Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU Hú8 yðar þarfnasr AVON-umhyggju. HúS yðar, — í raun og veru sérhverrar konu, tekur jafn fljótt og með þakklæti ó móti óhrif- um hins rakamettaða RICH MOISTURE CREAM, eins og blóm síg- ur í sig döggina. Þér munuð gleðjast yfir þessu dásamlega fitu- lausa AVON-kremi og hvernig húð yðar blómstrar við notkun þess. Og eftir að hafa notað RICH MOISTURE CREAM mun það auka vellíðan yðar að nota ROSEMINT FACIAL MASK, — AVON CLEANESING CREAM, - VITA MOIST CREAM, og AVON SKIN LOTION. ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: Regnboginn, Bankastræti, Tíbrá, Laugaveg 19, Gyðjan, Laugaveg 25, Orion Kjörgarði, Sápuhúsið, Lækjartorgi, Mirra, Austurstræti, Oculus, Austurstræti, Vesturvæjarapótek. ÚTI Á LANDI: Drangey Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi, Verzl Jóns Gíslasonar Ólafsvík, Verzl Einars Guðfinnssonar Bolungarvík, Verzl. Ari Jónsson Patreksfirði, Verzl. Jón S. Bjarnason Bíldudal, Verzl. Straumur ísafirði, Húnakjör Blönduósi, Sauðárkróks Apótek, Verzl Túngata 1, Siglufirði, Verzl. Guðrúnar Rögnvalds Siglufirði, Siglufjarðar Apótek, Rakarastofa Jóns Eðvarðs Jónssonar Akureyri, Stjörnuapótek Akureyri, KEA Akureyri, Verzl Kristjáns Jónssonar Hólmavík, Kaupfélag Þingeyinga Húsavík, Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnafirði, Apótek Austurlands Seyðisfirði, Kaupfélag Austur Skaftfellinga Höfn Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, Kaupfélag Árnesinga Selfossi, Verzl. Grein Hveragerði, Silfurbúðin Vest- mannaeyjum, Parísarbúðin Vestmannaeyjum, Verzl Edda Keflavík, Verzl. Halldórs Ingvarssonar Grinda- vík, Verzl Embla Hafnarfirði, Hafnarfjarðar Apótek. Einkaumboð: J. P. GUÐJÓNSSON H.F. - Sfmi 11740, - Skúlagötu 26 - Box 1189. 2 VIKAN 11. tbl. Vanræktur liður í þjóSarbúskapnum Það er alkunn staðreynd að fyrirtæki verða að auglýsa til þess að ná i nýja viðskiptavini: án auglýsinga geta þau ekki einu sinni haldið status quo til lengd- ar livað þá aukið viðskiptin. Þetta sama gildir um þær þjóðir, sem verða að reiða sig á erlend viðskipti, hvort heldur það eru ferðamenn, sala á iðnvarningi eða fiskafurðum. Public relations, eða hvers- kyns útbreiðslu- og auglýsinga- starfsemi er þýðingarmikill lið- ur i jijóðarbúskap allra þróaðra þjóða. Án þess spyrst ekki um ágæti þjónustunnar og gæði vör- unnar og það er raunar til lítils að framleiða góða vöru, ef sára- fáir vita um tilveru liennar. Hingaðtil er ekki liægt að tala um neina auglýsingu á íslandi sem ferðamannalandi á erlend- um vettvangi. Auglýsingin á veigamestu útflutningsfram- leiðslu okkar er máttlaust kák, Utbreiðslustarfsemin er liður sem ekki fyrirfinnst i þjóðar- búskap íslendinga. Norðmenn eru nærtækt dæmi um þjóð, sem skilur, metur og notar sér þá auglýsingu ,sem hægt er að fá meðal annarra þjóða.Meðan íslendingar lásu uni það í blöðum, sælir og ánægðir eins og börn, að nú ætti að fara að viðurkenna opinberlega landafundi Leifs Eiríkssonar vestur í Bandaríkjunum, þá höfðu Norðmenn brugðið snar- lega við og næstum liaft það af að gera Leif að Norðmanni. Þeir unnu þá lotu glæsilega á stig- um. Nýlega birtu dagblöðin frétt þess efnis, að nú hyggðust Norð- menn búa til kvikmynd um Leif heppna til þess að færa sönnur á, að það var liann, en ekki Columbus, sem heiðurinn á af iqipgötvun Ameríku. Og eitt dæmi enn: Ekki alls fyr- ir löngu var efnt til stórrar bóka- sýningar í Þýzkalandi. íslending- ar tóku ekki þátt í henni. Norð- menn gerðu það aftur á móti og stærsta númerið, langt fyrir ofan Ibsen og Björnson, var SAGAERNE, íslendingasögurnar: Njáls saga, Egils saga og Grettla að ekki sé nú talað um Sturl- ungu. Óneitanlega ósvífið, en þeir kunna sitthvað fyrir sér, frændur okkar og nágrannar og við gætum ýmislegt af þeim lært. Er ekki kominn tími til að stofn- að verði Útbreiðslu- og markaðs- málaráðuneyti, sem til dæmis gæti heyrt undir Viðskiþta- eða Menntamálaráðuneytið. G.S.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.