Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 13
að, er hann hjólaði framhjó henni, og vitn-
aði í hlutverk hennar í skólaleikritinu. Hann
sagði það á þann hátt, að það fékk hana
til að gleyma rullunni og verða Vivian Brown
aftur. Myndin, sem hún hafði lifað sig inn
i kvöldið áður, leystist upp og hún varð aft-
ur aðeins ung stúlka á leið til matvöruverzl-
unarinnar laugardagsmorgun eftir grárri og
ömurlegri Pittsburgh-götu.
Á sinn hátt gerði hann henni mikinn
greiða. Hin blátt áfram framkoma hans
svipti hana öllum fjarstæðum dagdraumum
og gaf henni innsýn í nýjan heim raun-
veruleikans. Á sama hátt og hinar kjark-
miklu landnámskonur, er tóku sig upp og
fluttu vestur á bóginn, tók hún nú að leggja
drög að framtíðaráætlunum sínum, að nálg-
ast og ná því, sem hún hafði óskað sér,
úr lífinu,
Og henni gekk vel. Þegar seinni heims-
styrjöldinni lauk, var hún orðin innkaupa-
stjóri fyrir einni af þekktari stórverzlunum
New York borgar og átti íbúð á Murray Hill.
Rafn Smith hafði þá einmitt nýlokið her-
skyldu sinni og störfum í flughernum og
heimsótti hana í skrifstofuna.
— Nei, nú trúi ég ekki mínum eigin aug-
um, sagði hún þegar hún sá hann.
— Rafn Smith!
Hann leit hálf undrandi í kringum sig í
skrifstofunni. — Vivian Brown, hvíslaði hann
undrandi. Svo leit hann aftur beint framan
í hana. — Ég kom aðeins hingað til að ná
í vörusendingu — en svo sá ég nafnið þitt
á hurðinni.
Hann hafði einkennilega truflandi áhrif
á sjálfstraust Vivians. — Setztu niður, Rafn,
og segðu mér hvernig þú hefur haft það.
Hann sagði henni hvernig fyrir sér hefði
gengið síðan þau hittust síðast. Frásögnin
var jafn hlaðin spennandi atvikum og Vetr-
arbrautin er hlaðin ótal sindrandi stjörnum.
Þegar hann hafði lokið „high school"
fór hann á sjóinn, og var staddur í Austur-
löndum þegar styrjöldin skall á. í fyrstu var
hann í hersveitinni ,,FI júgandi tígrisdýrin"
í Kina, en síðan og allt fram undir stríðs-
lok, ráðgjafi MacArthurs hershöfðingja varð-
andi kínversk málefni. Eftir að stríðinu lauk
hafði hann ráfað um líkt og áttvana sauður,
en var nú búinn að taka ákvörðun um fram-
tíðina.
— Forfeður mínir voru kaupsýslumenn í
marga ættliði, sagði hann. — Afi var far-
andsali í eyðimörkum Wisconsin. Það sem
ég hef í höndunum er einmitt meðfædd verzl-
unargáfa að viðbættri þekkingu minni á
Kína, og geturðu ímyndað þér hvernig ég
ætla að færa mér þetta í nyt?
- Nei?
— Ég ætla að selja niðursoðna mjólk í
Kína. Eða kannski kamfórudropa til að bera
á brjóstið á sér við kvefi. Ég er samt ekki
fyllilega búinn að ákveða mig ennþá.
— Þetta hljómar skemmtilega. Svo bætti
hún við hugsi: — Kína . . .
Þau gengu út og borðuðu saman hádegis-
verð á útimatsölustað. Það var þar, sem
Vivian sagði honum frá Walter Adams,
manninum sem hún ætlaði að giftast.'
— Lítur út fyrir að vera traustur eigin-
maður, sagði Rafn.
— Já, og skemmtilegur, bætti hún við.
— Auðvitað, sagði hann, þú óskar honum
til hamingju frá mér. — Sagðirðu að hann
ynni í banka?
Hún kinkaði kolli.
— Hann deyr þá eflaust sem bankastjóri.
Þú ert kona af þeirri tegund, sem verkar
sem utanborðsmótor á eiginmanninn.
— Þakka hrósið, sagði hún brosandi og
bætti við: — Og óska þér sjáifum til ham-
ingju með mjólkurverzlunina.
Þrem mánuðum seinna giftist hún Walter
Adams. Hann var háskólamenntaður og á
góðri uppleið í stórum banka. Hún hélt áfram
starfi sínu í verzluninni og áður en langt
um leið var hann settur yfir deild þá í bank-
anum, er hafði með erlend viðskipti að
gera. Þau áttu fallega íbúð, peninga í banka
og Vivian var alltaf klædd eftir nýjustu
tízku. Allt virtist ganga þeim að óskum.
Walter var fljótlega boðin staða í Singa-
pore-deild bankans.
— Walter, sagði hún, — ég held að það
eigi mjög vel við þig. I fyrsta skipti í lang-
an tíma varð henni hugsað til Rafns Smith.
Hafði hann ekki einmitt talað um að fara
til Kína eða eitthvað þangað?
— Það er aðeins einn hængur á því, sagði
Walter með nákvæmnisró bankamannsins,
— jafnskjótt og maður hverfur úr aðalbank-
anum, hafa þeir tilhneigingu til að gleyma
manni. Út úr augsýn — út úr minni, þú skilur.
Hún var ekki fyllilega ánægð með það.
Þessa stundina voru þau aðeins ungt par
eins og svo margir aðrir, en þegar þau kæmu
frá Singapore, áleit hún, mundu þau vera
orðin eitthvað annað og meira.
