Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 5
fýlulegalega niður á aurataðar brúnir síðpilsanna. Skyndilegur þytur
meðal fólksins kastaði henni upp að húsvegg. Hún mótmælti ákaflega.
Stórvaxinn borgari sneri sér við og hrópaði:
— Verið þolinmóð, fallega kona. Prinsinn er að fara framhjá.
Breitt hlið hafði opnazt og vagn með sex hestum var að koma út.
Gegnum gluggann sá Angelique í svip prófíl de Condé prins. Eitthvert
fólk hrópaði?
— Lengi lifi prinsinn!
Stoltur í bragði lyfti hann knipplingaklæddum handlegg sínum. Hann
var stöðugt sigurvegarinn frá Rocroi i augum fólksins. Því miður hafði
friðurinn í Pyrenneafjöllum neytt hann til iðjuleysis, sem honum var
ekki um geð.
Þegar hann var farinn, hélt umferðin áfram. Angelique nam staðar
fyrir framan garð höfðingjasetursins, sem hann hafði rétt í Þessu yfir-
gefið. Hún leit inn. Nú um skeið hafði hin fallega íbúð hennar í Place
des Vosges ekki lengur fullnægt henni. Hana dreymdi einnig um að
eignast herrasetur með hestvagnahlaði, þar sem hægt var að snúa
við og geyma hestvagna, með hesthúsum og eldhúsum, þjónustufólks-
íbúðum og, á bak við, fallegum garði með appelsinutrjám og blóma-
beðum.
Húsið, sem hún horfði nú á, var til þess að gera nýlegt. Hvít, einföld
forhliðin með mjög háum gluggum, smíðajárnssvölum og bröttu ris-
þaki með hvelfdum risgluggum var samkvæmt tízku síðustu ára.
Hliðið lokaðist hægt. Angelique var kyrr. Hún tók eftir þ'ví, að skjald-
armerkið yfir hliðinu hafði verið brotið. Það var ekki aldur eða veður,
sem gat hafa farið Þannig með þetta göfuga skjaldarmerki, heldur
beittur meitill verkamannsins.
— Hver á þetta setur? spurði hún blómasala, sem hafði búið ekki
langt í burtu.
— Auðvitað prinsinn, sagði blómasölukonan og reigði sig.
— Hversvegna tók prinsinn skjaldarmerkið af hliðinu? Það virðist
hafa verið illa gert því höggmyndirnar i kring eru svo fallegar.
— Ó! Það er önnur saga, sagði konan og það færðist skuggi yfir
andlit hennar. — Þetta voru skjaldarmerki mannsins, sem byggði
setrið. Það var vondur maður. Það var aðalsmaður, sem stundaði
galdra og seldi sig djöflinum. Hann var dæmdur til dauða og brennd-
ur á báli.
Angelique stóð grafkyrr. Svo fann hún hvernig allt blóð hvarf úr
kinnum hennar. Svo það var þessvegna, se'm hún hafði haft það á
tilfinningunni að hafa séð þetta áður....
Hingað hafði hún komið, þegar hún kom fyrst til Parísar. Þetta
var hliðið, þar sem hún sá fyrst innsigli konungsins.. ..
— Það er sagt, að hann hafi verið mjög ríkur maður, hélt konan
áfram. — Konungurinn lagði undir sig auðæfi hans og deildi þeim
milli vina og vandamanna. Hans hágöfgi, prinsinn, fékk mikinn hluta
af því, þar á meðal þetta setur. Áður en hann flutti inn, lét hann eyði-
leggja skjaldarmerki galdramannsins og skvetta víkðu vatni um alla
höllina. Þér getið ekki ímyndað yður. . .. ætli hann hafi ekki viljað
fá að sofa í friði!
Angelique þakkaði blómasölukonunni og gekk í burtu.
Angelique hafði flutt inn i Place Royale (eða Place des Vosges)
nokkrum mánuðum eftir að hún hafði opnað fyrstu súkkulaðistofuna.
Peningarnir helltust inn. Þegar unga konan yfirgaf reu de Francs-
Bourgeois og flutti inn í þetta broddborgarahvérfi, steig hún einu þrepi
ofar i þjóðfélagsstiganum.
Á Place Royale voru aðalsmenn vanir að heyja einvigi og fallegar
konur töluðu um heimspeki, stjörnufræði og ljóðlist.
Hérna, svona fjarri hinum uppáþrengjandi kókóþef fannst Angelique
hún vera endurfædd og beindi sjónum sínum að þessu táknræna Parisar-
þjóðfélagi.
Þetta hverfi bauð henni skjól, þar sem hún gat hvílt sig eftir erfið-
an vinnudag.
Lífið hér var einangrað og dýrmætt. Hneykslissögur höfðu falskan
gervihljóm.
