Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 40
(tíardisette) fallegar sisléttar gardinur Gardisettc heflr alla kosti: * Ljós og sólekta * Síslétt * Teygist ekki * Auðvelt i pvotti * Krumpast ekki * Auðvelt að sauma * Mölvarið * Lítur út sem nýtt árum saman * Dregur ekki í sig tóbaksreyk * Einstæð ábyrgð: Verksmiðj- an ábyrgist yður fullar bætur fyrir hvern meter, ef Gardisette gluggatjöld krumpast eða þurfa straujun. ur listin og hugarflug hins smekk- vísa heimsborgara ríkium; sjá, hér er gull, fílabein og marmari og all- ar heimsins lystisemdir. Enn eru þessar hallir furðu stolt- ar eins og gamlar aðalsmeyjar, sem muna sinn fífil fegri en láta á engu bera. Og þær eru alveg ótrúlega margar; súlurnar standa uppúr vatnsfletinum og bera öll herleg- heitin, stílgerðir margra alda. hær elztu eru í byzantiskum stíl msð léttu flúri og háum bogum. Síðan þútti fegurra og rökrænna að bog- inn væri háifhringur og öíl getðin sterklegri: Rómverskur stíll. En allt er breytingum undiropið og Gotik- in fiæðir yfir þsssa byggð með odd- boga og svííandi léttleika, sem klæðir Feneyjar vel. Sumar þessar gctneskj forhliðar oru fínleikinn s'álfur og mann grunar að eitthvað hafi iæðzt ir.ní b/ggingarverkið af austurienzkum, ekki sízt indverskum áhrifum. Enda höiðu Feneyjar mikið saman við Austurlandabúa að sælda um þcer mundir. Samt náði andi endurreisnarinnar að yfir- skyggla allt annað í bili; margar hallir eru í endurreisnarstíl, sem ekki megnar að halda hreinleika sínum til lengdar fyrir Barokinu. En úr því fór Feneyjum að hnigna og fáar hallir byggðar eftir það. Mér er sagt, að það sé jafnvel hægt að fá leigða höll við Stórál yfir sumartímann fyrir ótrúlega lágt verð. Það ættu þeir að athuga, sem ekki hafa ráðstafað næsta sumarleyfi. Ræðarinn lagði uppað við brúna. Rialtobrúna. Þar voru nokkrar bryggjur og skilti með Stazione Gondole. Þessi brú er ævagömul. Flún liggur í háum boga yfir Stór- ál og gamlar gullsmíðabúðir tróna á henni báðum megin í stað hand- riða. Allt snjáð og fagurlega veðr- að og bitið af tönn tímans. Einn skilding í lófa ræðarans svo hann eigi fyrir bjór Grazie, grazie mille. Hann hvarf að vörmu spori eins og skuggi undir brúna. Quo Vadis, hvert er ferðinni heit- ið, hvar ertu? Hér og nú. Hér og þar sem þröngu göturnar byrja við Rialto. Þar sem húsin olnboga sig í þrengslunum svo göturnar geta að- eins orðið metersbreiðar. Það eru frekar mjóar götur, ekki satt? Eg man ekki eftir þeim mjórri ann- arsstaðar. Hvernig skyldi það vera að alast upp í svona götu? Hvað skyldu þeir vita um fsland og Gunnar á Hlíðarenda hér? Eða er nokkurt útsker fjarlægara héðan að sjá. Spitsbergen eða Franz Jósefs land, ísland eða Tasmanía. Þetta er alltsaman bak við yztu sjónar- rönd. Hér við botn Adríahafsins er miðpunktur alheimsins, gott hvort hann er ekki einmitt í þessum þröngu götum. Hvílíkur léttir að vita af sér svona fjarri afskektinni. Kannski vita þeir lítið um Gunnar á Hlíðarenda og þann möguleika, að hann kynni að hafa rennt sér yfir Stórál — millum höfuðísa að sjálfsögðu — og klofið þar ein- hvern í herðar niður, sem vel lá Heilo-Fasan * -tf k ************ í >t*í<*-****í*íí &<.«+*****♦*[ ♦ tt + MV******* íc ♦ «*****»♦«* »*!(♦»♦***** Fjölbreytt val mynztra. * Dala-garnið er norsk úrvalsvara. Dala-garnið fæst um allt land. Dala- umboðið við höggi. Nei, liklega ekki. En þeir þekkja Sofiu Loren og vita að skór eiga að vera támjóir. Og bux- urnar þröngar. Hvað hefur maður að gera við frekari vitneskju? Eg var að minnast á forhliðar húsanna við Stórál og aðskiijan- legar stiltegundir þeirra. Bakhlið- arnar eru aftur á móti ekki eins auðvelt að skilgreina, enda hefur minna verið til þeirra vandað. Þar eru þröng síki og götur sem grann- ur maður treður sér eftir með lagi, stundum upp tröppur og yfir brýr. Það rennur upp fyrir manni, að það er jafnvel enn þéttari byggð hér en í nýja einbýlishúsahverfinu við Sundlaug Vesturbæjar, þar sem lóðirnar gengu kaupum og sölum á þrjú hundruð þúsund. ?r ☆ ☆ Á Markúsartorgi leyfðu þeir sér að fara ósparlega með plássið; það er sjálft djásnið í kórónu borgarinn- ar, samkomustaður og skemmtistað- ur i senn, steinlagt, rennislétt. Dúfnaskarinn, sem þvælist um torg- ið er til kominn fyrir tilstilli heilagra manna í fyrndinni og enginn leyfir sér að hrófla við honum. Þar er þessi fræga kirkja, kennd við Mark- ús guðspjallamann, byggð eins og hvert annað helgiskrín yfir bein Markúsar, sem kaupmönnum lukk- aðist að grafa upp i Alexandríu árið 829 og hafa heim með sér. Upp frá þeirri stund varð Markús verndardýrlingur borgarinnar og sér svo um, að borgin sekkur ekki niður í sandelginn nema um hálfan metra á hverri öld og hljóta allir sanngjarnir menn að sjá,að það eru hagstæðir skilmálar á þessum stað. Fjórar viðáttumiklar mósaík- myndir á forhlið kirkjunnar segja söguna af hinum sögulegu beina- flutningum guðspjallamannsins. — Auk þeirra er farið ósparlega með mósaík í víðum hvelfingum kirkj- unnar og margur heilagur maður þar haglega upp dreginn. Við þess- ar mósaíklagnir unnu listamenn Feneyja samfleytt í átta ár og þó voru það röskleikamenn. Sá tvígrafni hefur verið vel í minnum hafður [ þessari sókn og merki hans, Markúsarljóninu, bregður víða fyrir. Það styður fram- löppinni á opna bók og þar á standa orðin „Pax tibi, Marce, ev- angelista meus": Friður sé með þér Markús, guðspjallamaðurinn minn. En í kirkjunni sjást þess merki, að sandur er ótraust undirstaða; gólf- ið er allt í mishæðum og öldum, kirkjan hefur sigið. Uppi yfir aðal- dyrum er fereyki á harðaspretti; dökkar styttur í fullri stærð eða meir og má segja með sanni að klárarnir þeir hafi víða ratað og fjöld of farið, enda þótt eftirsókn- arvert herfang. Á veldisdögum Fen- eyja var þeim hnuplað austur í Miklagarði, nánar tiltekið á Pað- reimi, þar sem þeir höfðu staðið frá þeim tíma er Konstantín keisari flutti þá austur þangað. En það er hald manna, að upphaflega hafi klárarnir staðið á sigurboga Nerós í Róm og síðan á sigurboga Trajan- vikan ll. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.