Vikan

Issue

Vikan - 25.02.1965, Page 15

Vikan - 25.02.1965, Page 15
Dali eftir Halsman. Portrett af Salvador Dali ur framleiðslunnar fór ó markað- inn ón eftirlits og það kom í Ijós, að frógangi var stórlega ófótt. Önnur blöð hafa rætt um ,,hið alvarlega óstand í leikfangamál- unum" og kvartað yfir því, að nú sjáist ekki lengur á markaðnum skriðdrekar, herbílar, orrustuvélar og byssur. Krúsjeff er kennt um þetta vandræðaástand, því vitað er, að það var andstætt vilja hans, að börn léku sér að eftirlíkingum hergagna. Nú verður vonandi bætt úr því. Aftur á móti kvartar Pravda yfir þvf, að óseld sé tugmilljóna króna virði af leikföngum, svo af- káralegum, að þau séu óútgengi- leg og er skipuleggjurunum „þarna uppi" kennt um það. í Komsomol- kaya Pravda er önnur umkvörtun frá herra Sveltlanov, verkfræðingi f Leningrad, sem erfiðara er að bæta úr; Hann vill sem minnsta skipulagningu ofan frá og aukið frelsi einstaklingsins. Hann skrifar um hið dapra yfirbragð á mannlffi í Rússlandi og lýsir „Ijóðakvöldi" á kaffihúsi í Moskvu: „Þegar skáld- in eru búin að lesa upp, setjast þau við sérstakt borð og tala sam- an. Nokkrir feimnir rithandasafnar- ar nálgast þá. Jasshljómsveit leikur nokkur lög. Það er allt svo leiðin- legt, svo hundleiðinlegt. Hvers vegna?" Salvador Dali hefur orðið heims- frægur fyrir súrrealistiska myndlist og þykja því lítil takmörk sett, hvað honum getur dottið í hug. En frægð hans stafar að nokkru leyti af ein- kennilegu útliti og lifnaðarháttum listamannsins. Hann er til dæmis með eitt merkilegasta skegg, sem sögur fara af; það stendur langt út frá andlitinu eins og tveir ein- stakir veiðikampar og má telja full- vfst, að hann ber í það lakk til þess að halda því í þessum skorð- um. Einu sinni fór Salvador Dali til Ijósmyndara eins og gengur og gerist, því kannski hefur hann vant- að mynd í ökuskírteinið sitt. Hann valdi heimskunnan Ijósmyndara, Halsmann að nafni, sem tekur svona tuttugu til fimmtíu þúsund fyrir andlitsmynd, — en það gerir ekk- ert til, því Dali á nóga peninga. Svo sat hann fyrir og Ijósmyndar- inn sagði honum að loka pínulítið augunum og opna ofurlítið munn- inn, takk. Hann vissi, að það þýddi ekki að bjóða Dali venjulega mynd; hún yrði að vera súrrealistisk. En hérna kemur árangurinn: Myndin sem Dali hefur f ökuskírteininu sínu. Saumavélar og næturlíf í Rússlandi Það er alkunnugt, að rússriesk- ar neyzluvörur ýmsar, hafa þótt heldur í lélegra lagi, þegar þær hafa borizt okkur í hendur og virð- ast þær engan samanburð þola við Vesturlandaframleiðslu. Margt bendir til þess, að hinir nýju vald- hafar austur þar reyni að nálgast hinn háa standard Vesturlanda að þessu leyti. Blöðin hafa þótt ein- kennilega opinská um ýmislegt, sem aflaga fer og má telja víst að Stalín hefði látið rétta ritstjórana fyrir að segja annað eins. Hvað eftir annað kemur fram gagnrýni á skipulaginu „ofan frá" og margt bendir til þess að framboð og eft- irspurn fái í vaxandi mæli að ráða framleiðslunni. Pravda gerði nýlega heyrin kunnugt um „Saumavélahneykslið mikla". Fyrir tíu árum barst það ráðamönnum til eyrna, að sauma- vélar væru ekki til í Sovétríkjun- um. Svo þeir ýttu á takkann: [ gang með saumavélarnar. Það voru framleiddar saumavélar og fram- leiddar saumavélar löngu eftir að markaðurinn var mettaður og þess- ir ógurlegu staflar af saumavél- um héldu áfram að hlaðast upp í verksmiðjunum, vegna þess að það hafði gleymzt að ýta á hinn takanr, cem stöðvar saumavéla- framleiðsluna. Annað blað, málgagn flokks- deildarinnar í Moskvu og nágrenni, gerði „túttuhneykslið" að umtals- efni. Eftir að hafa rannsakað mál- ið í Moskvu, þá komust blaðamenn að raun um, að þar var ekki eina túttu að fá á barnapela. [ fyrra hafði verið gert ráð fyrir framleiðslu á 30 milljón túttum, en aðeins 12 milljónir voru framleiddar. Astæð- an meðal annars: Eina verksmiðj- an, sem framleiðir gúmmí af þessu tagi, hafði fengið neitun „að ofan" um framleiðsluaukningu. Blaðið Kazakhstanskaya Pravda réðist á skipulagninguna hjá verk- smiðjum sem framleiða loðskinns- húfur — svo Ijótar að enginn vildi kaupa þær. Verksmiðjan var sekt- uð um nokkur hundruð þúsund kr. þegar það kom í Ijós, að helming- Áttatíu og fjögurra ára gamall Spánverji frá Madrid, Thomas Barraquer að nafni, hefur nýlega kunngjört að hann sé í þann veg- inn að Ijúka 1 ífsstarfi sínu: að gefa blindum sjón með tilbúnu auga. Uppfinningin samanstendur m.a. af lítilli transistorsellu og rafhlöðu með fótósellu. Tvær leiðslur leiða rafstrauminn til málmplatna, sem festar eru við koll og kinn. Þeg- ar fótósellan tekur við Ijósmagni, flytja leiðslurnar áhrifin til tauga- kerfisins og mynda „mynd" í heil- anum. Með tilraunatækinu, sem dr. Barraquer notar, er hægt að fram- leiða aðeins grófgerðar myndir, eins og t.d. blossaljós, sem heilinn verður var við. En uppfinningamað- urinn er fullviss um að hægt sé að endurbæta tækið á ýmsan hátt, svo það geti í framtíðinni leyst af venju- legt auga. Fyrsta tilbúna augað. Spánverjar finna upp tilbúiS auga VIKAN 8. tbl. Jg

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.