Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 30
1958 VILL HELZT VERA Á ÍSLANDI Sigríður Þorvaldsdóttir var útskrifuð úr leikiistar- skóla Þióðleikhússins, þegar hún vann fyrstu verð- laun í keppninni 1958. Hún ótti í dólitlum erfiðleik- um með að mæta í keppninni, því hún var þá einmitt að leika í „Kysstu mig Kata", en skrapp í keppnina milli þátta. Ari síðar fór hún svo til Bandaríkjanna og tók þátt í keppninni á Long Beach, en dvaldizt þar síðan áfram í 3 ár og var við nám í leikskóla í Hollywood og lék svo víða með úrvalsflokki frá skólanum. Hún kom fram í Squaw Valley, í sambandi við Olymplu- leikana, var oft í sjónvarpinu og fékk fjölda tilboða um atvinnu. Foreldrar hennar fluttu til hennar 1961 og faðir hennar, Þorvaldur Steingrímsson, fiðluleikari, lék um skeið í hljómsveitinni í Hollywood Bowl, en ári síðar fluttu þau til Dallas, þar sem Sigríður fékk samning við leikhúsið Dallas Theatre Centre og lék þar í tvö ár í ýmsum hlutverkum. Faðir hennar lék þar í Sinfóníu- hljómsveit Dallas og móðir hennar vann fyrir hár- kollufyrirtæki þar, en hún er hárgreiðslumeistari og hefur kennt báðum dætrum sínum þá list. Sigriður fór svo m.a. með leikflokki til Evrópu og lék í Frakklandi og Belgíu, en aldrei var það ætlun hennar né foreldranna að ílendast erlendis að ráði, og þóft þau hefðu það í alla staði gott, fannst þeim öllum sem rætur þeirra væru hér heima, þar sem ættmenni og kunningjar búa. Sigríður ætlaði aldrei að vera svona lengi erlendis, kannske í nokkra mán- uði í mesta lagi, og aldrei dreymdi hana um að þátttaka hennar í fegurðarsamkeppninni hérna heima mundi verða upphafið að 5 ára dvöl hennar erlendis og 3 ára veru foreldranna þar. Þá er ótalið að systir hennar hitti í Bandaríkjunum sinn útvalda og er þar nú gift og búsett. Sigríður hefur fengið mörg og góð tilboð um að leika í ákveðnunt hlutverkum úti, en vill nú doka við hér heima og helzt ekki vera annars staðar. Hún er nú á föstum samningi hjá Þjóð- leikhúsinu og leikur m.a. í „Stöðvið heiminn . . ,,Þetta ævintýri hófst allt með fegurðarsamkeppn- inni hérna heima," segir Sigríður, ,,og ég mundi ekki hika við að taka þátt í henni aftur, ef ég ætti að lifa það tímabil upp á nýtt. Ég sé ekkert athuga- vert við það, að ungar stúlkur taki þátt í slíkri keppi, ef þær hafa áhuga á og leyfi foreldra sinna, — og ef þær hafa skaplyndi til að standast þær freist- ingar, sem óhjákvæmilega eru slíku sarnfara."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.