Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 41
Tvö heimsfyrirtæki
FRA AEG:
SJÁLFVIRKAR ÞVOTTAVÉLAR, ELDAVÉLAR, ELDAVÉLASETT, GRILLOFNAR OG
OG ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA.
FRÁ BOSCH:
KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, ÞEYTIVINDUR OG HRÆRIVÉLAR.
SÖLUUMBOÐ: Reykjavík: Húsprýði h.f., sími 20446. Akranes: Staðarfell h.f. Patreksf jörður: Vesturljós. ísafjörður: Verzl. Kjartans R. Guðmundssonar. Sauðórkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: K.E.A. .f..« X-M.B 1 III 1 — W—
— 9 •— Hfl
ii—;ia 1 I
Austurland: Verzl. Elísar Guðnasonar, Eskifirði.
Vestmannaeyjar: Haraldur Eiríkssonar. Keflavík: Stapafell. pn
Bræðurnir Ormsson h.f.
Vesturgötu 3 — Sfmí 11467. ^
Hollywooddís, sem komin var
nokkuð til ára sinna., Hérna,
fjarri sviðinu og á stuttu færi,
minnti hún mest á bolbít. Jasp-
er kynnti Hugo og bauð henni
sæti hjá þeim.
„Jæja, ungfrú Barton,“ sagði
Jasper og laut að stjörnunni
sinni.
„Ég er dauðskotinn í sögunni
þinni,“ sagði hún við Hugo. „Ég
les hana hvenær sem ég hef tíma
til.“ Hún pantaði tvöfaldan;
þjónninn tvísteig, tregur til að
fjarlægjast hana. Hún kvartaði
yfir hótelherbergjunum sínum
við Jasper; hann lofaði að gera
sitt bezta til úrbóta. ,,Það er
bara það að ég er vön því bezta,“
sagði hún.
Þjónninn kom með síma að
borðinu þeirra og setti hann í
samband.
„Hvað er þetta?“ spurði Jasp-
er, eins og hann hefði aldrei séð
neitt því líkt fyrr.
Þjónninn svaraði: „Það er
sími til herra Hendrix."
„Og sagðir þú að ég væri hér?“
spurði Samuel.
„Það máttu aldrei gera,“ sagði
Jasper við þjóninn. Ungfrú Bart-
on hristi höfuðið.
„Ég er búinn að fá nóg,“ sagði
Samuel. „Ég get ekki talað við
hann núna. Ég get það ekki.“
„Ég skil hvernig þér líður,“
sagði ungfrú Barton.
„Svona,“ sagði Jasper og tók
upp tólið. „Tom, vinurinn,“ sagði
hann. „Þú vilt ná í Sam? Ég
bjóst við því og reyndi að ná í
hann, en hann er þá rétt nýfar-
inn. Til hótelsins, held ég. Jæja,
sé þig seinna, hjartað.“
Þjónninn fór burt með símann.
Þegar ungfrú Barton hafði
pantað annan tvöfaldan og lokið
við hann, stóðu þau öll upp og
gengu yfir götuna, að hóteli
stjörnunnar; bíll Jaspers fylgdi
þeim fast eftir eins og þolin-
móður hundur. Þeir Samuel og
Jasper gengu á undan; ungfrú
Barton tók Hugo undir arminn
og reyndi að stofna til samræðna.
Hún sagði: „Eitt verð ég að
segja að er Kaliforníu til stöðugs
sóma. Veðrið.“
Það var farið að úða. Litskugg-
inn umhverfis annað auga stjörn-
unnar byrjaði að leysast upp og
myndaði rák niður kinnina. Hún
sagði: „Herra Goldin segir mér,
að þú ætlir að endurskrifa leik-
ritið. Það er bara eitt, sem ég
vildi biðja þig um ....“ hún leit
á hann, að því er virtist sár-
bænandi... „hafðu það ekki
gróft. Fyrir alla muni.“
Umboðsmaður Chalmers sat
fyrir Jasper á hótelinu, og fram-
leiðandinn tók eftir honum um
leið og þau komu inn. „Þarna
er Rappé,“ sagði hann og hristi
höfuðið og hvíslaði að Hugo:
„Hann fer ekki sérstaklega vel
með sig.“
Þeir komu ungfrú Barton inn
í lyftu. Áður en dyrnar lokuð-
ust, sagði hún við Hugo: „Mundu
hvað ég sagði. Fyrir alla muni.“
Rappé skók fingur að Jasper.
„Goldin," sagði hann. „Goldin,
hvar er skjólstæðingur minn?
Hvað hefur þú gert honum?“
Hann leit á Hugo og kom hon-
um fyrir sig. „Goldin, Goldin, þú
hefur engan rétt til að snúa þér
til höfundar skáldsögunnar. Þú
mátt ekki skipta við neinn rit-
höfund nema skjólstæðing minn.“
„Þú veizt hvar Chalmers er,“
sagði Jasper. „Þú veizt það eins
vel og ég.“
„Þú rakst hann,“ sagði Rappé.
„Komdu upp á herbergi með
mér,“ sagði Jasper og tók um
handlegg Rappés.
„Ég kom nauðugur," sagði
Rappé og lofaði Jasper að leiða
sig inn í lyftuna.
„Drottinn minn,“ sagði Samuel.
Þeir Hugo fóru inn á barinn og
settust við einn gluggann. Hugo
renndi augunum út yfir Central
Park, sem nú var auður og yfir-
gefinn. Honum þótti sem kæru-
laust fólk hefði skilið eftir lauf-
laus trén.
Eftir annað glasið sagðist
Samuel þurfa að fara upp á her-
bergi og raka sig. „Komdu með
mér,“ sagði hann. f lyftunni
strauk hann hendinni yfir and-
litið, eins og til að fullvissa sjálf-
an sig um að hann þyrfti að
raka sig. Hugo tók eftir taug,
sem hrærðist í andliti Samuels
eins og ormur undir húðinni;
hann sá Samuel horfa á hæða-
númerin, sem þutu niður á við,
og loka augunum þegar lyftan
nam staðar. Þegar þeir gengu eft-
ir ganginum, sagði Samuel: „Ég
hef ekki sofið mjög mikið und-
anfarið.“
Það var orðsending undir hurð-
inni. Hún var rituð innan á upp-
rifið umslag. „Ó, drottinn minn,“
sagði Samuel. „Ég les þetta ekki.
Ég vil það ekki. Ég neita að
gera það.“ Hann lét miðann
liggja óhreyfðan; steig yfir hann.
„Ég vil það ekki.“
Hann kveikti og dró fyrir
gluggana; hringdi svo eftir hress-
ingu. „Og ég er að flýta mér,“
sagði hann.
Þjónninn tók miðann upp af
gólfinu, þegar hann kom inn, og
lagði hann á borðið. Samuel var
inni í baðherberginu. Hugo
blandaði handa sér og las orð-
sendinguna um leið: Þú ert eini
vinurinn, sem ég á. Hringdu í
mig, gerSu það!!!
Aumingja Chalmers, aumingja
Tom, sagði Hugo við sjálfan sig,
og svo drakk hann; var allt í
einu orðinn dauðþyrstur. Hann
greip andann á lofti að loknum
fyrsta teygnum eins og sundmað-
ur, sem hefur reynt að komast
yfir laugina í einum spretti.
„Hvað þá?“ kallaði Samuel inn-
an úr baðherberginu.
„Ekkert," svaraði Hugo. Hann
fyllti glas sitt af vatni og gekk
að baðherbergisdyrunum. Samuel
VIKAN 41. tbl.
41