— En Walter, þú vinnur þig fyrr upp í
minni hóp. Þú sérð nú þegar hvað þér hefur
gengið vel hérna í New York. Þú veitir þér
ekki sjálfur þann heiður, sem þú verðskuldar.
— Nei, það gerir þú, sagði hann þakk-
látlega. — Ég skal segja þér fyrir hvað ég
á heiður skilið — fyrir það, að ég hafði vit
á að giftast þér.
— En Walter, sagði hún stríðnislega, —
ég sem hélt, að það hefði verið af ást.
— Það veiztu vel, sagði hann alvarlega
og dró hana þétt upp að sér. Hún faðmaði
hann ánægð, því hún elskaði hann og var
í hæsta máta ánægð með lífið.
Singapore hafði hvorki upp á að bjóða
hið austurlenzka andrúmsloft Shanghai né
hraða og flýti Hong Kong, en það hafði
sína kosti út af fyrir sig. Hún og Walter
nutu lífsins og höfðu á tilfinningunni, að þau
hefðu þar náð einhverju marki, sem ekki
var fáanlegt heima. Þau kunnu því vel að
hafa þjóna og taka þátt í öllu samkvæmis-
lífinu.
Og skyndilega skaut Rafni Smith upp í
Singapore.
Walter kom með hann heim eitt kvöld eft-
ir að Smith hafði rætt við hann um lán í
bankanum.
— Rafn Smith! sagði hún hlýlega. Hann
tók um báðar hendur hennar.
— Vivian, þú ert fegurri en nokkru sinni
fyrr. Hún vissi að það var satt. — Þú lítur
líka mjög vel út. Og það fannst honum ein-
mitt líka. — Mér líður alveg dásamlega,
sagði hann.
— En hvað varð svo um Kínaverzlunina?
— Ég kom þangað einmitt þegar kommún-
istarnir voru að brjótast suður eftir og strá-
drápu útlendinga eins og illgresi. En ég var
svo heppinn að komast til Indókína, þaðan
til Siam og síðan til Malayja. Ég er búinn
að vera hérna í nokkur ár og viðskiptin
ganga alveg hreint prýðilega.
Walter leit út eins og honum hefði skyndi-
lega verið ýtt til hliðar af hinni líflegu
framkomu Smiths, eins og þegar yfirborð
lítils vatns er skyndilega truflað með áköfu
grjótkasti. Skyndilega sló, þeirri tilfinningu
niður í Vivian, að Walter yrði eitthvað svo
lítill og fásigldur þarna við hliðina á Rafni,
og líf þeirra varð allt í einu svo fábreytt
og hversdagslegt samanborið við hans. Og
ferðalögin um Suðaustur-Ásíu urðu umvafin
ævintýraljóma í frásögn hans, meðan þau
sjálf fetuðu ofurhægt upp hringstiga þjóð-
félagsins.
Einhverju óvæntu og truflandi hafði skotið
niður í Rafni, leifum frá forfeðrum hans, far-
andsölunum, sem stálu sér kossi, meðan
jarðarberin spruttu og grasið skein í sól-
inni.
— Hann kann að spauga, drengurinn,
sagði Walter síðar, — en bankabækurnar
hans eru ekkert spaug. Hann græðir á tá
og fingri.
— Virkilega? spurði Vivian undrandi.
— En það er einkennilegt, hvernig honum
skýtur upp á ólíklegusíu stöðum.
Með sömu umhyggju og málari undirbýr
málverkasýningu, var Vivian að undirbúa
heimboð, þegar Walter kom henni á óvart,
með því að koma heim snemma dags, fár-
sjúkur. Tengdaforeldrar Vivian höfðu varað
hana við, og sagt að það yrði miklu auðveld-
ara að fást við sjúkdóminn í New York.
I fyrstu var Vivian alveg óhuggandi eftir
lát manns síns. í fyrsta skipti á ævi sinni
fannst henni, að hún væri fullkomnlega um-
komulaus og alein. Allt virtist henni óraun-
verulegt og framandi, og þó einkum hún
sjálf.
En smám saman fór hún að gera sér
grein fyrir aðstæðunum og byrjaði að undir-
búa sig undir hina löngu heimferð, og hún
var farin að setja sig inn í hið nýja hlut-
verk sem ung og aðlaðandi ekkja. Líftrygg-
ing Walters gaf henni þó nokkuð fé til að
koma sér af stað og hún gæti auðveldlega
fengið vinnu hjá innréttingaarkitekt, vinnu,
sem gæfi henni meiri ánægju en laun. Svo
þegar foreldrar Walters mundu deyja fengi
hún einnig arf eftir þau. Þessi nýja og
trygga framtíð virtist Vivian svo framandi,
að hún vissi varla hvað hún ætti að taka
sér fyrir hendur. Það var á þannig stundu,
sem Rafn kom ennþá einu sinni inn í líf
hennar.
— Vivian, sagði Rafn, — vertu kyrr hérna,
þar sem þú ennþá ert. Hann tók um hend-
ur henni og hélt þeim fast, eins og til að
fullvissa hana um, að hérna ætti hún heima.
Hún leit á hann, og gat ómögulega mun-
að eftir honum öðruvísi en svona rólegum
og öruggum. Rafn Smith. Og hún sagði
honum allt af létta um fyrirætlanir sínar.
— Það sýnir aðeins, að þú þekkir mig
ekki fyllilega. — Eða kannski þekkjum við
ekki hvort annað. Þú gætir ekki (myndað
þér hvað ég hef hugsað mikið um þig und-
anfarið, Vivian.
Framhald á bls. 47.
VIKAN 46. tbl. —