Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 40
carmen Enginn óþægilegur hiti. Engin óholl þurkkun á hórsverðinum. ~ZÁ ALGJÖR NÝJUNG Í HÁRLIÐUN! Rakt hárið liðast og þornar á ca. 10 mínútum. Hentar einnig mjög vel fyrir þurrt hár. Hver hefði trúað petta væri mögulegt? Á örfáum mínútum getið þér sjálfar lagt hárið heima í stofu með hinu nýja og glæsi- lega CARMEN hárliðunartæki. •jt Aldrei oftar þurfið þér að óttast hið óþægilega augnablik, þegar yður er boðið út og þér verðið að afþakka, vegna þess að hárið er ekki í lagi. ■Á Með CARMEN getið þér eins oft og þér óskið lagfært og endurbætt hárliðunina. ★ Ef þér eruð með slappa lokka að morgni, sem þarf að hressa upp á eða hafið verið úti í rigningu, þá setjið þið CARMEN í samband og eftir örstutta stund er hárið fallega liðað. ★ Fullkomið hreyfingarfrelsi meðan hárþurrkun fer fram. ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: Ljós h.f., Laugavegi 20, Lampinn, Laugavegi 68, Sápu- húsið, Véla- & raftækjaverzlunin. — AKUREYRI: Vörusalan h.f. — ESKIFJÖRÐUR: Raf- tækjaverzl. EHasar Guðnasonar. — HÚSAVÍK: Raftækjaverzlun Gríms og Árna. — VEST- MANNAEYJAR: Haraldur Eiríksson h.f. raftækjaverzlun. r Losið lokið Berið áburðinn á Berið með sólanum Strjúkið yfir CHERRY BLOSSOM PADOWAX Skóáburðurinn í hentugu umbúðunum, sem skapar hreinlæti við notkun. Fljótlegt - Hreinlegt • Þægilegt HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. - SÍMI 24120. _ VIKAN 41. tbl. inni, hlustandi á óminn, merki um miklar annir. Þeir fóru til Plaza. Þar var næstum fullt, en andlit Samuels, sem flestir könnuðust ennþá við, vakti athygli á þeim. Þeir voru leiddir að borði, sem allir vissu að var það bezta. Samuel leit hvorki til hægri né vinstri, en lét öðrum eftir að glápa á sig. Hugo fylgdist vandlega með öll- um atriðum þessarar athafnar, vitandi það, að hún var honum vígsla. Þeir sátu í því tómi alþjóð- leikans, sem einkenndi þennan stað, og drukku úr glösum sín- um. Samuel sagði: „Mér þykir þetta ekki miður.“ Jasper leit upp. „Mér þykir þetta ekki mið- ur.“ Jasper leit upp. „Mér þyk- ir þetta ekki miður,“ endurtók Samuel. „Ég hef tekið mína ákvörðun. Drottinn minn, og ég sem hélt ég hefði tekið hana fyrir fimmtán árum. „Þú kannast við,“ hann sneri sér að Hugo, „allt þetta raus um markmið og tilgang, allt heila klabbið. En nú nýlega stóð ég mig að því, að vera að brjóta heilann um þetta sama klukk- an þrjú um nótt. Chalmers hring- ir. Chalmers stingur miðum und- ir hurðina hjá mér. Ég hef orðið að ganga í gegnum það allt sam- an aftur, eins og við getum aldrei lært neitt að gagni eða til fulln- ustu. Og ég hef orðið að ákveða með sjálfum mér, að fyrst og fremst sé það framleiðslan, sem eigi hollustu mína.“ Jasper virtist hugsandi. „Þú hefur hundrað prósent rétt fyrir þér,“ sagði hann. „Það er fram- leiðslan, sem við verðum að hugsa um.“ „Það er þitt að sjá um það, Jasper.“ „Það eru óteljandi smáatriði, sem taka þarf tillit til, minn yndislegi. Og milljón að græða. Milljón." „Það er þitt að sjá um það, Jasper." Og við Hugo sagði Samuel: „Við þurfum að hugsa um fleira en Chalmers. Sem leik- stjóri verð ég fyrst og fremst að hugsa um, hvað mér tekst að gera úr leiknum. Þú ert hepp- inn, Hugo. Fyrir þig er þetta ekkert vandamál. Chalmers er ekki vinur þinn.“ „Ég hef aðeins einu sinni hitt hann.“ „Þarna sjáið þið,“ sagði Jasp- er og kinkaði kolli til hinna beggja. „Ég veit ekki,“ sagði Hugo. Hann naut hlutverks síns, þó ekki jafn óhóflega og Samuel. Báðir voru þeir að leika með sálarkvöl þriðja manns, en að- eins Samuel var svo grunnfær að skoða það sem hreinskilni og réttsýni. Jasper stóð upp og brosti eins og framleiðanda ber. „Elskan,“ sagði hann. Hann var að ávarpa aðalstjörnu leikritsins þeirra,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.