Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 26
Mð undanskildum þeim rituðum heimildum, sem til eru um framfarir og þess vegna var þar stofnað
mannlíf á íslandi f rúmar tíu aldir, þá er fátt annað fyrsta kaupfélag landsins og á Halldórs-
m sem sýnir okkur og sannar ýmsar staðreyndir um stöðum var sett á stofn einhverskonar ull-
líf fólksins, kynslóð fram af kynslóð. Jafnvel þótt arverksmiðja og settar niður vélar til þeirrar
t flesta hluti skorti meir á íslandi en grjót, þá er það iðju. Ungur maður frá Halldórsstöðum er Páll
tiltölulega nýtt fyrirbrigði að byggja varanlega úr Þórarinsson hét, fór til Skotlands til þess að
þvf. Mörg hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar, höfðu þjóð- afla sér þekkingar á ullarvinnslu og kynntist
ir sunnar í álfunni lært að byggja varanlegar steinbyggingar. þar ungri stúlku eins og gengur og gerist. Þau
Etrúrskarnir, sem talið er að hafi komið austan úr Litlu Asíu um gerðu alvöru úr kunningsskapnum og hann
800 f. Kr. og settust að í Toscanahéraði á ítalfu, þeir byggðu heil- hafði Lizzie með sér heim. Má vel gera sér
ar borgir úr steini, lögðu vatnsleiðslur og hlóðu skolpræsi. Löngu í hugarlund, hvernig það hefur verið fyrir
áður en norrænir vfkingar lögðu leið sfna út til fslands, höfðu unga stúlku frá Skotlandi að flytjast f torf-
Rómverjar lært að búa til steinlím og margar mikilfenglegar stein- bæ í Laxárdal á öldinni sem leið. En Lizzie
byggingar, sem byggðar voru um og fyrir daga Krists, standa enn ílendist í Laxárdal og þar búa nú synir
og vitna um frábæra verkmenningu, hugvitssemi og listasmekk. hennar.
Svo undursamlegar voru steinbyggingar Forn-Grikkja, pýramídar — — —
og musteri Egypta, að það gegnir í rauninni furðu að sú verk- Ég held að Þverá f Laxárdal sé einhver
kunnátta skyldi ekki berast að einhverju leyti norður hingað á merkilegasti bær, sem ég hef komið á. Ekki
margra alda skeiði. endilega vegna þess að þar sé 114 ára
Meðan menningarþjóðirnar við Miðjarðarhafið byggðu dýrindis gamalI torfbær, sem enn er búið í, heldur
hallir og reistu margra mannhæða flúraðar súlur úr einsteinung- Vegna þess, að það ríkir alveg sérstakur
um, þá hlóðu landnámsmenn á íslandi tóftir úr grjóti og torfi ancji þar, bæði utan húss og innan. Mér
og gerðu yfir rneð þeim takmarkaða við, sem fundinn varð í land- finnst eins og þar séu leifar af þeirri rót-
inu eða var fluttur út þangað. Þar með skapaðist íslenzk bygg- gr6nu bændamenningu, sem nú er að mestu
ingarhefð, sem átti eftir að standa af sér rás tímans í liðlega tíu byrjr bí. Sú menning var traust og góð
aldir eða allt fram yfir sfðustu aldamót. Meðan þrælahald var enn enda þótt hún væri eðlilega mjög takmörk-
við líði og svo átti að heita, að glæsibragur nokkur væri á höfð- en nú hefur hún verið látin ! skiptum
ingjum, þá tíðkaðist það að tjalda þessi endingarlitlu híbýli að fyrir tækifærissinnuð og rótlaus viðhorf,
innan og hefur það ugglaust gert þau mun vistlegri. Víst má stríðsgróða og kapphlaup um efnisleg gæði.
telja, að þá hafi verið byggðir stærri skálar og glæsilegri bæir, Á Þverá býr Jónas Snorrason, hreppstjóri,
en sfðar varð á löngu kúgunar og þjáningarskeiði þjóðarinnar. En hógvær maður og stillilegur í framkomu,
allt frá upphafi og fram yfir síðustu aldamót bera íslenzkar bygg- greindur vel og nokkuð við aldur. Hann
ingar vanefnunum vitni; húsin eru höfð mörg og mjó til þess að bauð mér að ganga til stofu ásamt sam-
nýta stutta viði, þökin brött til þess að verjast lekanum. ferðafólki mínu og það var að sjálfsögðu
í úrkomunni sunnanlands stóðu torf- og grjótveggir ekki lengi. þegið með þökkum. Öll umgengni utan bæj-
Vatnsveðrin og holklakinn hjálpuðust að við að fella þessa völtu ar sem innan ber vott um þá snyrtimennsku,
veggi og það kom í hlut hverrar einustu kynslóðar að hressa þá sem heyrir til undantekningum á íslandi.
við. Norðanlands stóðu torfbæirnir lengur og þar eru nú þeir, sem þar sést hvergi drasl, sem annars vill safn-
elztir eru og uppi standa. Glaumbær og Grenjaðarstaður eru meðal ast fyrir á bæjarhlöðum eða að húsabaki.
