Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 12.11.1964, Qupperneq 28

Vikan - 12.11.1964, Qupperneq 28
ÞAR HEFUR TÍMINN SÉRSTAKAN GANG um, sem mundu sóma sér í hverri höll og kvenþjóðin fór að inna hreppstjórann eftir því, hvort postulínið væri ekki æva- gamalt. „Þetta er nú víst nýja stellið," sagði Jónas, „það er 40 ára. Gamla stellið er hins vegar 80 ára." Einhver lét í Ijós áhuga á því að fá að sjá það, en hreppstjórinn eyddi því með hógværð. Það var einhversstaðar niðri í kistu. Mér fannst timinn hafa annan gang í þessum bæ en utan hans. Rósemin sem ríkti þar var næstum því áþreifanleg, kapphlaupið við tímann eða öllu heldur tímaleysið líklega óþekkt fyrirbrigði. Út um örsmáar rúður gluggans sást niður í matjurtagarðinn, þýfða brekkuna þar fyrir neðan og síðan í Laxá milli hraunnefjanna,- allt svo rótgróið og staðfestulegt með svip aldanna fremur en áranna. Uppi undir lofti í stofunni á Þverá er vegleg Ijósmynd af Jóni Jóakimssyni, bónda á Þverá og afa Jónasar hreppstjóra. Hann var reffilegur karl með stórt alskegg eins og tilhlýðilegt þótti á þeirri tíð, mætur dugnaðarmaður og stórbætti jörð- ina. Það var raunar hann, sem á heiðurinn af því að hafa byggt þennan bæ, sem enn stendur elztur bæja. Þá mun hafa verið talið prýðilega byggt á Þverá og það hefur kannski verið ein ástæðan fyrir þvi, að vagga samvinnuhreyfingar- innar stóð einmitt þar.- Kaupfélag Þingeyinga, fyrsta kaupfélag á íslandi, var stofnað á Þverá veturinn 1882. En ástæðan mun einnig hafa verið sú, að einn aðal hvatamaðurinn að stofn- un félagsins, Benedikt, síðar kenndur við Auðnir, var einmitt sonur Jóns bónda á Þverá og átti líklega heima þar um þetta leyfi. Vegna þessa hefur það þótt koma til greina, að Kaup- félag Þingeyinga eignaðist og varðveitti þennan gamla bæ, þegar hætt verður að búa í honum og væri það vel til fallið. Ein ástæða þess, hvað bærinn á Þverá hefur staðið vel af sér árin er sú, að þil og yfirgerð voru byggð úr rekaviði utan frá Skjálfandi eða Tjörnesi, sem fluttur var á hestum upp að Þverá og síðan ristur niður í borðvið og bita með handafli. Má nærri geta, að það hefur verið bæði mikið verk og erfitt. Jón bóndi Jóakimsson lét ekki staðar numið við bæjar- bygginguna, en byggði siðar veglega kirkju, sem enn stend- ur með sömu ummerkjum, enda verður hún að teljast ein þeirra sárafáu bygginga, sem byggðar voru úr varanlegu efni á 19. öldinni. iKrkjan var byggð út tilhöggnu grjóti, sem tek- ið var í fjalIshlfðinni á móti, handan árinnar. Það var flutt yfir um á ísum og límt saman með kalki. Og vegna þess að þannig var um búið, þá mun þessi kirkja að líkindum Framhald. á bls. 48. Hór situr hreppstjórinn í stóssstofunni ó Þverá. Loftið er blá- má'að en viðark’æðning neðan til á veggjum. Stóra myndin er af Jóni Jóakimssyni, sem byggði bæinn. O 28 — VIKAN 46- tbl- Ekta silki-fegrunarmeðul Hún er stúlkan, sem notar silki næst húðinni . . . svo hún fær töfrandi Ijóma . . . Ekta silki andlitspúður. . . Silki dagkrem og silki MINUTE MAKE UP (hún tekur það auðvitað með sér hvert sem hún fer). Aðeins silki þekur svo dásamlega. NÚ I NÝJUM HYLKJUM Stórkostlegt litaúrval Skýrar og eðlilegar varalínur Hinn nýi tízku varalitur frá Helene Rubin- stein er lengri og grennri en annar vara- litur, sem þér hafið áður notað. Árangurinn - þér fáið fullkomnari línur og mjúka áferð á varir yðar með aðeins einni yfirferð! Reynið hina nýju tfzkuliti. V

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.