Vikan

Eksemplar

Vikan - 25.02.1965, Side 17

Vikan - 25.02.1965, Side 17
Sumarauki f Suðurlöndum - 5. grein Efftip Gísla Sigurðsson Einhversstaðar í vitund flestra manna, leynist hugmyndin um Para- dísareyjuna, hvar sólin alltaf skín á gullin aldin og slétt, blátt haf, en hinir útvöldu njóta augnablikanna undir pálmatrjánum. Sumir hafa lesið um þessháttar sælustaði í ævintýrum eða frásögnum af Suðurhafs- eyjum — og Capri. Á ferjunni milli Sorrento og Capri var ég að reyna að rifja upp fyrir mér, hvað ég vissi um þessa frægu eyju og áfangastað ferða- manna ( Miðjarðarhafinu. Það er býsna lítið. Að vísu hafði ég lesið um rómversku keisarana, sem flúðu þangað frá glaumnum í Róm til þess að geta haldið veizlur í friði. Og ég vissi, að eyjan var há og brött og lítil um sig. Sjórinn var auðvitað spegilsléttur og blár á þessum sólbjarta sunnu- dagsmorgni og þegar Sorrentoskaganum sleppti, var því líkast sem ferjan marraði í blámanum; blátt í bak og fyrir, blátt í efra og neðra. Við létum fara vel um okkur á dekkinu og sólin bakaði bláhvíta kyn- stofninn frá íslandi, sem skar sig úr þessu eirbrúna fólki. En það aftr- aði mönnum ekki frá því að hneppa frá sér skyrtunni og halla sér afturábak í sætinu. Ferðin hafði gengið vel; allt hafði staðið eins og stafur á bók, sem ferðaskrifstofan hafði skipulagt og nú var ekki annað en elta fararstjórann. Þvílíkt áhyggjuleysi og afslöppun. Það var mannmargt á ferjunni, troðfullt væri kannski réttara að segja. Við höfð- um talað um að koma saman hjá útgöngudyrunum svo sem tíu mínútum fyrir brottför til þess að tryggt væri að við næðum í báta út í Blá- helli. En fleiri voru á þessari skoðun en við; á miðri leið þustu flest- allir farþegar upp til þess að taka þátt í kapphlaupinu um dyrnar. Svo við létum þátttökuna í keppninni eiga sig og sátum sem fastast. Amerísk kona, sem virtist gallhörð í því að ná til dyranna, hvað sem það kostaði, varð að klofa yfir fæturna á mér og ferðafélaga mínum þar sem við sátum. Hún baðst auðvitað afsökunar, en við spurðum hana rétt sísona í leiðinni, hvort hún ætlaði ekki að verða samferða skipinu öllu lengur eða hvort skipið væri nokkuð að sökkva. Nú jæja, ekki það; hvort það mætti þá ekki bjóða henni að taka það rólega í þessu fallega sólskini: Easy does it, ekki satt? Þá sá hún, að hugmyndin var ekki galin og hætti með öllu að alboga sig áfram í mannþrönginni. Allt í einu var eyja fyrir stafni, sæbrött og gulgráir klettarnir mynduðu milda og þekkilega andstæðu við blámann: Capri, sem sumir hafa jafn- vel kallað fegursta stað á jörðu og lofsungið ( kvæðum.Mikið var nú haust- ið blítt og samt komið þó nokkuð framyfir réttir. Það gekk að óskum að komast út úr ferjunni; ég vona bara að konan hafi ekki misst af bátnum yfir í Bláhelli. Capri er rúmir 6 km á lengd og liðlega kílómeter á breidd. Það er ( rauninni ótrúlegt að öll sú fegurð rúmist á ekki stærra flatarmáli. Langt er síðan menn komust að raun um það, að á Capri er sjórinn tærari, gróðurinn grænni og hellarnir rómantískari en annarsstaðar. Þetta vissi meðal annarra Augustus keisari og flúði þangað úr sollinum í Róm 29 árum fyrir fæðingu Krists. Þá var hann orðinn leiður á að leika mildan keisara árum saman og gefa mönnum upp sakir, þegar aðrir hefðu drepið þá. Hann sá, að þessi viðleitni var