Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 12
Dagur Þorleifsson tók saman í París sáu menn skæra stjörnu á himni um hábjartan dag, f Þýzkalandi rigndi blóSi, í Englandi varð fólk vart við hræðilegar ófreskjur, þar á meðal slöngu með tvö konuhöfuð og stóra leðurblökuvængi. Þetta þóttu öruggir fyrirboðar um drep- sótt og hjátrúarfullur lýðurinn hlýddi skelfingu lostinn á frásagnirnar. Nokkru fyrir mifSja fjórtándu öld lenti Frakkland, sem siðan á krossferðatimunum hafði verið voldugasta ríki Evrópu, i striði við ötulan og metnaðargjarnan keppinaut, England, sem allt frá tímum Vilhjálms bast- arðar hafði talið sig eiga rétt á ýmsum hinna frjósömu frönsku héraða, og þeim heldur fleiri en færri. Einkum deildu ríkin þó um áhrif í Flandern, sem með sínum mikla vefnaðariðnaði var lífsnauðsynlegur markaður fyrir hina ensku ullarframleið- endur. Sem betur fór fyrir þá brosti stríðsgæfan við löndum þeirra í fyrstunni; í orrustun- um við Sluys og Crecy unnu Englendingar stórsigra, sem enn eru mjög í minnum hafð- ir með þeirri þjóð. Ekki urðu þó viðburðir þesir til að binda enda á stríðið, en engu að síður urðu hernaðaraðilar litlu síðar að slíðra vopnin um stund, ekki sökum þess að þeir væru neitt farnir að trénast upp á ránum og manndrápum, heldur af því að þeir stóðu skyndilega andspænis nýjum og sameiginlegum óvini, sem kvistaði báða jafnt á stórtækari hátt en áður hafði þekkzt. Þessi stríðsgarpur var Svarti dauði, sem á árunum 1348—51 fór sem logi yfir akur um Evrópu sunnan- og vestanverða. Þesi hroðalega plága var upprunnin í Asíu og barst þaðan vestur á bóginn. Þótti hún ekki hvað síst geigvænleg fyrir þær sakir, að hún lagðist fyrst og fremst á ungt fólk og hraust. Petrarca, renessansskáldið fræga, sem sjálfur varð vitni að ógnum drepsótt- arinnar, segir í bréfi einu, að síðari tíma menn muni eiga erfitt með að setja sér fyrir sjónir þau hroðalegu hervirki, sem hún gerði. Hann bendir hryggur á yfirgefin hús, mannlausar borgir og hinn dapurlega tómleika, sem allsstaðar rikti. Samtíðin stóð furðu lostin gagnvart þessu fyrirbrigði. „Snúið ykkur til sagnaritaranna," se$r Petrarca, „og þeir steinþegja. Spyrjið lækn- ana, og þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Spyrjið heimspekingana — og þeir yppta öxlum, hnykla brúnir og leggja fingur á munninn. Hvernig eiga kynslóðir komandi tíma að geta trúað því, að annað eins hafi skeð?“ Það er þó 'Boccaccio, annað höfuðskáld ítölsku endurreisnarinnar, sem skráð hefur þá samtímalýsingu á Svarta dauða, sem frægust hefur orðið. Ilana er að finna í Dekameron, hinu nafnkunna liöfuðverki snillingsins. Þar segir frá nokkrum ungum dömum og herrum, sem flúðu undan plág- unni til landsseturs nokkurs í nánd við Flórens. Svo segir Boccaccio: „Nú er frá því að segja, að þrettánhundr- uð fjörutiu og átta árum eftir fæðingu Guðs Sonar varð sú góða borg Flórens, liin feg- ursta i Ítalíu allri, slegin banvænni pest, sem Guðs réttlát reiði, sökum hreyfinga himintunglanna og vorra eigin misgerða, hafði sent oss dauðlegum til betrunar. Pest- in hafði brotizt út noltkrum árum fyrr austur í löndum, hvar hún hafði drepið ótrú- legan fjölda íbúanna, og þaðan hafði hún viðstöðulaust breiðzt út frá einum stað til annars, uns hún einnig náði til Vestur- landa, flytjandi með sér dauða og tortim- ingu. VIKAN 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.