Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 56

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 56
terella silouette Duquet. Hann sagði við hann: — Voila, Monsieur, má bjóða yður öl? Hann ávarpaði hann fyrst á ensku og síðan á frönsku. Afgreíðslustúlkan sagði, að svanurinn skyldi aðeins þýzku. -— Uss! sagði Poul. Burt með yður, Herr Svan. Weg! Weg! Og það þyngdi yfir opnu andliti hans. — Já, sagði hann og varð alvarlegur eitt andartak. Hann hataði Þjóðverja eins og hver annar ósvikinn Frakki. Þar að auki var hann að áttunda hluta Júði í föðurætt. Faðir hans og afar höfðu verið áhriíamiklir peningamenn í Frakklandi, síðan á 18. öld. Meðan á stríðinu stóð, hafði Gestapo numið föður hans að heiman og hann hafði aldrei sézt aftur. Poul, móðir hans og systir, höfðu horfið undir yfir- borð jarðar. Poul hafði barizt í neðanjarðarhreyfingunni. Heimili þeirra var eyðilagt. Meirihlut- inn af dýrmætu málverkasafni föður hans hafði verið flutt til Þýzkalands, en eftir stríðið hafði miklu af því verið skilað. Julie Ijómaði upp: — Ég var að reyna að muna ... Ég var viss um, að ég hefði einhvers staðar heyrt nafn yðar áður og nú veit ég hvar það var. Einhverjir, sem heita Duquet, eiga mjög frægt málverk eftir Modigliani. Eruð það þið? Eruð það þið, sem eig- ið þetta málverk? — Við áttum það. Hann yppti öxlum. — Móðir mín seldi það áður en hún dó, að ég held ein- hverjum listaverkasala hér í Sviss. Hvernig stendur á því, að þú veizt svona vel hverjir eiga Modigliane? — Það er starf mitt, sagði hún. — Ég vann hjá listasala í New York, Amold Klein. Hann vildi kaupa þetta málverk. — Eh bien. Hann hefur kannske keypt það núna. Ef sú er raunin, mynduð þér kannske vilja segja honum, að Duquet fjölskyldan hefur ekki fengið einn eyri af kaupverðinu ennþá. Þegar Julie starði vantrúuð á hann, bætti hann við í léttum tón: — Un mystére ... Móðir mín var engin peningamanneskja. Ég er farinn að sjá það, núna síð- ustu dagana. Hann brosti breitt. — Já, er þetta nú ekki orðið nóg um listir -—■ og ættfræði, Julie, ég elska þig. Glaður hlátur hennar ómaði um trjágarðinn. Fólkið, sem sat við hin borðin, sneri sér bros- andi við og horfði á þau. — Ó, Poul... hún hló aftur. — Það er alveg nóg, að þú gef- ir mér þennan dásamlega dag. Þú þarft ekki að vera svona ridd- aralegur. — Ertu skilin við manninn? Já? Nei? Hár þitt er eins og svört flauelshetta. Mér þykir vænt um þegar hár liggur svona fast upp að höfðinu. Hann hall- aði sér fram, snerti gagnauga hennar og strauk hægt niður eft- ir. — Húðin er eins og rjómi. Þú ljómar af þokka og yndsileik... Og þó hef ég þekkt margar konur. — Já, ég hef tekið eftir því, Poul, sagði Julie og reyndi að vera alvarleg. — Uss, það! Hann gretti sig. — Vesalings stúlkan, hún er bara gömul vinkona. Fjölskylda mín á nokkrar ilmvatnsverksmiðjur, og þegar hún var ung, vann hún í einni þeirra. Nú heldur hún, að hún sé eitthvað stórkostleg. Hún hefur skapsmuni eins og Magn- ani, en ekki leiklistarhæfileikann, sem fylgir hjá henni. Að vísu hefur hún einstæðan líkamsvöxt. — mais, en mér finnst þinn fal- legri. — Poul! hún hló aftur. — Þú verður að halda þessum gull- hömrum innan einhverra tak- marka. Ég get trúað sumu, sem þú segir, en ... — Trúir þú mér ekki? Hann virtist vera særður. — Þá •... þá hefur mér bara misheppnazt. Þá geturðu varla skemmt þér. — Ég skemmti mér stórkost- lega. Svo vel, að ég vildi bara vera hér í allan dag. Ég hef varla löngun til að fara í öku- ferð. En þú? Ég held, að ég hafi aldrei séð svona fallegan stað. — 4 — Eins og nýástfangið par keif- uðu Poul og Julie um allan eftir- miðdaginn, horfðu á fólkið skemmta sér, börnin í skemmti- görðunum og vatnsballett svan- anna. Henni líkaði vel við hann. Féll vel, hvernig glampaði á ljós- an lubbann á honum í sólskininu, sjálfsöryggið í bláum augunum og breytinguna sem varð á þeim, þegar hann horfði á börnin. Hann sindraði af lífsgleði og orku, en þó var hann alltof veraldarvanur til að taka sjálfan sig hátíðlega. Hann var eins og sterk vél, sem gekk í lausagangi. Klukkan fimm fengu þau sér kokkteil. Hann hafði skipulagt daginn þannig, að þau luku kvöldverðinum, þegar fór að rökkva, því hann hafði beðið eft- ir því allan daginn, að það færi að dimma. Svo héldu þau áfram að reika um í rökkrinu. Á gamalli, fallegri brú, prýddri með upplituðum málverkum af djöflum og dýrðlingum, tók hann hana í fangið og kyssti hana. Og í mjúku rökkrinu fann hún lífið vakna hið innra með sér á ný. Hjarta hennar var eins og krist- alsvasi, sem hafði rykfallið í átta ár, en var nú hreinþveginn á ný. Þegar hann snerti hana, byrjaði það þegar að slá og syngja í líkama hennar. Þegar Julie var nítján ára, hefði hún aldrei skilið slíkan mann. Þá var draumaprinsinn hennar riddari í hvítum klæð- um. Nú var hún tuttugu og sjö ára og hafði þroskazt af þján- ingu og þrá, og þetta kvöld í Luzern skildi hún, að hún hafði LAUGAVEGI 59..slmi 18478 gg VIKAN 6. tW.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.