einskis metin, enda líklega ekki tímabær. Svo hann var orðinn dálítið geðillur og þreyttur á völd- unum. En miklu fremur var þó eftirmaður hans í keisaraembættinu, Tíberíus, sem stuðlaði að frægð Capri. Hann var enn geðverri nöldurseggur og dauðleiður á spillingunni í Róm. Það virtist ekki hafa nein teljandi á- hrif á stjórn ríkisins, þótt hann yfirgæfi keisarahallirnar og hyrfi til eyjunnar fögru. Þar lifði hann að miklu leyti í friði og ró í ellefu ár og byggði tólf hallir víðsvegar um eyjuna yfir ástkonur sínar. Og samt var hann alltaf fúll öðru hvoru, enda ekkert Kklegra en allt þetta kvenfólk hafi verið honum ofraun. Þarna hélt Tíberíus drykkjuveizlur og orgíur ( höllum sínum eða jafnvel í hellunum og lét henda þeim framaf björgum, sem voru leiðinlegir ( partíum. Svo hélt sólin eftir að skína á rústir þess sem var, en fiskimenn gerðu paradísina að sinni og höfðu að auki búsílag af hlunnindum gróðurs og moldar. Það fara fáar sögur af Capri framá öldina sem leið. Þá urðu þýzkir ferðamenn til þess að endurlífga frægð Capri og eyjan varð hinn eini rétti áfangastaður og endamark í suðurgöngum þeirra. Þá voru þar tvö frumstæð þorp; annað samnefnt eyjunni, hitt hét og heitir enn. Anacapri. Það er hátt uppi og handan við allmikla hamra. Þar á milli hafði lengi verið kritur og hreppapólitík. Capri- búar höfðu samband við land, keyptu góss af sjófarendum líkt og þegar afar okkar og langafar skiptu á biskví og votaling við franska duggu- sjómenn undan ströndum íslands. En uppi á Anacapri bjuggu þeir meira að sínu og lifðu í leir og steinkofum, sem voru hreint ekki ósvipaðir þeim húsum uT sama efni, sem enn er búið ( austur í Arabalöndum. Það var jafnvel töluð sín málízkan ( hvoru plássinu og allt var þetta harla rómantískt í augum aðkomumanna. Rómantíska stefnan var búin að tröllríða Evrópu og Capri var aldeilis staður, þar sem maður gat horfið aftur til náttúrunnar og þeirra lifnaðarhátta, sem guð hafði gert ráð fyrir á jörðinni. Árið 1828 fannst Bláhellir fyrir einhverja tilviljun; náttúrufyrirbrigði án hliðstæðu í veröldinni og þá var ekki að sökum að spyrja: Paradísin, sem menn héldu að væri einkum og sér í lagi austur í Polinesíu eða einhversstaðar á sunnanverðu Kyrrahafi, var þá við túnfótinn, þegar allt kom til alls. Ég hygg, að það sé tímabært þegar hér er komið sögu, ag geta um þátt Svíans Axels Munthe fyrir þetta eyland. Capri var orðin fræg fyrir rómantíska fegurð og fágæta hella, þegar hann fæddist norður í Svíþjóð um líkt leyti og Danir veittu íslendingum verzlunarfrelsi. Hann var fágætlega gáfaður maður, mannvinur og dýravinur. Hann lagði stund á læknisfræði með þeim árangri, að hann var kornungur að aldri orðinn tízkulæknir í París og Róm. Allir vita, að tízkulæknar raka saman peningum og Axel Munthe var engin undantekning. En það var honum ekkert endanlegt mark. Hann gekk fram eins og hetja, þegar mannskæður kólerufaraldur geysaði í Napolí og ekki varð hann rík- ur af þv(. En hann varð einskonar þjóðsagnapersóna eða jafnvel þjóð- hetja þarna suðurfrá. Þegar Axel Munthe kom fyrst til Capri, varð hann gagntekinn af fegurð staðarins og keypti allstóra spildu lands uppi á Anacapri, þar sem fyrir voru akrar fátækra bænda og rústir. Munthe var orðinn auð- ugur maður og byggði sér veglegt hús á landspildu