Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 16
STJARNA ÞEIM FANNST HANN VERA ORÐINN ÞEIM ÓKUNNUGUR EN ÞESSI HELGIDAGUR í S Hann vaknaði í dögun þennan jólamorgun. í fyrstu mundi hann ekki hvar hann var, en svo skírðist hugsunin, og minningar fró æsku- órunum streymdu yfir hann. Hann var á búgarðinum, æskuheimilinu. Það var í gær, jó, — það var ekki lengra síðan en í gær, að hann hafði ókveðið að þau færu öll þangað, og þrótt fyrir andmæli fjöl- skyldunnar, hafði hann fengið vilja sínum framgengt. — Ó, pabbi, hafði Anna dóttir hans sagt með kvörtunarrómi. — Eigum við að fara út ó búgarðinn núna? Á sjólfan jóladaginn? Við vorum búin að ákveða . . . Hún hafði maldað í móinn, næstum því á örvæntingarfullan hátt, og hann hafði snúið sér að henni og sagt reiðilega: — Það eru fleiri ár síðan ég hefi beðið þig um að gera nokkurn hlut fyrir mig! Sonurinn sagði stuttaralega: — Ég er boðinn út, pabbi. — Þú verður að senda afboð, Hal, var ég ekki búinn að segja þér það? Svo sneri hann sér frá þessum tveim sárreiðu, þöglu börnum sín- um, að Helenu, konu sinni. — Það er ekki lengur neitt sem maður getur kallað jól hér í húsinu, sagði hann. Hún hafði brosað góðlátlega: — Það er nú meira hvað þú æsir þig upp, vinur minn. Er þetta ekki eins og það hefir verið síðan striðinu lauk? Þá var svo margt sem breyttist, og síðan hefir það verið svona, er það ekki? — Undirstöðuatriðin breytast aldrei, hélt hann áfram. — Við verðum að byggja fjölskyldulífið upp aftur. Ég hefi bílinn tilbúinn eftir klukkutíma. Honum var sjálfum fullkomlega ljóst, hve drottn- unargjarn hann var. Hann var vanur því á stríðs- árunum að gefa skipanir, og ekki síður eftir strið- ið, þegar hann hélt áfram við kjarnorkurannsóknir sinar. Hann var vanur því að vísindamennirnir og starfsfólkið á rannsóknastofu hans sýndi skil- yrðislausa hlýðni, og honum datt ekki í hug að hlusta á fleiri mótmæli, hér á sínu eigin heimili. Þar sem fjölskyldan vissi hve stundvís hann var, stóðu þau öll ferðbúin eftir klukkufíma, og steinþegjandi lögðu þau af stað í ferðalagið. Jæja, jæja, — þau höfðu þó alltént hlýtt honum. Nú voru þau hér öll saman, óralangt í burtu frá dansi og drykkju, innantómum skemmtunum, sem hann fyrir- leit af öllu hjarta. Og nú var jóladagur. Einhverntíma yfir daginn hlaut hann að geta sameinað þau aftur, því að það var satt, hann hafði einhvern veginn fjarlægzt fjölskyldu sína á þessum árum, þar sem starf hans gleypti hverja einustu stund. Nafn hans og frægð, — Arnold Williams, einn af færustu kjarnorku- fræðingum heimsins, — hafði einhvern veginn gagntekið þau, já, og hann sjálfan raunar líka. Visindamenn alls staðar að úr heiminum sneru sér til hans, til að leita ráða og fá aðstoð, og hann hafði hrifizt með af hinni öru þróun kjarnorkuvísindanna, og gengið algerlega upp í verkefnum sínum. Meðan á stríðinu stóð var það einfaldlega skylda hans við ættjörð- ina að helga henni alla sína krafta, en markalínan á milli skyldu og eldiegs áhuga á stafrinu, var ekki sem greinilegust, þegar stríð- inu lauk. En á meðan hann fór sínar eigin leiðir, höfðu börnin vaxið úr grasi og Helena var óþarflega ellileg fyrir aldur sinn. Gamla, notalega sam- bandið milli þeirra var horfið. í