Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 17
/EITINNI HREINSAÐI LOFTIÐ - SMÁSAGA EFTIR PEARL BUCK Snjórinn marraði undir fótum hans, þegar hann gekk út að hlöS- unni. Himinninn var tær og stjörnurnar tindruSu í köldu morgunloftinu. Þessi stjarna hans var víst ekki svo merkileg, þarna hékk hún yfir mæn- inum á hlöSunni og var alls ekki eins stór og hann hélt, en ón efa sú sama. Árin höfSu líklega gert hana stærri og skærari í huga hans, en hún skein nú þarna ennþó, björt og trygg, eins og hún hafSi gert á æskuórum hans. Og einu sinni enn var hann gripinn af þessu mikla undri, sem ómæl- anlegt himinhvolfiS er. Hann fann, aS þessi óhrif fró stjörnunni höfSu fylgt honum alla tiS, og óneitanlega leitt huga hans langt ( burtu. En hvaS var nú framundan? Hvert ló leiSin þennan jóladagsmorgun. Hann hrökk við, hann fann að hann stóS f snjó upp að hnjóm. Hann sneri við og gekk í sínum eigin sporum til baka og fór inn í eldhúsið. LjósiS logaði þegar hann opnaSi hurSina. Helena stóS í rauSa morgun- kjólnum sínum við eldavélina og hitaði kaffi. — GleSileg jól, sagSi hann og kyssti hana á kinnina. — Vakti ég þig? Hún hristi höfuðiS. — Ég sef ekki eins vel og óður. Viltu ekki morgun- verð núna? Hún setti tvo bolla á borSið og hellti kaffi í þá. Þau settust. Hún drakk hægt, en hann hvolfdi í sig heitu kaffinu. — Þetta var gott, mér var svo kalt. — Hvað varstu að gera úti svona snemma? spurði hún. — HvaS mundirSu segja, ef ég segði þér aS ég fór út til aS horfa á stjörnu, svaraði hann. — Það er langt síSan að þú hefir haft áhuga á stjörnum. Hann horfði á hana. Hún virtist allt of þreytt, litla veikbyggSa kon- an hans. — ViS hefSum kannske ekki átt að koma hingaS. Þetta hefir ef til vill veriS of erfitt fyrir þig. Ertu ekki frísk, Helen? — Jú, ég er frísk, en ég er nú farin að eldast. — Þvaður! Er þaS eitthvað sérstakt, sem þú hefir áhyggjur af? Hann stóS upp til að ná í meira kaffi. — Ég heyrði Onnu gráta í nótt. — Hvers vegna skyldi Anna gráta? sagði hann og starði undrandi á konu sína. — Þau eru alveg hætt aS trúa mér fyrir vandamálum sinum. ViS vitum raunar ekkert um hvaS skeSur innan fjölskyldunnar. Hún horfði á hann með undarlega sorgmæddu augnaráSi, sem hann alls ekki skildi. — Anna hafði ekkert á móti því, aS koma hingað ( gær, hún var að minnsta kosti viljugri til þess en Hal, hann var víst boðinn eitt- hvað út. — Já, þau ætluSu bæði út 'að skemmta sér. — Hún hrærSi hugsandi í bollanum sínum, svo bætti hún viS: — ÞaS er ekki líkt Önnu, aS gefa sig svona fljótt, ef hún á annaS borð ætlar sér eitthvað. Anna hafði ekki hreyft svo miklum mótmælum, hugsaSi hann, svo aS í gær hefir þaS líklega ekki veriS svo mikiS, sem freistaSi hennar. — Ég vona, að hún verSi ánægS með armbandiS, sem ég keypti handa henni, tautaði hann, — það var aS minnsta kosti nógu dýrt. — Ég veit eiginlega ekki, hvaS þau langar til aS eiga nú orSiS. Hún fór aS drekka kaffiS sitt aftur, og hélt um bollann með báðum hönd- um, eins og hún þarfnaSist hlýju. Hann horfði framan í hana, hún var ennþá lagleg, þrátt fyrir fölv- ann á andlitinu. — Ertu lasin? spurSi hann. — Ég er þreytt. ÞaS fylgir víst aldrinum . . . — Svona svar er einkennandi fyrir konur, sagSi hann og stóS upp til aS kyssa hana á kinnina. Hún brosti dauflega og svaraði ekki. — Ég býst