þeirra, og þeir bæir eru nú raunar aðeins byggðasöfn. Fjárhúsin úti á túninu, heyfyrningarnar frá
Þverá í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu er hins vegar elzti bær fyrri árum, kirkjugarðurinn og bæjarþilin;
á íslandi, sem búið er í. Sá bær hefur fjórtán ár framyfir öldina; þag Var allt snyrt og nostursamlega strokið, Gamli bærinn á Þverá í Laxárdal,
hann var að mestu byggður 1850 og hefur ekki verið breytt síðan. Kht og hver hlutur væri einn af fjölskyld- elzti bær, sem nú er búið í á íslandi.
_________ unni á bænum með fullum rétti og aðild. Hann var að mestu byggður 1850. (>
Ég kom að Þverá í sumar, þegar óþurrkarnir voru að hrella þá
fyrir sunnan, en bændur löngu búnir að hirða töðru sfnar í þing-
eysku dölunum. Ekki man ég til þess að hafa áður séð svo litríkt
hraun sem það er eitt sinn flóði fram þennan dal. Þar var lita-
dýrð eins og í rósabeði og mér er það sérstaklega minnisstætt vegna
þess að nokkru áður hafði einn góðbóndi í Reykjadal haft á orði
við mig, hversu Ijótt það væri, hraunið í Laxárdal. En svona er
það, að sínum augum lítur hver á silfrið og bóndinni hefur vafa-
lítið haft í huga hina búsældarlegu fegurð, sem alltaf hefur grjót
fyrir fullkomna andstæðu. Hann hefur séð það fyrir sér, hvað
dalbotninn væri búsældarlegur með starengi eða túnum í stað
hraunsins.
Mér fannst Laxárdalurinn að mörgu leyti sérkennileg byggð og
mig grunar að ýmis svokölluð verðmæti hafi annað verðgildi þar
en til dæmis á Suðurlandi. Það mun alls ekki óþekkt fyrirbrigði,
að vatn sé enn sótt í brunn. Rás tímans og breyting viðhorfanna
hefur látið þennan dal afskiptalausari en aðra landshluta. Þetta
sem í daglega mælta máli er nefnt framfarir, það hefur ekki
þjakað Laxdælinga tii muna. Enda segir mér svo hugur um, að
þeir standi í nánara sambandi við allífið og náttúruna og séu
sfður drepnir af of mikilli vinnu en ýmsir aðrir. Mér er sagt, að
bókaútlán í Lestrarfélagi Laxdæla séu meiri en dæmi sé hægt
að nefna úr nokkru öðru lestrarfélagi í íslenzkum byggðum og
það segir sína sögu.
Laxá bugðast silfurtær um hraunið og eykur á þá óhaggan-
legu rósemi, sem ríkir í þessum dal. Þar hafa sumstaðar verið
hlaðnir langir garðar úr grjóti og afmörkuð gerði fyrir búpen-
ing á þeim tímum, þegar gaddavír var ennþá óþekktur varning-
ur. Hlíðin austan við dalinn er nokkuð brött og víða kjarri vaxin,
en vesturhlíðin er meira aflíðandi og þar standa flestir bæirnir
á móti morgunsólinni. Einn þeirra er Halldórsstaðir, þar sem frú
Lizzie bjó svo sem margir þekkja. Þeir höfðu nefnilega einhvern
pata af þvi í Laxárdal á öldinni sem leið, að framfarir væru
Bæjardyrnar voru rúmgóðar og tyrfðar
með torfi, sem var eins og mjúkt teppi að
ganga á. Það eru engin löng og skuggaleg
göng á Þverá, aðeins þessi tyrfða forstofa
með angan moldar eins og jafnan verður
fundin í gömlum bæjum. Frá bæjardyrun-
um lá gangur til stofu, sem hefur á sfnum
tíma þótt vegleg,- þar er lágt til lofts, bit-
ar i loftinu og blámálað. Uppundir miðjan
vegg er viðarklæðning, eik að því er mér
virtist, en veggfóður þar fyrir ofan. Það
var fremur kalt þarna inni, öllu kaldara en
úti, virtist okkur, en Jónas hreppstjóri sagði,
að það yrði aldrei kalt í þessum bæ. „Frosta-
veturinn mikla, 1918," sagði hann, „þá var
aldrei mjög kalt í bænum á Þverá, en þá
varð 24 stiga frost í svefnherbergi í ný-
byggðu húsi á Húsavík."
Húsfreyjan bar fram kaffi í postulínsboll-
-O- Séð heim að Þverá neðan af tún-
inu. Gamli bærinn er 114 ára, en
kirkjan nokkru yngri. Hún er byggð
úr tilhöggnu grjóti, sem tekið var í
fjallinu handan árinnar.
Jónas Snorrason, bóndi og hreppstjóri
á Þverá. Hann hefur aila ævi búið i
gamla bænum á Þverá, sömuleiðis
Snorri, hreppstjóri, faðir hans, en Jón
Jóakimsson, afi hans, byggði bæinn
og kirkjuna. 0
20 — VXKAN 46. tbl.