Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 49
una. Við höfum áreiðanlega ekkert
að óttast frá þessum mönnum, en
goðsögnin er hindrun sem vert væri
að ryðja úr vegi.
— Og Bandaríkjamenn? G hers-
höfðingi reyndi að stöðva tilraun-
ir Vozdvishenskys til þess að draga
úr lofi sínu um brezku leyniþjón-
ustuna. Einhverntíma kæmi að því,
að þetta, sem hann sagði um al-
menna skólamenntun í Bretlandi
og háskólaerfðavenjurnar myndi
hljóma vel í réttarsal. G heishöfð-
ingi vonaði, að næst myndi hann
segja, að Pentagon væri sterkari
en Kreml.
— Bandaríkjamenn hafa stærstu
og ríkustu leyniþjónustuna af öllum
okkar óvinum. Frá tæknilegu sión-
armiði, varðandi útvarpsvirkjun,
vopnum og öðrum útbúnaði, eru
þeir beztir. En þeir hafa engan skiln-
ing á sínu starfi, þeir fyllast ákafa
út af einhverjum njósnara frá Balk-
anskaga, sem segist hafa leynileg-
an her í Ukraniu. Þeir ausa í hann
peningum til að kaupa stígvél
handa hernum. Auðvitað fer hann
beint til Parísar og eyðir pening-
unum í kvenfólk. Ameríkanar reyna
að gera allt með peningum. Góðir
njósnarar vinna ekki eingöngu fyr-
ir peninga — aðeins hinir slæmu,
og Bandaríkjamenn eiga nokkrar
herdeildir af þeim.
— Þeir ná sínum árangri, félagi,
sagði G hershöfðingi mjúklega. —
Þér vanmetið þá ef til vill.
Vozdvishensky yppti öxlum: —
Þeir hljóta að ná árangri, félagi
hershöfðingi. Þér getið ekki sett
niður milljón kartöflur án þess að
fá eina nýja upp. Persónulega tel
ég ekki, að þessi fundur þurfi að
beina athyglinni að Ameríkumönn-
um. Yfirmaður RHUMID hallaði sér
aftur á bak í stólnum og tók upp
sígarettuveskið sitt.
— Mjög athyglisverð yfirlýsing,
sagði G hershöfðingi kuldalega. —
Félagi Slavin hershöfðingi?
Slavin hershöfðingi, yfirmaður
GRU, hafði engan hug á að láta
fórna sér vegna herráðsins: — Ég
hef hlustað af athygli á orð Voz-
dvishensky hershöfðingja. Ég hef
engu við að bæta.
Nikitin ofursti í ríkisöryggisdeild
MGB taldi ekki saka að sýna, að
GRU væri of heimskt til að hafa
nokkrar hugmyndir og koma jafn-
framt með lofsamlegar tillögur,
sem sennilega væru í samræmi við
leyndustu hugsanir allra viðstaddra
og sem hvort sem var voru komn-
ar fram á varir G hershöfðingja.
Nikitin hershöfðingi vissi líka, að
vegna fyrirspurnar forsætisnefndar-
innar, myndi samvizkan styðja
hann.
— Ég mæli með því, að ógnar-
aðgerðir verði framkvæmdar gegn
brezku leyniþjónustunni, sagði
hann ákveðinn. — Mín deild telur
þá að vísu tæplega verðuga and-
stæðinga, en þeir eru þó skárstir.
G hershöfðingi reiddist yfir valds-
mannlegum tón mannsins og yfir
því að glæpnum skyldi vera stolið
frá honum, því hann hafði sjálfur
Hrein
frísk
heilbrigö
húð
Það skiptir ekki máli, hvernig húð þór hafiÖÍ
Það er engin húð eins.
En Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme
eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún
þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit.
Og þess vegna getur húð yðar
notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt.
Hún getur sjálf ákveðið það magn7 sem hún
þarfnast af fitu og raka.
Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og
Nivea-snyrta húð.
VIKAN 41. tbl. —