Vikan - 12.11.1964, Side 46
♦ *
hendurnar. Þeir voru vanir að segja þeim, sem framhjá fóru, að þeir
væru heiðarlegt fólk, sem hefðu misst hús sín í eldi eða eigum þeirra
hafði verið eytt í stríðinu. Mercandiers létust vera fyrrverandi kaup-
menn, sem þjóðvegaræningjar hefðu rænt og convertis, sem játuðu að
þeir hefðu smitazt af guðlegri veiki og væru orðnir katólikkar.
Drilles og narquois, sem voru fyrrverandi hermenn, fengu ölmusu
sína á þann hátt að beita sverðunum, ógna og hræða friðsama borgara,
en ,,munaðarleysingjarnir“, lítil börn, sem héldust í hendur og grétu
af hungri, reyndu á þann hátt að mýkja hjörtu samborgaranna.
Allir þessir betlarar guldu Stóra Coesre skatt og hann hélt uppi lög-
um og reglu milli hinna mismunandi flokka. Sols, écus og jafnvel gull-
molar féllu í koparkrúsina.
Hörundsdökki maðurinn hafði ekki augun af Angelique. Hann gekk
fast upp að henni, snerti hönd hennar léttilega, og þegar hún hrökk
undan, sagði hann fljótmæltur:
—- Ég er Rodogone Egypzki. Ég ræð yfir fjögur þúsund mönnum í
París. Allar sjálfsölukonurnar gjalda mér skatt, og sömuleiðis sígauna-
konurnar, sem lesa framtíðina úr höndum fólks. Viltu verða ein af kon-
unum mínum?
Hún svaraði ekki. Tung-lið var nú yfir turni kirkjunnar og beinagarð-
inum. Framan við predikunarstólinn var nú röð af raunverulegum og
fölskum vanskapningum, þeim sem höfðu fatlað sjálfa sig beinlinis til
að vekja samúð, og einnig þeir, sem í skuggum kvöldsins gátu fleygt
hækjunum og tekið af sér sáraumbúðirnar. Þessvegna hafði þessi sam-
koma hlotið uppnefnið Hirö KraftaverJcanna.
Þeir komu frá rue de la Truanderie, frá Passage du Caire, frá út-
hverfum Saint-Denis, Saint-Martin og Saint-Marcel, frá rue de la Jussi-
enne og Saint-Marie-l’Egyptienne. Allir þessir gervisjúklingar og Fran-
ces-Mitous, sem tuttugu sinnum á dag féllu i dauðateygjum á betlistöð-
um sínum, eftir að hafa reyrt bönd um handlegg sér til að stöðva æða-
sláttinn nú komu þeir hér, einn eftir annan, og guldu skatt þessari af-
skræmdu veru, sem þeir höfðu samþykkt sem yfirmann sinn.
Rodogone egyptzki lagði hendina aftur á öxl Angelique. Að þessu
sinni hörfaði hún ekki undan. Hönd hans var heit og lifandi, en hún
fann til kulda! Þessi maður var sterkur og hún var veik. Hún leit í átt-
ina til hans og ieitaði i skugganum undir hatti hans að línunum í þessu
eina andiiti, sem ekki fyllti hana skelfingu. Hún sá ílöng augu sígaun-
ans glitra eins og hvítgljáandi gljábrennslu. Hann formælti milli saman-
bitinna tannanna, og hallaði sér upp að henni.
— Viltu verða Marquise? Já, ég býst við, að ég myndi bjóða svo
mikið!
—- Myndirðu þá hjálpa mér að drepa einhvern? spurði hún.
Glæpamaðurinn keyrði hausínn aftur á bak í hræðilegum hljóðlausum
hlátri.
— Tíu eða tuttugu ef þú vilt, en þú verður að benda á manninn og
ég sver, að í dögun munu innýfli hans liggja á götunni.
Hann spýtti í lófa sinn og rétti fram hendina.
— Taktu í! Það er samningur!
En hún setti hendurnar aftur fyrir bak og hristi höfuðið.
— E'kki strax.
