Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 45
alinennt hreinlæti og hrifnað o. s.-frv.,: 90. gr.: Á tún, sem liggja að almannafæri, má ekki bera nokkurn þasnn áburð, sem megnan óþef leggur af. Og svo er þá aðeins eftir spursmálið, hvort þetta skuli kallast óþefur eða vellyktandi. Hver vill leggja sitt nef i þá rannsókn? G.IC. ÓVELKOMNIR GESTIR Framhald af bls. 23. blaðinu var hulinn loftferðakorti af Norður-Rússlandi, og var kort- ið prentað á. Skyndilega þreif stúlkan blokk- ina úr hendi mér, leit flóttalega í kringum sig, og gaf mér til kynna, að svona nokkuð athæfi vseri gjörsamlega bannað. Slíkt hið sama kom fyrir í hvert sinn, sem við buðum Rússa vindl- ing. Fyrst þessi óttaslegna neitun, og síðan litið hræðslulega í kring- um sig, til þess að ganga úr skugga um, að enginn hefði séð atburðinn. Tvisvar á dag, að morgni og í eftirmiðdaginn, kom asnakerra niður á bryggjuna, og var fólk- inu leyft að fá sér að drekka úr stórum seglpokum, sem voru í kerrunni. Dagarnir liðu hver af öðrum, og alltaf gekk útskipunin hægar og hægar, og er hálfur mánuðuh var liðinn, var okkur farið að verða órótt innanbrjósts. Skömmu seinna sagði Rusty okkur, að sennileg ástæða fyrir drættinum væri, að rússnesku skipi væri haldið í höfn í Bret- landi. Þetta þýddi, að okkur var haldið þarna sem gíslum, og myndum verða þarna, þar til sovézka skipið léti úr höfn í heimalandi okkar. Þetta voru nú samt allt saman ágizkanir einar saman, þar sem við vorum úr öllu sambandi við umheiminn, án blaða, bréfa og útvarps. Hinir augsýnilegu fangaverðir okkar sögðu okkur ekki neitt. Eftir fimm vikur í þessarri þreytandi tilveru, fór útskipun- in aftur að ganga með eðlileg- um hraða. Okkur var farið að langa til að láta út á hafið, og vorum orðnir þreyttir á að horfa á tötralega klætt hafnarverka- fólkið, og aðgerðarlausa her- mennina. Mér tókst að ná tali af ein- um ungum manni, smástund dag einn. Hann sagði mér, að þetta fólk, sem þarna ynni, kæmi alls staðar að úr Ráðstjórnarríkjun- um, og flyttu stórar flutninga- flugvélar það hingað frá borgum eins og Leningrad, Vladivostock, og jafnvel alla leið frá Odessa, sunnan frá Svartahafi. HÆTTAN NÁLGAST. Skyndilega tók hann um hand- legg mér og benti mér til fjar- lægrar hæðar, þar sem menn sáust við að hlaða timburstafla. ,,Boches!“ hvísiaði hann, „Pri- sonnier." Þetta var nóg til þess að koma mér í skilning um, að þarna horfði ég á þýzka stríðsfanga, sem ekki hafði verið skilað til heimalands síns. Er við ætluðum að hclda áfram samtali okkar, sem fór frar.i á frönsku, hætti þessi vinur rninn skyndilega, og virtist ekki þekkja mig. Eg lcit við, og sá þrjá hermenn koma í áttina til okkar. Til þess að firra vin mirm vanrtræðum, færði ég mig frá honum svo lítið bar á. Þorpið Igarka stendur autt nema um hásumarið og fram á haust, því um vetur frjósa allar siglingaleiðir til og frá Igarka. Matsrbirgðir okkar voru senn á þrotum, og haglstormurinn var byrjaður að lemja ána. Útskip- un var nú að fullu lokið. Und- ir venjulegum kringumstæðum hefði hún átt að taka um t:u daga, en við höfðum nú þegar dvalizt um sex vikur í Igarka. Við vorum orðnir alvarlega áhyggjufullir út af því að verða innilokaðir í vetrarísnum, og gleði okkar varð því varla lýst, þegar Rusty tilkynnti brottfarar- dag. Fjórum dögum seinna leystum við landfestar og létum reka út á miðja ána. Skipið lét illa að stjórn vegna yfirhlaðans á þil- farinu. Vindurinn tók i staflana, og það var erfitt að stýra. Samt vorum við ekki frjálsir, því við áttum enn eftir að fara til Murmansk. Kafbátur fylgdi okkur alla leið þangað. í Murmansk fórum við í gegn- um sama umstangið aftur, að- eins í öfugri röð. Við fengum skiöl okkar og muni, og loksins lö«ðum við af stað frá Rússlandi. Við réðum okkur varla fvrir kæti. En gleðin var skammvinn. STORMURINN SKELLUR Á. Vegna þess að aðeins voru tveir menn á vakt, urðum við að standa tvo klukkutíma í senn við stýrið. Þá gátum við skroppið niður og fengið okkur heitan sopa, en síð- an fram á hvalbak í varðstöðuna. Veðrið hafði versnað, og fór síversandi eftir því sem við fór- um fjær ströndinni. Þegar ég kom af vakt klukkan 18 þennan dag, sat Jack við borð- ið í káetunni, en hinir voru ann- að hvort í koju, eða hnipruðu sig í kringum eldstæðið. Ég fór úr yfirhöfn minni og settist hjá Jack. Allt í einu hallaðist skip- ið skyndilega, og við köstuðumst út í annað borðið. Ég flýtti mér í gallann aftur, klifraði upp á timburhlaðann, niður aftur og upp á stefni. Ég ríghélt mér í handriðið, og skipði valt meira og meira. Stór brotsjór kom í Ijós, ég hljóp aftur eftir hálu dekkinu, og tókst að komast í VANTI YÐUR FALLEGA OG VANDAÐA VETRARKÁPU ÞÁ KOMIÐ TIL OKKAR. KÁPURNAR ERU ÚR I. FLOKKS ULLAREFNUM MEÐ MJÖG FALLEGUM SKINNKRÖGUM. ÞAR AÐ AUKI ERU FLESTAR MEÐ MILLIFÖÐRI ÚR SVISSNESKRI ULL OG FRÁGANGUR ALLUR SÉRLEGA GÖÐUR. - GJÖRIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN - TÍZKUVERZLUNIN GUÐRÚN RAUÐARÁRSTÍG 1 VIKAN 41. tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.