Angelique tók að njóta ánægju samræðulistarinnar, þessa menning-
artækis, sem á síðustu fimmtíu árum hafði gerbreytt franska þjóð-
félaginu. Því miður var hún hrædd um að verða sér til skammar.
Hugur hennar hafði svo lengi verið fjarri þeim umræðuefnum sem
rísa af grinkvæði, sonnettu eða mansöng. Þar að auki, vegna þess að
hún var af lágum stigum eða álitin vera það, voru beztu salirnir lokaðir
henni. Til að komast inn í þá, þarfnaðist hún þolinmæði. Hún klæddi
sig ríkmannlega, en án þess að vera nokkru sinni viss um, að föt hennar
væru samkvæmt tízkunni.
Þegar litlu drengirnir hennar fóru i gönguferðir undir trjánum á
torginu, sneri fólkið sér við og hofði á þá, svo fallega og vel klædda.
Floimond og jafnvel Cantor voru nú komnir í raunveruleg karlmanns-
föt. Fjaðrahattar sátu á hárlokkunum þeirra og Florimond var gyrtur
litlu sverði, sem hann mátti ekki sjá af. Undir taugaóstyrku og veiklu-
legu útliti sínu duldi hann skylmingaástríðu. Hann skoraði apann Picc-
olo til einvígis eða hinn friðsama Cantor, sem nú var orðinn fjögurra ára
en talaði samt sama og ekki neitt. Hefði það ekki verið vegna gáfu-
legs glampa í fallegu grænu augunum hans, hefði Angelique álitið að
hann væri nokkuð treggáfaður, en hann var aðeins innilokaður og sá
enga ástæðu til að tala, þar sem Florimond skildi hann án Þess, og
Þjónarnir flýttu sér að uppfylla allar óskir hans.
Angelique hafði matráðskonu og þjón í Place Royale. Þar að auki
hafði hún ekil og hafði hækkað Flipot í tign og gert hann að einkaþjóni.
En þetta þjónalið gerði madame Morens að virðulegri veru á meðal
nágrannanna. Barbe og Javotte voru með knipplingahettur, gullkrossa
og indversk sjöl.
Angelique var það vel ljóst að í augum hinna var hún eigi að síður
neðarlega í þjóðfélagsstiganum. Hún vildi komast hærra og setustof-
urnar í Marais hverfinu voru einmitt þeir staðir, sem gerðu framgjörn-
um konum kleift að klífa upp eftir þjóðfélagsstiganum, þvi þar söfn-
uðust saman konur af öllum stéttum.
Hún stofnaði til kynna við gamla piparmey, sem átti heima í íbúðinni
fyrir neðan hana. Þessi kona hafði þekkt upphafsdaga precieuse þjóð-
félagsins og samkvæmi þess. Hún hafði hitt de Rambuoillet mark-
greifafrú og hélt miklum kunningsskap við mademoiselle de Scudéry.
Málfar hennar var svo furðulegt, að við sjálft lá að hún væri talin lítið
gefin.
Philonide de Parajonc hélt því fram, að það væru til sjö mismunandi
tegundir virðingar, og flokkaði andvörp í fimm hópa. Hún fyrirleit
karlmenn og hataði Moliére. Ást var i hennar munni „hlekkir and-
skotans“.
Samt hafði hún ekki alltaf verið þannig. ÞVí var hvíslað, að þegar
hún var ung, hefði hún ekki alltaf verið ánægð með bragðlaus svæði
Andlegs Sambands, heldur laumazt inn yfir landamæri Daðurs og hafði
oft komið í höfuðborg þess ríkis, Nautnaalgleymi. Og sjálf viðurkenndi
hún, um leið og hún lét skína í hvítuna eina í augunum: — Ástin hefur
eyðilagt hjarta mitt!
Ásamt mademoiselle Philonide de Parajonc stundaði Angelique fyrir-
lestrana i Presieuse Palace. Þar hitti hún blóma hins heiðarlega þjóð-
félags^- það er að segja fjöldan allan af konum úr efri miðstéttunum,
kirkjúnnar menn, unga menntamenn og menn úr sveitaþorpum.
Dag nokkurn bað hún Mademoiselle de Parajonc að koma með sér
til Tuileries. De Parajonc var nú orðin hennar stöðugi förunautur.
Hún þekkti alla og gat nefnt alla með nafni, og þannig gat hún kynnt
Angelique nýju andlitin við hirðina. Hún varð einnig til að undirstrika
fegurð Angelique. Hún gerði það óafvitandi, því að vesalings Philoinde,
smurð með hvitum áburði upp að eyrum, með svarta bauga í kringum
augun eins og gömul ugla, hélt að hún væri ennþá ómótstæðileg eins
og í gamla daga, þegar hún kom aðdáendum sínum til að andvarpa
af aðdáun.
