Vikan - 25.02.1965, Qupperneq 48
VIKAN OG HEIMIUÐ
1 rifstjorii
Gudridbr Gisiödétf ir«
X
0
r
r
X
>
0
X»ar sem ungbörn eru, þarf aö þekja
skörp horn, svo að þau meiði sig ekki
á þeim. I»að má gera með plast eða
gúmmísvampi, sem alls staðar fæst
hér núna.
Takið aldrei málmpotta beint úr ís-
skápnum og setjið beint á mjög heita
plötu. Annað hvort verður potturinn
að standa í stofuhita fyrst, eða hitna
með eldavélarplötunni, annars geta
komið dældir í botninn.
Ein af laushekluðu, ný|u peysun-
um, ermalöng og slétt í hólsinn.
Falleg hvort sem er við síðbuxur
eða pils, sérstaklega ó skólastúlkur.
Sérkennileg peysa, sem rétt virðist
hanga ó öxlunum og nema hvergi
annars staðar við — hálsmólið vítt,
ermar víðar og sjálf peysan víð.
Það er einhver austurlenzkur svip-
ur yfir þessari flík og mundi hún
henta vel grannvöxnum og fíngerð-
um stúlkum.
Enn er hái kraginn ákaflega vinsæll.
Bolurinn er úr smá-'þverröndóttu
jersey, en ermar og kragi svart.
Neðst á peysunni er laust belti.
Bolurinn gæti líka verið laus yfir
svarta peysu með háum kraga, en
margar áttu slika ermalausa sum-
arpeysu í sumar, þv( að þverrönd-
ótt var alls ráðandi í sportpeysum
þá, og ef litirnir eiga vel saman,
má nota sumarpeysuna sem vesti
á þennan hátt.
Þverröndótt peysa með löngum
ermum — það má nú segja, því
að ermarnar ná fram á handar-
bök og eru með gati fyrir þumal-
fingurinn. Voru ekki svona hanzkar
einhvern tíma kallaðir griplur? Hér
er þetta yfirfært á ermarnar og er
auðvitað bæði hlýtt — og öðru vísi
en annað og nýtt.
FOt á vinnustað og V sköla
Hugsið vel um hvers-
dagsfötin
Það borgar sig að kaupa tiltölu-
lega dýrari og vandaðri íöt til hvers-
dagsnota en til að nota þegar farið
er út að skemmta sér. Bæði er það,
að á sparifötunum verða stúlkur leið-
ar og vilja ekki láta sjá sig á sömu
stöðunum kvöld eftir kvöld í sama
kjólnum og svo hitt, að ekkert mæð-
ir á þannig veizlufötum. Sama er
ekki hægt að segja um vinnufatnað.
Hann þarf að vera úr efnum, sem
halda sér vel og þola vel hreinsun —
en það þarf líka að hugsa vel um
hann og hirða fötin vel. Áriðandi er
að eiga nóg til skiptanna, því bæði
skór og kjólar þurfa að „hvíla sig“
öðru hverju. Vinnukjólar eiga ekki
að vera flegnir eða ermastuttir og
við þá á ekki að nota mikið af skart-
gripum.
Hreinsun og viðrun
Sé mikið reykt eða af öðrum ástæð-
um þungt loft á vinnustað, verður að
viðra kjólinn öðru hverju, annað hvort
úti eða í herbergi, sem ekki er verið
í yfir nóttina. Það þarf varla að taka
það fram, að fötin á að hengja upp
eftir hverja notkun, en ekki leggja
þau á stól. Breið og mjúk herðatré
eru bezt fyrir kjóla, en sérstök herða-
tré fyrir pils fást hér í búðum. Hafi
komið hné í pils eða buxur, eða för
eftir langar setur, er ágætt að hengja
flíkina inn í gufu — t. d. í baðher-
bergí. Þá sléttast oft úr hrukkunum,
en auðvitað má ekki fara í fötin aft-
ur fyrr en þau eru þurr. Fötin hald-
ast ótrúlega lengi hrein og fersk, séu
þau burstuð reglulega. Öll laus óhrein-
indi burstast þá úr og loft kemst í
efnið. Hálsmál og kraga þarf að
hreinsa öðru hverju úr hreinsivökva
eða mauki gerðu úr magneeia-dufti
og jafnmiklu af bensíni og koltetra-
klorid. Þegar maukið þornar er það
burstað burt, og með þessu móti koma
ekki för eftir vökvann. Á sama hátt
má ná fitublettum úr kjólum. Te og
kaffiblettir fara með volgu vatni, séu
þeir hreinsaðir strax, en hafi rjómi
verið í kaffinu, verður að nota hreinsi-
vökva. Blekblettir fara bezt með
salmíakspíritusblöndu og naegu af
volgu vatni á eftir, en kúlupenna-
blek með hreinum spíritus eða metyl-
akohol. Þurfi að pressa Courtelle-
jersey, sem mikið er notað núna og
þolir þvott án þess að hlaupa, á að
gera það með volgu járni yfir þurrt
stykki. Ullar-jersey má aftur pressa
með votum klút eða gufustraujárni.
Ullar- og orlonpeysur á að þurrka
liggjandi og útbreiddar í það form,
sem þær eiga að vera, eftir að hafa
verið þerraðar fyrst sléttar í hreinu
handklæði. Látið svitameðalið þorna
yel áður en farið er í flíkina, en
sum efni þola það illa og myndast
þá blettir, sem erfitt er að ná úr.
Non-iron efni þola illa svitameðöl, og
sé manni sérlega annt um flíkina, er
vissara að nota ermablöð með. Nælon-
fatnaður á helzt að hanga þótt hann
sé óhreinn og bíði eftir þvotti, því
að innan um annað óhreint tau get-
ur hann fengið hrukkur, sem næstum
ómögulegt er að ná úr aftur.
Úti í hellirigningu
Það er erfitt að búa sig eftir veð-
urfarinu á íslandi. Sól getur verið að
morgni, þegar farið er í vinnu, en
á heimleið er eins líklegt að maður
lendí í hellirigningu. Þegar inn er
komið, verður að hrista kápuna vel
— að ekki sé talað um pelsinn, þvl
að hann má alls ekki bursta blautan.
Kápuna á svo að hengja vel upp og
£g VIKAN 8. tbl.