sinni, sem stendur enn í dag og heitir Villa San Michele. Með óþrotlegri elju hóf hann að bjarga fornminjum á Capri og hvar sem hann fór. Sumu af því sem hann barg, kom hann á smekklegan hátt fyrir í húsi sínu. Hann bjó þar í 30 ár, síðast nærri blindur, en dó í Svíþjóð 92 ára, Hann ánafnaði San Michele til sænska ríkisins og hver sem vitjar Capri, getur fengið að ganga um stofur og herbergi þessa stórmerka manns. Inngangseyrir rennur að hluta til fátæks fólks á Capri samkvæmt fyrir- mælum Munthes. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt Medúsahöfuð á stalli, sem Munthe fann, þegar hann rýndi ( k(ki niður í hafið af kletta- höfðanum. Það var þar á allmiklu dýpi. Hann sá, að sumir þeir far- fuglar, sem leita til Norðurlanda að sumrinu, höfðu viðkomu á Capri og virtust hvda sig þar. En fugladráp var iðkað sem sport. Þessvegna keypti hann upp stórar lendur og friðlýsti fuglabjörg. Samt verður hans líklega lengst minnzt fyrir bókina um San Michele, sem þýdd hefur verið á hvert einasta mál, sem yfirhöfuð er hægt að þýða á og selst enn í stórum upplögum eftir 35 ár. Samtals hafa verið skrifaðar 600 bækur um Capri svo það er í raun- inni alls ekki á það málæði bætandi. Og þó eru þar ekki meðtaldar þær bækur, sem rithöfunar ýmsir hafa látið gerast þar, eftir að eyjan komst í tízku. Viktoría Svíadrottning fetaði í fótspor landa síns og eign- aðist sumarhöll og allir vita nú hvað gerist, þegar ein kýrin pissar. Umberto var þó réttilega kóngur yfir plássinu og slóst í félagsskapinn með fjölmenna hirð. Þá var röðin komin að skáldum og listamönnum: Hver um annan þveran þyrptust þeir til Capri á fund listagyðjunnar, sem allir voru sammála um, að væri búsett þar og heimilisföst. Þessi leit að listrænni hvatningu á Capri náði hámarki á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Somerset Maugham skrifaði sögu um bankaritara, sem fórnaði öllu til þess að geta setzt að á Capri. Normann Douglas eigraði þar um stíga og skrifaði Sunnanvinda; bók, sem öll fjallar um Capri. Það sama gerði D. H. Lawrence og tónskáidið Debussy kompón- eraði eina gullfagra serínöðu til heiðurs eyjunni. Á þessum tímum var landslagsmálverkið hámark allrar myndrænnar túlkunar og þeim mun rómantískara, þv( betra. Málarar flykktust til Capri. Þá var röðin kom- in að ensku yfirstéttunum, sem spurðu ágæti eyjunnar og brátt fylltu jaktir þeirra höfnina. Þá fór listamönnunum að leiðast þófið. Þeir skildu aristókratíið eftir í villum sínum, sem jafnan voru tvær á mann: Ein sneri ( suðurátt fyrir vetrarnotkun, en önnur sneri f norður- átt og var ( brúki á sumrum. Nú þegar búið var að gera garðinn frægan og allir héldu að það væri fínt og harla gott að láta sjá sig á Capri, þá voru þessir dutlungafullu listamenn búnir að taka saman pjönkur sína fyrir fullt og allt og byrjaðir að lofa og prtsa aðra staði. Þetta var allt fyrir siðari heimsstyrjöldina. Capri var einskonar dúkkuhreppur, þar sem allt dafnaði vel og fátæktin var mestan part úr sögunni. Allt var svo lítið og viðráðan- legt: Litlum húsum var dreift um allt og yndislegir, litlir garðar um- kringdu mann allsstaðar og frjósemin var slík, að vandlátar jurtir uxu út úr bergveggjunum. Ferðamannaferjurnar frá Sorrento og Framhald á bls. 39. VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.