Vikan

Eksemplar

Vikan - 07.01.1965, Side 16

Vikan - 07.01.1965, Side 16
SUMARAUKI í SUÐURLÖNDUM III. GREIN EFTIR GfSLA SIGURÐSSON Höfnin í Napolí og hluti borgarinnar. Fremst á oddanum að baki er Nýi Kastali og illræmdustu hafnarhverfin eru þar upp af. Vesú- víus í baksýn. önn dagsins á götu í Napolí: Asnakerrur, burðarmenn, torgsalar, söluvarningur utan á húsveggjum, ávaxtahrúgur, slátur, flugna- ger, súr lykt, sæt lykt og óendanlegar raðir af þvotti. HOIT 06 DflGIIR I NflPOLI Fáum borgum hefur verið sungið annað eins lof og Napoli. Þar sýnist mörgum að fegurðin ríki ein og drottinn allsherjar hafi ver- ið óvenju örlátur á lysti- semdir náttúrunnar, líkt og hann vildi segja: Hér er sjálft sveins- stykkið, kóróna sköpunarverks- ins, þversumman af náttúrufeg- urð jarðarinnar. Eftir að menn höfðu setzt að á þessum stað og gert heyrin kunnugt um fegurð- ina, þá var það látið út ganga að menn skyldu sjá Napoli og deyja síðan. Það bar þó ekki að skoða sem skilyrði, heldur skyldu menn ekki búast við því á eftir að sjá neitt fegurra. Tómas Sæmundsson lagði land undir fót 1832 og ferðaðist allar götur suður til Sikileyjar. Hann kom við í Napoli og farast hon- um svo orð um þá borg: „Napoli er allra borga mest á ítalíu og ríkust að fé og mann- afla. Teljast í henni eitthvað 358.000 innbúar þar á meðal alltjend 60.000 lazzarónar. Þykir sumum sem borg þessi að feg- urðinni til, þegar á allt er litið, landslagið umhverfis, loftslagið og bæjarstæðið og hversu hér er hýst, trautt eigi sinn líka í heimi, og vissulega er það aðdáanlegt og eftirtektarvert, hversu þessi staður hefur að kalla allt það til að bera í einu, sem menn helzt gangast fyrir að láta sér finnast um, hvort heldur litið er til nátt- úrunnar dásemda eður þess, sem komið er undir að mannlegri til- stuðlun...“ Ýmislegt hefur að vísu breytzt síðan Fjölnismaðurinn Tómas átti leið um Napoli. Það sem orðið hefur til fyrir mannlega tilstuðl- an stenzt engan samanburð við borgarstæðið og útsýnið; húsin, sem Tómas segir glæsileg, hafa mjög látið á sjá á þessum 133 árum, ef þau hafa einhverntíma verið fögur. Napoli hefur þanizt út, en jafnframt orðið borg fá- tæktarinnar. Hún telur nú tutt- ugu og sjö þúsund manns um- fram milljón. Það húmar; flóinn verður dimmblár og það markar skýrt fyrir Vesúvíusi þrátt fyrir haust- móðuna. Kvöldroðinn allra neðst á himinum speglast á flóanum allt út til Sorrento og Capri. Ljós- gul og brúnleit húsin í bröttum hæðum Napoliborgar renna sam- Galleríin svonefndu. Það eru yfirbyggSar götur nálægt höfn- inni, aðsetursstaður rumpulýðs eftir lágnættið. an, en það verður engin ljósa- dýrð þótt dimmi. Ekki í Napoli. Þeir fara sparlega með ljósmeti og hafa þar fyrir utan hlera fyr- ir gluggum. Ég sat úti á svölun- um þetta kvöld og horfði á bíl- ana, sem komu heim að hótelinu með nýja og nýja gesti. Gesti, sem komnir eru til að gista þann stað, þar sem fólkið lifir í augna- blikinu án fyrirhyggju, rétt eins og fuglar himinsins. Ég sá út í kviku lífsins ofan af þessum glæsilegu hótelsvölum; sá inn um einstaka glugga þar sem tötraleg- ar húsmæður voru að sýsla við verkin og krakkarnir að fljúgast á. Sennilega hefur hótelið verið gömul aðalshöll, en verið breytt í hótel ekki alls fyrir löngu og nú ganga íslenzkir ferðalangar undir krystalsljósakrónurnar, rétt eins og þeir væru greifar og barónar. Fólkinu í Napoli og í ítölskum borgum yfirleitt hefur alltaf þótt það viðkunnanlegt að hafa slatta af barónum með til- hlýðilegt magn af krystal og gulli í kringum sig. Nú gegna ferða- menn þessu hlutverki, en Napoli- fólkið horfir ekki á þá forvitnis- augum eins og gert er í fáförnum útkjálkaplássum á íslandi. Þeir líta ekki upp; ekkert er sjálf- sagðara en túristinn. Og hann hefur heldur ekki nein áhrif, Napolibúar halda sínum siðum, sínu stórlega ámælisverða áhyggjuleysi, hvað sem kann að bera fyrir augu frá öðrum og óviðkomandi löndum. í Napoli hefur manneðlið feng- ið að blómstra óhindrað; þar sér í opna kviku þess, þar er engu leynt því dagurinn í dag er feg- urstur og beztur allra daga með angan blóma, krydds og ljúf- fengra vína. Þetta er sjálfur frumskógurinn, hinn upprunalegi íverustaður mannsins, þar sem hann getur verið sjálfum sér sam- kvæmur og frjáls. Þar er ekkert víst um máltíðirnar að morgni, en í dag er ég saddur og þá syng ég eins og fuglarnir í skóginum; veiti hverri tilfinningu útrás, svala hverri nautn. Aðeins ein stétt manna hefur enn minna að gera en fátæklingarnir: Það eru þeir læknar, sem leggja stund á geðsjúkdóma. Þeir eru ekki til í Napoli og raunar afar sjaldgæf- ir á ítalíu. En ástríðuhitinn og áhyggjuleysið hefur uppfóstrað JQ VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.