Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 27
 'C>' Arna í keppninni árið 1955. 1955 ARNA HJÖRLEIFSDÓTTIR ■O Arna Hjörleifsdóttir ásamt börnunum Hjördísi, Hauk og Hjörleifi. Bóndinn var svo heppinn að vera ekki heima . . . FLUGFREYJAN GIFTIST FLUGSTJÓRANUM Arna Hjörleifsdóttir varð fegurðardrottning íslands árið 1955 og hlaut m.a. þau verðlaun, að ferðast til London til að taka þar þátt í keppninni um titilinn ,,Miss World 1956''. „Mér finnst núna, að þetta hafi verið óttaleg vitleysa, að vera að taka þátt í slíkri keppni," segir Arna, ,,en maður gerir svo margt, þegar maður er ungur og fullur af fjöri, sem maður sér kannske eftir síðar meir". „Hefurðu nokkra sérstaka ástæðu til að sjá eftir því?" ,,Nei, ekki neina sérstaka. Mér finnst þetta bara ósköp kjánalegt, og mundi ábyggilega ekki gera það aftur í dag, þótt ég hefði tækifæri til þess og sömu aðstæður og þá. Nei, nei, í sjálfu sér var þetta ósköp saklaust gaman og engum til ógagns, — nema þá kannske manni sjálfum." ,,Hvað skeði eftir keppnina . . . starfaðir þá eitthvað sem sýningarstúlka eða flugfreyja?" ,,Nei, ekkert slíkt. Ég hafði engan áhuga á því. Ég var flugfreyja hjá Flugfélagi Islands í tæp tvö ár . . ." „Var það vegna — eða í sambandi við keppnina?" „Nei, henni alveg óviðkomandi." „Og þar hefurðu náttúrulega kynnzt eiginmanni þínum, Jóhannesi Snorrasyni, flugstjóra?" „Já, þar kynntumst við." „Það hefur sem sagt verið eins og í ævintýrunum, þegar hjúkrunarkona giftist lækninum eða flug- freyjan flugstjóranum?" „Það má kannske segja það." „Þið eigið þessi þrjú börn, sem sitja hérna hjá þér?" „Já, Hjördís er elzt, 5 ára, síðan Haukur, 5 ára, og Hjörleifur yngstur, 3 ára. „Það þarf ekki að spyrja að því, að þú hefur fe/ðazt víða í starfinu sem flugfreyja og svo síðan sem eiginkona flugstjóra „Já, ég hef víða farið, því er ekki að neita." Kristján Magnússon, Ijósmyndari Vikunnar, fór að búa sig til að taka myndir, en það þótti frúnni verst, að Jóhannes skyldi ekki vera heima, svo hann gæti verið með á myndinni. Það læddist að okkur óljós grunur um að þetta væri sagt í stríðni við eiginmanninn, sem sjálfur er góður áhugaljósmyndari — og raunar þau hjónin bæði — eins og venja er með fólk, sem tekur mikið af myndum, þá er því meinilla við að myndir séu teknar af því sjálfu. En hann var sem sagt svo heppinn, að vera ekki heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.