Vikan


Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 9

Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 9
sumarumferðinni úti á vegum stafi af of miklum hraða og at- hugunarleysi nýgræðinga undir bílstýri, en ég hika ekki við að halda því fram, að vegamálin hjá okkur eigi aðalsökina. Það er sama hversu rólega ekið er, á svona „vegum“ getur allt gerzt hjá hverjum sem er og vegamál- anna er aðalsökin. Vegakortin, sem olíufélögin hafa gefið út, eru svo sem ágæt út af fyrir sig, og auðvelt að rata um landið eftir þeim, af því að við öll meiri háttar vegamót eru nú komnir prestar til að vísa veginn, þótt þeir arki hann ekki sjálfir. Það er mætavel skiljan- legt, að ekki er hægt að merkja mikið af örnefnum og bæjarnöfn- um inn á þessi kort, en samt finnst mér, að hægt væri að gera betur en nú er. Þó er líklega Shell-kortið það skársta, sem völ er á. En nú er það svo, að aki mað- ur út um landið, liggur vegur- inn einlægt ofan í lægðir, og þar eru brýr. Stundum eru hæð- ir, og brýrnar uppi á þeim. Oft- ast nær eru kengbeygjur sitt hvorum megin við brýrnar. Það er sjaldan, að brúin sé á jafn- sléttu við veginn, ellegar að veg- urinn liggi beint að og frá. Lát- um þetta nú vera, það eykur aðeins fjölbreytnina og kemur í veg fyrir, að manni drjúpi í brjóst við aksturinn. En oft langar mann til að vita, hvað sprænan heitir, sem verið er að fara yfir. Mig langar að koma þeirri tillögu á framfæri, að árnöfnin verði mál- uð á brúarstöplana, sitt hvorum megin. Það færist nú mjög í vöxt, að mála brúrahandriðin með endurskinsmálningu, og mér dettur í hug, hvort ekki megi slá tvær flugur með einu höggi: ' Mála nöfn ánna með endurskins- málningu á brúarsporðana. Það vakti athygli mína í sum- ar, hve lítið virðist af rusli með vegunum. f fyrrasumar og þar áður voru vegabrúnirnar og næsta nágrenni veganna mor- andi í flöskum, heilum og brotn- um, bréfarusli, hálfétnum ávöxt- um og svo framvegis. í þessu þriggja daga ferðalagi sáum við aðeins þrjár flöskur liggjandi við vegarkantinn, — tvær undan kóki og eina undan sevenuppi. Hins vegar er umgengni við tjaldstæði upp á gamla mátann: Alls konar rusl hér og þar, og einkanlega þar, sem bezt væri að tjalda. Þeim, sem ruslið skilja eftir, væri í lófa lagið, að bera það eitthvað frá eða að minnsta kosti grýta það, svo ekki fjúki um allt, en það er leiðinlegra fyrir þá, sem á eftir koma, að fara að káfa á þessum fjanda, vitandi ekki, hvað kann að leyn- ast undir böggluðu og veðruðu bréfi undir barði. Og svo eru það bensínmálin, Alltaf má búast við því, að fólk þurfi að ferðast að nætur- lagi, og er ekkert við það að athuga. Ég er mjög fylgjandi þeim sið, að færa sig milli fag- urra staða á náttarþeli, og hvíla sig heldur undir beru lofti í veð- urblíðunni yfir daginn. Þá vill maður gjarnan halda kyrru fyrir og njóta sumars og sólar hvort sem er. En þá er nú aldeilis betra að vera varkár og búa sig vel út. Því bensín verður ekki keypt, þótt gull sé í boði, frá klukkan 11.30 e.h. til 8.00 f.h. Nema kannski á einstöku stöðum eða fyrir náð og miskunnsemd, eða maður brestur í grát við bensín- tankinn, eftir að hafa vakið bensínsalann svo rækilega af værum blundi, að hann komi út í svefnherbergisgluggann á gráu haldinu og sjái gráttilburðina gegnum svefnþokuð, úrill augun. Ekki veit ég, hvort þessi ótti ís- lendinga við að halda uppi sjálf- sagðri þjónustu allan sólarhring- inn, byggist á þeirri gömlu þjóð- trú, að í skjóli myrkursins sé einungis illþýði á ferðinni, og bæði varasamt og illa gert að veita því nokkra fyrirgréiðslu. Þetta var meira að segja svo rammt nú í Breiðafjarðarferð- inni, að ég kom að bensíntanki 10 mínútur fyrir 8 síðasta morg- uninn, og þar varð ég versogú pent að bíða í 10 mínútur — til klukkan 8. Já, miklir menn erum við, Hrólfur minn. Næsta skrefið verður sennilega að lögbanna mönnum að sektum viðlögðum að standa uppréttir með opin augu yfir nóttina. Og svo skyldi enginn láta blekkjast, þótt hann sjái bensín- tank rétt við veginn. Það er ekki víst, að þar sé Pétri og Páli selt bensín. Á leiðinni upp eftir fór- um við til dæmis heim að okkar gamla skóla, Bifröst, og ætluðum að kaupa þar bensín upp á gaml- an kunningsskap. Þar sátum við svo og þeyttum bílflautuna í fimm mínútur samfleytt, án þess að sjá minnstu mannaferð í þessu glæsilegasta hóteli fslands. Þá renndum við áfram upp að Fúsa- skála — nei, Leopoldville heitir það núna, •— og þar gátum við auðveldlega fengið bensín, hvort heldur við vildum úr rauðum tanki, gulum eða grænum. Bara að nefna það. Þurftum ekki einu sinni að flauta. Úf því ég er farinn að tala um hótel, get ég ekki stillt mig um að tala vel um Hóel Borgar- nes. Við komum þar um morg- un og ætluðum að fá kaffi. Þar vorum við samstundis leidd að hlaðborði og beðin að gera svo vel: Þarna var morgunverðurinn. Þar var alls konar brauð og fín- iríis álegg, margar tegundir, mjólk eins og hver vildi og kaffi — og verðið aðeins fimmtíu krón- ur. Mér kæmi ekkért á óvart, Framh. á bls. 31. diviniö D I V I N I A DEOCOLOGNE FÆST í SNYRTIVÖRUVERZLUNUM OG VÍÐAR. VIKAN 41. ttol. — Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.