Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 24
007 JMKSNM bregðumst Sovétríkiunum í hinni miklu og glæsilegu baróttu! Við! Hann sló út handleggiunum. — Allir! Svo skipti hann aftur um rödd og talaði aftur með eðlilegum mól- róm. — Félagar, lítum á skýrsluna. Sookin Sin (hann leyfði sér að nota þetta blótsyrði, tíkarsonur). Lítum á skýrsluna! Fyrst missum við Gouz- enko og alla kanadísku deildina og 1 vísindamanninn Fuchs, svo er am- eríska deildin hreinsuð upp, svo missum við menn eins og Tokaeff, i Framhalds- sagan Eftir lan Flemming 3. hluti ÞaS sem áður er komiS: Sagan hefst á því aS segja fró Donovan Grant, írskum geSsjúkl- ingi, sem ráðizt hefur í þjónustu Sovétríkjanna, sem atvinnumorS- ingi. Því næst er snúiS aS fundi æSstu manna hinna ýmsu deilda sovézku leyniþjónustunnar, þar sem þeir ræSa um gagnrýni þá, sem leyniþjónusta þeirra hefur orSiS fyrir. ASalforingi SMERSH, Gruboza- boyschikoff hershöfðingi, hefur orS- iS, og tekur drjúgum upp í sig, er hann ávítar yfirmenn hinni deild- anna: RHUMID, GRU og MGB. ,,G" hershöfðingi þagnaði, svo hélt hann áfram sinni mýkstu röddu: — Félagar, ég verð að segja ykkur, að ef við komum ekki í kvöld með tillögu um mikinn lausnarsig- ur og ef við fjöllum ekki rétt um þá tillögu, ef hún verður sam- þykkt, munu hljótast mikil vand- ræði af. „G" hershöfðingi leitaði að loka- orðunum, sem gæfu í skyn ógnun- ina, án þess að segja hana beint. Hann fann þau: — Það verður, hann þagnaði og leit með upp- gerðarmildi niður eftir borðinu: — ÓÁNÆGJA. — En félagar, rödd hans var mjúk. — Hvar hefur framkvæmda- stefna Sovétríkjanna brugðizt? Hver hefur alltaf verið linur þegar við vildum vera harðir? Hver hefur lát- ið í minni pokann, meðan allar aðrar deildir ríkisins hafa unnið sigra? Hver hefur, með heimsku- pörum sínum, gert Sovétríkin að fíflum í augum heimsins? HVER? Það lá við að hann æpti þegar hann hætti að tala. ,,G" hershöfð- ingi hugsaði um það hve vel hann flutti þessa orðsendingu, sem for-' sætisnefndin heimtaði. Þetta myndi hljóma vel þegar það yrði leikið aftur fyrir Seroff. Hann hvessti sjónir eftir fundar- borðinu á föl eftirvæntingarfull and- litin. Hann sló með hnefanum fram fyrir sig í borðið. —• Oll leyniþjón- usta Sovétríkjanna, félagar. Rödd- in var nú orðin að reiðilegu öskri. Það erum við, sem erum aumingj- arnir, skemmdarverkamennirnir, svikararnir. Og það erum við, sem síðan kemur hið hneykslanlega Khokloff-mál, sem gerði landi okk- ar mikið tjón, síðan Petroff og kon- an hans í Ástralíu — léleg frammi- staða ef nokkur er! Listinn er enda- laus. Ósigrar á ósigra ofan og þó hef ég, andskotakornið ekki tínt til helminginn af því. 5. KAFLI. - „KONSPIRATSIA". Nú höfðu mennirnir fengið sitt. G hershöfðingi gaf þeim nokkrar mínútur til þess að sleikja sárin og ná sér eftir áfallið eftir að heyra þessar opinberu ávítanir sem þeir í höfðu orðið fyrir. Enginn sagði orð i varnarskyni. Enginn varði sína deiid né minnt- } ist á hina óteljandi sigra rússnesku leyniþjónustunnar, sem tefla hefði mátt fram á móti þessum fáu mis- tökum. Og enginn efaðist um rétt yfirmanns SMERSH, sem átti sinn hlut af sökinni með þeim, til að halda yfir þeim þennan reiðilestur. Orðið hafði komið frá hásætinu, og G hafði verið kosinn sem flytjandi þess. Það var mikill vegsauki fyrir G hershöfðingja að vera þannig 24 — VÍKAN «. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.