Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 6
HOIVIJMN IM Maytag Innbyggður bakarofn með tímarofa, grilli, Ijósi og gleri I hurð. n o ivi rj ím Maytag Eldhúsvifta með viðarkola- síu með Ijósi og tveim hraðastillingum. H C WA ISI In Maytag 2 venjuiegar og 2 sjólfvirkar plötur með 12 hitastillingum og tímarofa ó einni plötu upp í 10 klst. greiðsluskilmálar FAUNN FJÁRSJÓÐUR. Góði Póstur! Nú ætla ég að leita á þínar náðir og biðja þig um svör við nokkrum spurningum. Þær eru úr sín hverri áttinni, en það kem- ur vonandi ekki að sök. En hér koma svo spurningarnar: l.a) Ef einhver eða einhverjir finna fjársjóð, annað hvort í jörðu eða á hafsbotni, eiga þeir fullan eignarétt á honum (miðað er við gömul auðæfi) eða hvernig skiptist hann? 1. b) Er sama hvort finnandi eða finnendur eru innlendir eða útlendir menn? 2. Ef maður sendir tímariti sögu til birtingar og gefur upp nafn og heimilisfang ásamt fyrir- spurn um, hvort ritlaun eigi að greiðast fyrir handritið. Má þá viðkomandi tímarit birta söguna án þess að greiða ritlaun? (Mað- ur talar nú ekki um að þakkað sé fyrir). 3. Viltu birta fyrir mig ísl. þýðingu á textanum „Amorella“, sem Haukur Morthens hefur raul- að inn á plötu. Að vísu eru nokk- ur íslenzk orð í þessum texta en ég fæ samt ekki út, hvað text- inn eiginlega fjallar um. Með beztu óskum um gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir þennan ágæta póst. Vonast eftir greinagóðum svörum. Forvitinn. ---------l.a) Það er alveg ör- uggt mál, að þessa spumingu er hægt að flækja alveg milli fjalls og fjöru, jafnvel þótt hún sýn- ist einföld og þægileg.Lögfræð- ingar væru ekki í neinum vanda með að skrifa bók upp á 300 blaðsíður um þessa einu spurn- ingu og öll hugsanleg svör við henni. Málið er nefnilega ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera. 1 fyrsta lagi er hreint alls ekki sama hver fjársjóðurinn er eða í hvaða mynd hann er. Verið gæti t.d., að hann félli beint und- ir þann flokk sem nefndir eru fomgripir og hefði aðallega gildi samkvæmt því. Það er heldur ekki sama hvemig fjársjóðurinn hefur komizt á staðinn, hvort hann hefur verið grafinn niður, týnzt eða komizt þangað á annan hátt. Þarna gæti t.d. verið um námu að ræða, og þá gilda námu- lögin um fundinn. Það er heldur hreint ekki sama hver landeig- andinn er, einstaklingur eða ríki. Það er heldur ekki sama hvort fjársjóðurinn er ofanjarðar eða neðan. Ef hann er í sjó, þá er ekki sama hvort hann er innan landhelgi eða utan, eða hvort hann er í f jöru fyrir eignarlandi. Þess vegna treysti ég mér ekki til að svara spurningunni svona alveg út í bláinn. En segðu mér, góði hver og hvar fjársjóðurinn er, og þá skal ég allavega hjálpa þér til að grafa hann upp. Lb) Nei. 2) Nei. 3) Nei. KAUNIN ERU ÓGRÓIN. Heill og sæll, Póstur, og gleði- legt ár. Ástæðan til skrifa minna er sú, að ég var að lesa grein í Vikunni er nefndist: Kaunin á andliti borgarinnar. Þetta var grein sem hafði fullan rétt á sér, en hún endar á því, að Vikan vilji gjarnan gera það að bar- áttumáli sínu, að kaunin verði þurrkuð af andliti borgarinnar. En hvers vegna þetta baráttu- mál ykkar er horfið af sjónar- sviðinu það skil ég ekki. Það hefur kannski drepið í ykkur kjarkinn, að einn búandi í slumminu fór að fjargviðrast út í þessa grein, með bréfi til Pósts- ins. Ef svo er, þá eruð þið ekki menn til að gegna ykkar hlut- verki til fulls. Því það á ekki að vera eina verk blaðamanna að fóðra lesendur á hvað James Bond er klár að koma Dr. No fyrir kattarnef og öðru þesshátt- ar. Þeir verða líka að opna augu lesandans fyrir því sem aflaga fer. Að lokum vil ég þakka Póstin- um fyrir skemmtileg og hnitmið- uð svör, því þau halda honum uppi en ekki nöldurbréf eins og þetta. Leyfðu bréfakörfunni að hýsa bréfið að lestri loknum! Sigurður Jónsson. --------Nöldurbréf eins og þetta hefði átt að lenda í körfunni, það er alveg rétt hjá þér. Þegar Vikan birti umrædda grein, „Kaunin á andliti borgarinnar“, þá var sagt eitthvað á þá leið, að Vikan skæri upp herör gegn óviðurkvæmilegu húsnæði. Vik- an skar upp herör með grein- g VIKAN 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.