ekki viS aS þú sért búinn aS pakka inn jólagjöfunum þinum ennþá? sagSi hún. — Þeir gerðu það fyrir mig hjá Tiffany, sagSi hann. Hún horfði undrandi á hann. — Fékkstu það ALLT þar? — Allt,- sagði hann, — þegar ég bað þá um að pakka þessu þokka- lega inn, þetta ættu að vera jólagjafir, fékk ég þaS svar, aS aliir pakk- ar frá Tiffany væru pakkaðir i gjafaumbúðir. Þetta kom henni til aS hlæja og honum létti viS. — Og nú, tagði hann, — hefi ég hugsaS mér aS fara og taka alla fínu pakkana mína út úr klæSaskápnum. — Þv( í ósköpunum léztu þá þar? Börnin eru orSin fullorSin, þeim dettur ekki i hug að stelast til aS kikja lengur. — Þetta er gamall vani. Áður en ég vissi af, stóS ég viS klæSa- skápinn og lagSi alla pakkana í sama horniS, sem ég einu sinni faldi í dúkku fyrir Önnu og hjólhest fyrir Hal . . . Hvað er annars langt siðan viS höfum verið hér yfir jólin? — ViS höfum ekki veriS hér, síðan þú varst ástfanginn af atóm- kjarnanum. Óánægjusvip brá yfir andlit hennar. Hann fór upp á loft, gekk að skápnum og tók jólapakkana út úr honum. Þegar hann var kominn hálfa leið niður stigann, heyrði hann, aS Anna var að tala við einhvern í símanum, að öllum líkindum ein- hvern karlmann . . . — Finnst þér þaS nokkur meining, að ég fari að koma til bæjarins í kvöld? Jú, ég gæti komiS með Hal, hann ætlar aS hitta vinkonu sína. En þaS er ekki nokkur meining í því. . . Þú getur ekki losnaS frá fjöl- skyldunni fyrr en á miðnætti, og þá hefðum viS aðeins kortér, — í mesta lagi hálftíma, og svo værir þú órólegur i ofanálag . . . Hann heyiði hlýjuna og sársaukann í rödd hennar, og hann verkjaði í hjartaS. Hún stóS þarna, í síðum flónelsnáttkjól, mjúka, brúna hárið var eins og ský yfir enninu, hún var barn ennþá, þrátt fyrir það aS hún var orðin nítján ára. Enginn maður hafði rétt til þess að gera barninu hans illt. — Anna, sagði hann. Hún lagði símann á. Svo sneri hún sér viS og horfSi undrandi á hann. — Er ekki heldur snemmt fyrir þig aS fara á fætur? sagSi hann. — Ég gat ekki sofiS, sagði hún. — ÞaS er gott, að þú ert komin á fætur. Við Hal förum út til aS höggva tré, og svo getum við skreytt þaS áður en viS borSum. Ég sæki grenigreinar, svo aS þú getir skreytt húsiS. Hann lagSi frá sér pokann með gjöfunum og gekk i áttina til hennar. — Ertu orðinn eitthvað viðkvæmur, gamli jólasveinninn minn, Anna gekk til hans teygði sig á tá, og kyssti hann á kinnina. — Gamli, góði pabbi minn, sagSi hún allt í einu. — Þakka þér fyrir, elskan, þaS er langt síSan ég hefi heyrt þessi orS. — Já, þaS er víst rétt. Þú hefir veriS svo fjarlægur okkur síSustu tíu árin, er það ekki? — Já, kenndu mér ekki einum um þaS. Þú ert orSin fullorðin, án þess aS spyrja mig um leyfi. Ég sé bara endrum og eins þessa dóttur, sem ég átti einu sinni. Um leiS hugsaði hann, aS ef hann hefði ekki heimtað, að þau færu öll saman, hingað út á búgarðinn, hefSi hann aldrei upplifaS þetta litla atvik. Þá hefði Anna sofiS ennþá í rúminu sínu, dauSþreytt eftir dans og vökur. Hún hallaði sér að honum og lagði handleggina um háls- inn á honum. — Ég vildi óska, aS ég væri ennþá lítil, — aS ég hefði aldrei stækkað svona! Hann strauk henni um háriS. — Hvers vegna, Anna? — ÞaS er hlægilegt, finnst þér þaS ekki? Framhald á bls 45, VIKAN 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.