitandi og leiðinlegur. Enginn gerir hetju úr slíkum manni, hve duglegur og árangursríkur sem hann er. Nikitin greip fram í: — Enskir njósnarar, sem við höfum náð á okkar vald, tala með lotningu um þennan mann. Hann er örugglega mjög dáður innan leyniþjónustunn- ar. Hann er sagður vinna einn, en líta vel út. Avon færir yður fegurð Fjöldinn allur af sérstaklega góðum fegurðar- meðulum. MAKE UP litir i töfrandi úrvali. Ilmandi bað- púður- oliur og fljótandi krem iil nœringar húðinni. Veljið AVON nœringar og hreinsi krem til að vernda húð gðar. — Og fyrir hárið — margar tegundir af shampoo, hárnœringar- vökva og hárlakki. Avon cosmetics tONDON • NEW YORK • MONTREAL Framhald í næsta blaSi. VIKAN 41. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.