gær hafði það allt í einu hvarflað að honum, að þrátt fyrir venjulegt jólastrit, innkaup á síðustu stundu og nýtízku gervijólatré, voru þetta engin jól. Hann hugsaði um dóttur sína, Önnu, hve falleg hún var, áköf en alls ekki glöð á svipin, þegar hún hljóp í símann í hvert skipti sem hann hringdi og kom til baka vonsvikin á svipinn. Það var víst aldrei sá rétti sem hringdi . . . Hver var hann þá þessi maður, sem hún þráði svo að heyra til? Ó, Anna, þetta elskaða barn, ef til vill var það aðallega hennar vegna, sem hann var svona ákveðinn í að sameina fjölskylduna, hérna úti i sveitinni í dag. Og hvernig var það með stjörnuna? Þegar hann, sem smástrákur lá í rúminu sínu hérna á jóladagsmorgun, var það alltaf sérstök stjarna, sem lýsti svo skært, hátt yfir hlöðunni. Hann sá hana alltaf, þegar hann fór á fætur fyrr en hann var vanur, til þess að Ijúka mjöltum áður en dyrnar að stofunni, þar sem jólatréð stóð, voru opnaðar. Jólastjarnanl Hann fleygði af sér sænginni og stökk fram úr rúminu, — heimska — stjarnan var auðvitað ekki þarna lengur. Meðan hann klæddi sig datt honum í hug, að liklega var það þessi stjarna, sem var orsök þess, að hann valdi þetta lífsstarf. — Hvers óskar þú þér í jólagjöf, drengur minn? Faðir hans hafði lagt þessa spurningu fyrir hann þegar hann var fjórtán ára. — Mig langar til að eignast stjörnukiki, hafði hann svarað. Faðir hans hafði litið á hann, innilegum, rann- sakandi augum. — Hvers vegna, drengur minn? — Til að skoða stjörnurnar. Faðir hans hafði muldrað eitthvað í barminn, en á jóiunum hafði stjörnukíkirinn legið undir trénu. Það var einasta jólagjöfin, sem hann hafði óskað sér. Hann beið óþolinmóður eftir kvöldinu og myrkrinu. Þá setti hann kíkinn að auganu og horfði á stjörnuna. En þvilík vonbrigði. — Hún var stærri og skærari, en nákvæmlega jafn langt í burtu og áður. Daginn eftir hafði hann horft á sólina í kík- inum, og sér til mikillar undrunar, tók hann eftir nokkrum blettum á henni. Þess vegna keypti hann bók um himinhvolfið, og án efa var þefta byrj- unin á áhuga hans á kjarnorkuvísindum. Hann klæddi sig í skíðabuxur, skinnjakka og leðurstígvél. Þegar hann gekk út skellti hann hurðinni, en hrökk við, því að hann vonaði að Helena svæfi. Ef hún hefði vaknað mundi hún sýna honum þolinmæði, eins og alltaf. Eftir að hann byrjaði á þessu nætur- rölti, neyddist hún til að flytja í annað herbergi. Hann þoldi enga trufl- un, þegar hann fékk nýjar hugmyndir, þá varð hann að kryfja þær til mergjar, þangað til hann fann rétta lausn. — Þegar þú giftist mér, hafði hann sagt, þegar þau opinberuðu trú- lofun sína, — giftist þú ekki manni, þú giftist, ja, — hvað skulum við segja, — einskonar ófreskju. Hún hló þá, en seinna, það var á stríðsárunum og þau bjuggu í herbúðum í Los Alamos, hafði hún horft mjög hugsandi á hann. — Hvað á þetta augnaráð að þýða? hafði hann spurt mjög undrandi. — Ef til vill ertu einskonar ófreskja, hafði hún svarað. Nú gat hann hlegið. En þegar hann gekk út úr eldhúsdyrunum, úf í myrkrið, duttu honum þessi orð í hug. Kuldinn var svo mikill, að hann sveið í andlitið. Kannske voru viðbrigðin meiri vegna þess hve heitt var inni. 16 VIKAN 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.