Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 25.02.1965, Qupperneq 12

Vikan - 25.02.1965, Qupperneq 12
sókn var mjög léleg um sumarið, engir mættu úr Dölum ellegar þaðan af vestar, og aðeins Hólabiskup, tveir lögréttumenn og tveir sýslumenn að norðan. SAGNIR AF hörðum órum ó síðari hluta 17. aldar eru svo yfirgengi- legar, að þeim verður varla trúað með góðu — því síður, að nútlma- maðurinn geti gert sér nokkra viðhlítandi grein fyrir kringumstæðunum. Kannski verður manni á að velta því fyrir sér, hvort allsnægtakynslóðin nú til dags myndi ekki hreinlega koðna með öllu tilheyrandi, ef hún þyrfti að draga fram lífið við sömu aðstæður svo sem eitt ár eða tvö, jafnvel þótt hún fengi afnot af einhverjum þeim þægindum, sem nú- tíminn hefur upp á að bjóða, svo sem betri handverkfærum og vandaðri fötum. Hvað yrði úr okkur, ef við ættum að taka að lifa af því, sem við gætum af árabátum skekið upp úr hafinu, með páli, reku og mykju kroppað upp úr jörðinni, með orfum og Ijáum, reitt utan af þúfnakoll- unum handa kindum okkar og kúm, snúið, drílað, breitt, — og ef guð vildi — þurrkað um síðir og draslað heim í garð á sjálfum okkur, eða ef við værum sæmilega stæð, á hrossum. Ef við fengjum ekkert annað að borða allan veturinn — ef mjög vel gengi — en saltmeti, súrmat og mjólkurmat, — ef kýrin missir þá ekki nyt af fóðurleysi ellegar slæmri aðbúð í gamla, hálfhrunda torffjósinu. Ætli okkar velsæmissálum, já, svo ekki sé talað um heilsuþenkjandi mönnum, væri ekki nóg boðið, ef aftur ættu að fara að sofa saman í einni baðstofu um 20 manns í 8—10 rúmum, hver með sinn kopp, og eiga kannski von á því að þurfti, og bústofninn náði tölunni aftur á undraskömmum tíma, ef eitt árið varð öðru skárra. EN NÚ skal á ný snúa til frásagnar, og byrja aftur þar sem frá var horfið. 1650 var sæmilegt ár framan af, vorið þó kalt og blautt. Rokasamt um haustið, svo fuku hús og hey. í síðustu viku sumars gerði mikinn og snöggan byl, sem kom bændum á óvart eins og hitaveitunni í Reykjavík nóvemberfrostin á þessum vetri, því enn var búpeningur allur á útibeit og drapst unnvörpum. 1652. SKALL á harka í síðustu viku góu og stóð í 10 daga, hvasst og frosthart fyrir norðan land. Voraði þó vel og spratt, en fyrir sunnan land rigndi svo uppihaldslaust, að ekki var einu sinni hægt að þurrka eldivið. Um haustið var rgkasamt með skýfalli regns og snjóa, og brotnuðu 20 skip fyrir austan land. 1653. GÓÐUR vetur fyrir norðan land, en vondur syðra. Ofsalegur sunnangarri á Suðurlandi fyrst í janúar, sjór gekk á land og eyði- lagði tún, skip og hús. Mest varð úr veðrinu á Eyrarbakka; þar gekk sjórinn yfir alla byggð, svo fé drukknaði bæði úti og inni í húsum, en fólk bjargaði sér upp á hóla og hæðir, nema einn maður veikur, sem lá í Einarshöfn, hann gat ekki bjargað sér. Eitt danskt timburhús losnaði upp með öllu og flaut upp á Breiðumýri, en tré og raftar úr öðrum húsum flutu allt upp á Flóagafl. Á Háeyri tók upp skemmu með öllu sem í henni var. Sumt af því fannst aftur, þá komið lengst upp í Flóa. Á Hrauni björguðu sumir sér með því að príla upp á rafta LENGI REFA LAUSTLAND AD KALLA 1690. Kona Gísla gekk til fjárins eitt sinn sem oftar, en þá réðist á hana graðungur af öðrum bæ og hætti ekki fyrr en hann hafði drepið kon- una. Var sætzt á, að Gísli fengi graðunginn til átu og þóttu góð málalok. Y.c+\ mmm "'S-Pi'PW ápiiii »pí '' ft'\ Vfk ;'■ v ’t'. f/p '< '■ ' '.