Vikan - 12.11.1964, Síða 5
HOLMEGAARDS-G LASVÆ R K
eins og að grafa sig í gegnum
Esjuna með teskeið, að ætla sér
að halda uppi slíku í vikublaði,
því helzt þyrfti að byrja á byrj-
uninni í hvert sinn vegna nýrra
lesenda, enda eru mjög fá blöð
sem hafa slíkan þátt, nema þá
sérstök ljósmyndablöð erlendis.
Nei, bezt er að fá sér leiðbein-
ingabók um ljósmyndun, og ef
ég man rétt þá hefur a.m.k. ein
slík komið út á íslenzku. Spurðu
bóksalann að því næst þegar þú
kemur til kaupstaðarins. Og svo
trúi ég ekki öðru en þú lesir
eitthvert erlent tungumál, t.d.
dönsku en þá getur þú fengið
ótakmarkaða fræðslu um þessa
hluti ef þú bara reynir.
Annars er auðvitað bezta ráð-
ið að æfa sig bara nóg, taka
myndir við allskonar skilyrði —
og skrifa hjá sér í hvert sinn
hvernig skilyrðin hafi verið og
hvernig vélin var stillt. Þá kem-
ur þetta smátt og smátt.
SVEFNLEYSI.
Kæri Póstur!
Póstur minn, sem leysir allra
manna vandræði. Gefðu mér nú
gott ráð. Sannleikurinn er sá,
að ég get varla skrifað þetta
bréf af því ég er svo syfjuð, en
svo þegar ég ætla að fara að
sofa á nóttinni, kemur mér ekki
dúr á auga. Með öðrum orðum:
ég þjáist af svefnleysi.
Hvað á ég að gera til að ráða
bót á því. Systa.
---------Enginn vandi — eng-
inn vandi, Systa mín. í fyrsta lagi
skaltu hafa það í huga, að eftir
því sem ég bezt veit — og ég
veit sitt af hverju — þá hefur
ennþá enginn drepizt úr svefn-
leysi. Sannleikurinn er sá, að
þegar maður er orðinn nógu
þreyttur og syfjaður, þá sofnar
maður, hvað sem hver segir ...
opnaðu augun og haltu áfram
að lesa. Þú mátt ekki sofna fyrr
en ég er búinn.
Ef ég skil þig rétt, þá þjáistu
ekki af svefnleysi, heldur af
syfju á daginn. Það er að segja,
þú ert syfjuð á röngum tíma
sólarhringsins. Og það er af því
að einhver óregla hefur komizt
á svefntímann. Hafðu nú þessi
ráð: 1) Leggðu þig ekkert á dag-
inn og haltu þér vakandi alveg
að venjulegum svefntíma. 2)
Þegar þú ert komin upp í áttu
ekki að fara að hugsa um ýmsa
hluti og reyndu að gleyma öll-
um áhyggjum. Slappaðu af og
tæmdu hugann alveg. 3) Hættu
þessu kvöld- og næturrölti, sem
hefur verið á þér undanfarið,
komdu þér í bælið á skikkan-
legum tíma — og á fætur fyrir
hádegi.
FRÚ EÐA FRÖKEN?
Kæra Vika!
Hvenær á maður að segja frú,
og hvenær fröken? Ég er frá-
skilin kona, 26 ára gömul og var
kölluð frú í þrjú ár, en nú er
aftur farið að kalla mig fröken.
Ég kann hálf illa við þetta —
en hvað er rétt? Þórunn S. J.
---------Sennilega er tilgangs-
laust að vera lengur að berjast
á móti þessu „fröken“-orði, þótt
það sé bæði ljótt og leiðinlegt
og alls ekki íslenzkt. Það dr
orðið svo fast í málinu að því
verður vart haggað héðan af —
enda varstu ekki að spyrja að
því.
Um notkun þessara orða munu
ekki vera til neinar fastar regl-
ur, aðrar en þær að ávarpa gifta
konu sem frú, og ógifta stúlku
sem fröken (ungfrú er þó fal-
legra). En svo er allur vandinn
að vita hver er gift og hver
ógift. Þess vegna hafa margir
þá reglu að segja fröken við
allar ungar stúlkur eða konur,
og oft má jafnvel taka þetta
ávarp sem gullhamra. Það er
líka öruggara, því ung ógift
stúlka gæti hæglega móðgazt ef
hún er kölluð frú. Fullorðnar
konur ætti ávallt að ávarpa sem
frú, jafnvel þótt vitað sé að þær
hafi aldrei verið við karlmann
kenndar. Það er sjálfsögð kurt-
eisi. En ungar, fráskildar konur
eða ekkjur, finnst mér gjarnan
mætti kalla fröken. Það gefur
þeim einhvern ungmeyjarglans
aftur — nema þær hafi á sér
ákveðið frúarsnið, eða fari fram
á að vera ávarpaðar sem slík-
ar — og við það er ekkert að
athuga. Og svo er það líka orð-
inn einhver vani hér á landi,
að ávarpa framreiðslustúlkur og
allskonar afgreiðslustúlkur, sem
fröken, jafnvel þótt þær séu
komnar töluvert yifr sextugt og
þríbreiðar... vafalaust vegna
þess að ekki er almennt reiknað
með að giftar konur stundi slík
störf.
G. B. Sllffurbúðin
Laugaveg 55 — Sími 11066
Þessar umbúðir
og góðar ljósa-
perur heyra
saman
vegna gæöanna
VIKAN 46. tbl. — g