Vikan

Issue

Vikan - 11.02.1965, Page 30

Vikan - 11.02.1965, Page 30
1958 VILL HELZT VERA Á ÍSLANDI Sigríður Þorvaldsdóttir var útskrifuð úr leikiistar- skóla Þióðleikhússins, þegar hún vann fyrstu verð- laun í keppninni 1958. Hún ótti í dólitlum erfiðleik- um með að mæta í keppninni, því hún var þá einmitt að leika í „Kysstu mig Kata", en skrapp í keppnina milli þátta. Ari síðar fór hún svo til Bandaríkjanna og tók þátt í keppninni á Long Beach, en dvaldizt þar síðan áfram í 3 ár og var við nám í leikskóla í Hollywood og lék svo víða með úrvalsflokki frá skólanum. Hún kom fram í Squaw Valley, í sambandi við Olymplu- leikana, var oft í sjónvarpinu og fékk fjölda tilboða um atvinnu. Foreldrar hennar fluttu til hennar 1961 og faðir hennar, Þorvaldur Steingrímsson, fiðluleikari, lék um skeið í hljómsveitinni í Hollywood Bowl, en ári síðar fluttu þau til Dallas, þar sem Sigríður fékk samning við leikhúsið Dallas Theatre Centre og lék þar í tvö ár í ýmsum hlutverkum. Faðir hennar lék þar í Sinfóníu- hljómsveit Dallas og móðir hennar vann fyrir hár- kollufyrirtæki þar, en hún er hárgreiðslumeistari og hefur kennt báðum dætrum sínum þá list. Sigriður fór svo m.a. með leikflokki til Evrópu og lék í Frakklandi og Belgíu, en aldrei var það ætlun hennar né foreldranna að ílendast erlendis að ráði, og þóft þau hefðu það í alla staði gott, fannst þeim öllum sem rætur þeirra væru hér heima, þar sem ættmenni og kunningjar búa. Sigríður ætlaði aldrei að vera svona lengi erlendis, kannske í nokkra mán- uði í mesta lagi, og aldrei dreymdi hana um að þátttaka hennar í fegurðarsamkeppninni hérna heima mundi verða upphafið að 5 ára dvöl hennar erlendis og 3 ára veru foreldranna þar. Þá er ótalið að systir hennar hitti í Bandaríkjunum sinn útvalda og er þar nú gift og búsett. Sigríður hefur fengið mörg og góð tilboð um að leika í ákveðnunt hlutverkum úti, en vill nú doka við hér heima og helzt ekki vera annars staðar. Hún er nú á föstum samningi hjá Þjóð- leikhúsinu og leikur m.a. í „Stöðvið heiminn . . ,,Þetta ævintýri hófst allt með fegurðarsamkeppn- inni hérna heima," segir Sigríður, ,,og ég mundi ekki hika við að taka þátt í henni aftur, ef ég ætti að lifa það tímabil upp á nýtt. Ég sé ekkert athuga- vert við það, að ungar stúlkur taki þátt í slíkri keppi, ef þær hafa áhuga á og leyfi foreldra sinna, — og ef þær hafa skaplyndi til að standast þær freist- ingar, sem óhjákvæmilega eru slíku sarnfara."

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.