Hann bölvaði aftur. Gekk eitt eða tvö skref aftur á bak en hafði ekki
augun af henni.
— Þú ert þver. En ég vil fá þig. Ég ætla að fá þig.
Angelique strauk sér yfir augun. Hver hafði sagt áður þessi sömu,
ljótu, græðgislegu orð? Hún mundi það ekki.
Það sló í brýnu miili tveggja hermanna. Nú höfðu betlararnir goldið
sinn skatt og röðin var komin að glæpamönnunum. Þeir komu fram á
sviðið; verstu glæpamenn höfuðborgarinnar; ekki aðeins pyngjuþjóf-
ar og yfirhafnaræningjar, heldur leigumorðingjar, vasaþjófar og lása-
brjótar; og i hópi þeirra voru siðlausir stúdentar, þjónar, fyrrverandi
galeiðuþrælar og mikill fjöldi af útlendingum, sem höfðu orðið inn-
lyksa upp úr stríðinu: Spánverjar, Irar, Þjóðverjar, Svisslendingar og
Sígaunar.
Allt í einu ruddu aðstoðarmenn Stóra Coesre sér leið í gegnum mann-
fjöldann, með Þvi að berja um sig með svipum og komu í áttina að leg-
steininum, sem Angelique hallaði sér upp að. Það var ekki fyrr en þessir
skuggalegu menn hölluðu sér yfir hana, að hún skildi, að þeir höfðu
komið að sækja hana. Fyrirliði hópsins var maðurinn, sem kallaður
var Jean gráskeggur.
—■ Konungur undirheimanna spyr, hvaða meri þetta sé sagði hann og
benti á hana.
Rodogone þreif um mitti ungu konunnar.
— Hreyfðu þig ekki, hvíslaði hann. — Ég skal sjá um þetta.
Hann lyfti henni og bar hana upp að predikunarstólnum. Hann leit
hrokafullur en þó tortrygginn á hópinn allt i kring um þau, eins og
hann ætti von á, að óvinur birtist og rifi af honum herfangið,
Stígvél hans voru úr góðu leðri og yfirhöfn hans var órifin. Ange-
lique tók eftir þessu, án þess að gera sér grein fyrir. Hún skelfdist
ekki þennan mann. Hann var vanur að neyta aflsmunar og berjast. Hún
beygði sig undir tök hans, eins og sigruð kona, sem þarfnast húsbónda.
Þegar þau stóðu fyrir framan Stóra Coesre, rétti Egyptinn úr sér
til fulls, hallaði sér áfram, spýtti og sagði:
— Ég, Egypzki hertoginn, tek mér þessa konu fyrir Marquise.
■—■ Nei, það gerir þú ekki, sagði lág en ruddaleg rödd fyrir aftan þau.
Rodogone snarsnerist á hæli:
— Calembredaine!
Fáein skref frá þeim sá hún í tunglsljósinu manninn með fjólubláa
örið, sem tvisvar áður hafði borið henni fyrir augu í París.
Hann var jafnhár Rodogone, en þreknari. Rifin klæði hans sýndu
vöðvastælta handleggina og loðið brjóstið. Hann var sterklega byggður,
stóð gleitt og stakk þumalfingrunum undir leðurbeltið og starði óskamm-
feilinn á sígaunann. Líkami hans var unglegri en afskræmt andlitið und-
ir gráum hárflókanum. Hann var með lepp fyrir öðru auganu, en í
gegnum hárlufsurnar glitraði hitt augað.
Ó, þetta er skelfilegur staður, hugsaði Angelique, — skelfilegur staður!
Hún hörfaði aftur á bak i áttina til Rodogone. Egypzki hertoginn
rakti upp úr sér formælingar gagnvart þesum óvænta keppinaut.
— Bófi, tíkarsonur, þorparadjöfull, mannhræ, nú er stundin runnin
upp. Hér er einum of margt.. ..
— Skelltu aftur á þér þverrifunni, hreytti Calembredaine út úr sér.
Svo spýtti hann í áttina til Stóra Coesre. Þessi spýting virtist vera
— VIKAN 46. tbl.
I