Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 20
ÖLAUNAÐAR FYRIRSÆTUR
í RÖM
Þeir eiga ekki ljúft líf í Róm, frægir
kvikmyndaleikarar, sem álpast þangað. A
götum Rómar eru ljósmyndarar, sem hafa
það fyrir aðaiatvinnu, að taka myndir af
frægum filmstjörnum í allavega mótívum.
í myndinni „La Dolce Vita“ gerði Fellini
þessum mönnum mokkur skil og kallaði þá
„paparazzi“. Það kemur oft fyrir að snyrti-
lega klæddur maður hleypur skyndilega að
einhverri stjörnunni, grípur þéttingsfast utan
um hana og kyssir hana ákaft. A meðan
smella myndavélarnar í erg og gríð og slúð-
urblöð kaupa þessar myndir dýrum dómum.
2Q — VIKAN 41. tbl.
JAPÖNSK - VÖNDUÐ -
ÓDÝR
Myndavélin hérna á myndinni er japönsk
að gerð og nefnist Minolta SR 7. Hún er
með innibyggðum Cadmiumsulfid-ljósmæli og
ljósop 1.4. Minolta myndavélar hafa unnið
sér stórt nafn, og meðal annar hafa Banda-
ríkjamenn mikið notað þær í geimskot sín.
Með nákvæmni og glöggskyggni vinnur lista-
maðurinn að verkum sínum.
DEN LILLE HAVFRUE
Hvað að vera að súta einn hafmeyjar-
haus, þegar til eru svona sprellfjörugar og
spriklandi ungmeyjar á hverju götuhorni.
Þessi hafmey er sænsk, heitir Eva Norde og
hefur náð því háleita takmarki að komast
til Hollywood og leika þar í kvikmyndum.
Ásmundur stækkar höggmyndina „Öldu-
gjálfur".
LUCY SHENANDOAH
DROTTNING
Johnson Bandaríkjaforseti er að vonum
hreykinn af dóttur sinni, Lucy Baines, sem
kosin var Shenandoah drottning 27. á mikilli
eplauppskeruhátíð í Winchester, Virginiu.
Hennar hátign er um þessar mundir önn-
um kafin við að hjálpa karli föður sínum
við kosningaundirbúninginn.
EIFFELTURN
í LAUGARDALNUM
UMBA-UMBA
Hér á myndinni sjáið þið lúðrasveit Úmb-
arabúmbalúmbalands, í Afríku — þeir tala
mál, sem heitir úrglumgúrgl — og ein-
kennisklæðnaður lúðrasveitarinnar er auð-
vitað topplausa tízkan.
Þeir, sem fara reglulega á íþróttaleikvang-
inn í Laugardal og raunar allir Reykvíkingar
kannast við „kúluna“ í Laugardalnum, þetta
dularfulla hús, sem umlukt er listaverkum.
Þarna býr listamaðurinn Ásmundur Sveins-
son og einmitt á þessum stað hefur hann skap-
að sín ódauðlegu listaverk.
Á þessum myndum sjáum við tæki, nokkurs
konar Eiffelturn, sem Ásmundur hefur sjálfur
smíðað, og til þess gert að stækka höggmyndir
hans.