Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 28
„ÉG VAR SVO FEIMIN ...“ 1956 GUOLQUG , GUDMUNOSDOTTIR Hér fyrir neðan: Guðlaug 1956. Að neðan til hægri: Tekið á heimili Guðlaug- ar fyrir stuttu siðan. Börnin eru Gylfi og Anna Gulla. Til hægri: Guð- laug í Holly- wood. Með henni á mynd- inni er fegurð- ardrottning Colorado og leikkonan Mau- reen O'Hara. ,,Það var auðvitað fyrst og fremst ferðalagið og verðlaunin, sem tældu mig til að taka þátt í keppninni hér heima," sagði Guðlaug Guðmundsdóttir nú fyrir skemmstu, þegar VIKAN heimsótti hana að heimili hennar í nýlegri íbúð að Hvassaleiti 28. „Verðlaunin voru ferð lil Ameríku með Loftleiðum, 100 dollarar í va=apeninga og ýmislegur fatnaður og snyrtivör- ur," hélt hún áfram. ,,Þú hefur þá haft nægan fatnað til ksppninnar þar?" ,,Nei, það var nú öðru nær, og það var einmitt það, sem ég var í mestum vandræðum með. Ég hafði ekki hugmynd um hverskonar föt ég ætti að hafa msð mér, og hafði aldrei komið á þessar slóðir áður. Þess vegna var það, að ég kepptist við að hafa með mér sem mest af kvöldklæðnaði, síðum k|ólum og svoleiðis. En þegar ég kom út, voru allar hinar stúlkurnar auðvitað í léttum sumarfötum, strandfötum, sundbolum o.s.frv. — en ég hafði ekk- ert eða lítið af því. Ég var líka illa fyrirkölluð þar, var veik og með háan hita þegar keppn- in stcð yfir, og um tíma hélt ég að ég kæmist ekki þangað, og það var hætt að reikna með mér. Samt dreif ég mig á síðustu stundu, og það gekk allt bærilega." „Ilentistu eitthvað þar vestra?" „Nei, ég var þar í tvær vikur, held ég, en fór svo heim aftur. Ég var svo feimin og kunni svo illa við öll þessi læti, að ég var því fegnust að komast aftur heim og geta falið mig." „Hafðir þú kynnzt manninum þínum þegar þetta var?" „Já, við giftum okkur einmitt eftir að ég kom heim aftur. Höfðum þekkzt lengi áður. Hann er efnaverkfræðingur (Rúnar Biarnason, vinnur hjá Aburðarverksmiðiunni í Gufunesi) og þurfti cð vera eitt ár í Svíþióð við framhaldsnám. Ég fór með honum þangað, og þar vorum við allt árið 1 962. Dóttir okkur, Anna Gulla, er nú 7 ára gömul, en sonurinn, Gylfi, 4 ára." „Og síðan hefur lífið gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlun, er það ekki . . . engir stórviðburðir eða framhald vegna keppninnar?" „Nei, framhald vegna keppninnar varð ekkert, sem betur fer, því ég vildi sem minnst úr því gera. Ekki vegna þess að ég sæi beint eftir því, en var og er svo feimin, að ég var því fegnust að vera laus aftur. Enda var aldrei meiningin að fara neitt út á þá braut, að verða fyrirsæta, sýningarstúlka, leikkona eða slíkt. Ég kann bezt við mig á þeirri hillu sem ég er nú á — að vera eiginkona og móðir." mmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.