■ ■'■ * ■; ■'■■:'■/, ■■//■■/,/' :■■■■ > v- , v : '■ ','' '//'■'."■/ 4* "'A hrímið hryndi ofan yfir þá úr súðinni, þegar paufazt væri á fætur á morgnana, til þess að reyna að komast til húsanna og hára einhverri lúsarögn af illa verkuðum rudda ofan í blámagrar skjáturnar, fáandi ekki sjálfir nægilegt ofan í sig til að losna við svengdartilfinninguna úr maganum og vitandi að ef ekki fer senn að slota svo hægt verði að láta skepnurnar grípa niður yfir hádaginn, er ekki um annað að ræða en skera þær, eina eftir aðra, og þegar allt hefur verið etið og ríagað, mergurinn úr hverju beini, húðin tuggin, er ekki um annað að ræða en að fara á vergang og treysta á góðra manna hjálp, eða svelta til bana eða krókna. EN Á þessum dögum var ekki um annað að ræða, því þá var ekki til neitt ASÍ, þaðan af síður Stéttarsamband bænda og engin Vetrar- hjálp. Og konungurinn hafði jafnvel enn þykkari eyru fyrir kveinan fátæklinganna en ráðherrarnir okkar 7 og skattstjórinn til samans. Á 17. ÖLD var ekkert annað um að ræða en að duga eða drepast. OG FÓLKIÐ gerði hvort tveggja. ALVEG EFTIR efnum og ástæðum. VIÐ LESTUR annálanna vaknar sú hugsun, að viðkoman hjá öllu kviku hljóti að hafa verið gífurleg. Því á hverju ári að kalla yfir löng árabil er sagt frá því, að svo og svo margt fé hafi drepizt, hross og kúpen- ingur, og manndauðatölurnar, sem nefndar eru af farsóttum, slysum og vetrarríki, eru háar enn á nútíma mælikvarða, hvað þá miðað við höfðatölu fyrri tíma. Samt var oftast nóg af fólki til að gegna því sem og aðrir upp á þak, og urðu þaðan að horfa upp á skeppnurnar drukkna í húsinu. 1654. VETUR harður alls staðar og búfé féll. Sums staðar var líka skorið til að létta á fóðrum. 1655. KALDUR vetur nyrðra. Vatnavextir gífurlegir um vorið. Prest- urinn á Skinnastað missti 300 fjár í einu Jökulsárhlaupi. 1659. HARÐIR útmánuðir. Sauðfé féll og var lógað. Nokkrir menn króknuðu. 1661. HARÐUR vetur, kalt og gróskulaust vor, hafís. Margir franskir hvalveiðimenn brutu skip sín, en komust sumir á land. Snjóblinda herj- aði á fé og fólk í Húnavatnsþingi, en annálar segja sjón manna yfir- leitt hafa orðið betri eftir en áður, þegar af var runnin blindan. 1662. HARÐUR vetur frá nýjári fram á vor, uppihaldslaust að kalla. Féll fé og hestar, einkum á Fljótsdalshéraði. Tveir hvítabirnir gengu á land nyrðra. Vallholtsannáll segir þennan vetur frá atviki, sem á ekki mörg sér lík í fréttum okkar af fyrri öldum. 27. október bar svo til á Reykjarhóli í Austur-Fljótum, að bóndi sat um kvöld í baðstofu ásamt kerlingu og barni í vöggu, en húsfreyja var frammi í búri ásamt öðru barni sex vetra. Um fleira fólk er ekki getið á bænum. Allt í einu sviftist þakið af baðstofunni svo inn stóð bylurinn. Bóndi þreif fyrst kerling- una og kom henni á óhultan stað, en sótti síðan vöggubarnið. Að því loknu fór hann að huga að konu sinni í búrinu, en þá höfðu búrvegg- irnir hrunið saman, svo ekki varð komizt í búrið eða úr. Bóndi réði 12 VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.