Hún kenndi Angelique hvernig hún ætti að ganga í gegnum Tuileries
á réttan hátt. Hún gekk með miklum handasveiflum, sem komu ósvífn-
um vegfarendum til að hlægja, en hún skildi það ekki, fannst aðeins
að það væri verið að slá henni gullhamra fyrir yndisþokka hennar.
—■ I Tuileries, sagði hún oft, — máttu ekki skálma kæruleysislega
um eins og á aðalgötu. Þú verður að tala stöðugt án þess að segja
nokkuð sérstakt, til þess að láta líta svo út, sem þú sért skemmtileg.
Þú verður að hlægja án minnstu ástæðu, svo það liti út fyrir að þú
sért glöð.... Svo verðurðu að rétta úr þér við og við og reka fram
brjóstin.... opna augun til að gera þau stærri, bíta í varirnar til að
gera þær rjóðari.... kinka kolli til eins, og gefa öðrum merki með
blævængnum þínum, og að lokum verðurðu að vera svolitið mýkri
á svipinn, vina mín....!
Þetta var alls ekki svo slæm lexia, og Angelique notaði sér hana í
framkvæmd, og raunar með meiri árangri en félagi hennar.
Samkvæmt útskýringum Mademoiselle de Parajonc, var Tuileries
útjaðar háaðalsins og Cours-la-Reine „keisaradæmi ástartillitsins“. Það
var rétt að fara til Tuileries til að bíða eftir því að rétta stundin rynni
uþp fyrir Cours, og hittast þar aftur um kvöldið eftir Cours, annað
hvort til þess að fara í ökuferðir eða gönguferðir.
Trjálundir skemmtigarðsins voru vinsælir meðal skálda og elskenda.
Prestarnir undirbjuggu ræðurnar þar, lögfræðingarnir undirbjuggw
málssóknir sína. Og allskonar háttsettir aðilar komu þangað til að
eiga sín stefnumót og stundum var hægt að hitta þar kónginn eða
drottninguna eða Monseigneur krónprinsinn með barnfóstrunum sínum.
Angelique dró félaga sinn með sér yfir að stóra blómabeðinu, þar sem
venjulega var hægt. að finna hæstsetta fólkið. De Condé prins var þar
næstum á hverju einasta kvöldi. Hún varð fyrir vonbrigðum að hitta
hann ekki. Það fauk i hana og hún stappaði niður fætinum.
— Mér þætti gaman að vita, hversvegna þú ert svona áfjáð í að sjá
hans hágöfgi, sagði Philonide undrandi.
— Ég þurfti bara endilega að sjá hann.
— Ætlaðirðu að rétta honum einhverja bænaskrá?.... Sé svo,
skaltu hætta að kvarta, vina min, því hann er að koma.
Já, de Condé prins var rétt í þessu að koma í f-ylgd með mönnum
sínum. Angelique sá þegar í stað, að það var ekki minnsti möguleiki
fyrir han að nálgast hann. Gat hún sagt:
— Monseigneur, gefið mér aftur setrið í rue du Beautrelles, sem ég á,
en þér hafið með rangindum náð úr höndum konungsins.
Eða:
— Monseigneur. Ég er eiginkona de Peyracs greifans, sem átti skjald-
armerkið, sem þér létuð brjóta af húsinu, sem þér hafið lagt undir yður.
Nei, hún gat hvorugt sagt. Imyndunin, sem hafði leitt hana til Tuil-
eries í von um að sjá de Condé prins, var fáránleg og heimskuleg. Hún
var aðeins nýrík súkkulaðiselja. Enginn gat kynnt hana fyrir miklum
aðalsmanni, og þótt það hefði verið hægt — hvað gæti hún hafa sagt við
hann?.... — Idjót! sagði hún við sjálfa sig. Ef þú ætlar að haga þér
svona bjánalega og hugsunarlaust, væri þokkalega komið fyrir þér!
— Komdu, sagði hún við gamaljómfrúna.
Hún snerist á hæl og gekk hratt burt undan þvaðrandi og hlægj-
andi hópnum, sem nálgaðist.
Þrátt fyrir geislandi kvöldið og milt vorloftið, var Angelique þegj-
andi og þungbúin. Philonide spurði hana, hvort hún ‘vildi fara með
henni til Cours. Hún sagði nei. Hún var ekki nógu vel klædd.
Spjátrungslegur ungur maður nálgaðist þær:
— Madame, sagði hann. — Vinir minir og ég höfum verið að velta
vöngum yfir yður. Elnn hefur veðjað því, að þér séuð eiginkona mála-
flutningsmannsins, en hinir halda því fram, að þér séuð ógift kona og
precieuse. Leysið nú úr deilu okkar.
Stundum hefði hún getað hlegið að þessu, en hún var í slæmu skapi
og hún fyrirleit þessa petits-ma'itres, sem voru málaðir eins og brúður
og urðu tízkunnar vegna að hafa lengri ríeglur á litla fingri en á hinum
fingrunum.
Framhald á bls. 8.