Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 30
Svalandi - ómissandi á hverju heimili Hún neitaði að snúa sér við að horfast i augu við sjálfa sig. — Þú skildir mig eftir eina! Svo hvað gat ég gert? hrópaði hún að anda ástar sinnar. Hún sagði sjálfri sér að hún myndi brátt verða Marquise du Plessisde Belliére en það var engin gleði í sigri hennar. Hún var að- eins niðurbrotin, eyðilögð. — Það sem þú hefur gert er auðvirðilegt, viðbjóðslegt.. ..! Té,rin streymdu niður kinnar hennar. Hún hallaði enni sínu að gluggarúðunni, sem heiðin hönd hafði þurrkað af skjaldarmerki de Peyracs greifa og grét með stuttum sogum um leið og hún sór með sjálfri sér, að þessi veikleikatár skyldu verða þau síðustu sem hún út- hellti. 80. KAFLI Þegar Madame Morens kom til hússins í rue Saint-Antoine næsta kvöld, hafði hún náð nokkru af sjálfsvirðingu sinni. Hún var ákveðin í því að láta ekki siðfengið samvizkubit gera að engu það afrek, sem hún hafði átt svo erfitt með að vinna. „Víninu hefur verið hellt í glös- in, það verður að drekka það,“ eins og Maitre Bourjus hefði sagt. Svo hún hélt höfðinu hátt, gekk inn í stóra setustofu sem vár upplýst að- eins með eldi í arninum. Það var enginn í herberginu. Hún tók af sér skikkjuna og grímuna og hélt fingrunum móti eldinum. Þótt hún leyfði sér ekki að sýna nein ótta né iðrunarmerki fann hún að hendur hennar voru kaldar og hjartað barðist i brjósti hennar. — Fáeinum andartökum síðar var dyratjaldinu lyft og gamall maður, hógværlega klæddur í svart, kom til hennar og hneigði sig. Angelique hafði ekki eitt andartak ímyndað sér að ráðsmaður du Plessis Belliére væri ennþá Monsieur Molines. Þegar hún þekkti hann rak hún upp undrunaróp og greip i fögnuði um hendur hans. — Monsieur Molines! Er það mögulegt!.. . . Hvað?. . . . Ó hvað ég er glöð að sjá yður aftur! — Þér gerið mér mjög mikinn heiður, Madame, sagði hann og hneigði sig aftur. — Vilduð þér vera svo væn að fá yður sæti í þessum hæginda- stól. Hann settist sjálfur niður skammt frá eldstæðinu við ljtið borð sem á var skrifblokk, blekbytta og bolli með sandi. Meðan hann var að hvessa pennann, virti Angelique hann fyrir sér. Hún undraðist útlit hans. Hann hafði að visu elzt en andlitsdrættir hans voru skarpir og augun skýr og spyrjandi. Hárið, undir svartri klæðishettu, var mjallahvítt. Angelique gat ekki varizt Því að ímynda sér við hlið hans þrekvaxinn líkama föður hennar, sem hafði svo oft setið við eldinn ásamt þessum Húgenotta, til að ræða um og undirbúa nánustu framtíð afkomenda sinna. — Getið þér sagt mér nokkrar fréttir af föður mínum, Monsieur Molines? Ráðsmaðurinn blés kusk af gæsafjöðrinni sinni. — Hans hágöfgi baróninn er við góða heilsu, Madame. •—• Og múldýrin? — Þetta ár virðist ætla að koma mjög vel út. Ég held að þessi starf- semi veiti föður yðar mikla ánægju. Angelique sat við hlið Molines, eins og hún var vön þegar hún var pínulítil stúlka, þvermóðskufull á svipinn og teinrétt. Það var Molines sem undirbjó brúðkaup hennar og de Peyrar greifa. Og nú kom hann aftur í Ijós, að þessu sinni fyrir hönd Philippe. Eins og köngulóin spinn- ur vef sinn af natni og þolinmæði, hafði Molines alltaf verið viðriðinn örlagaþráð Angelique. Það var uppörvandi að rekast á hann aftur. Var þeð ekki merki um það að nútíðin væri á ný hlekkjuð við fortíðina? Friður fæðingarstaðar hennar, orkan, sem streymdi af fornri aðals- ættinni en einnig áhyggjur bernskunnar og tilraunir vesalings baróns- ins til að sjá fyrir niðjum sínum, uggvænleg rausn ráðsmannsins Mol- ines. . . . — Munið þér það? spurði hún dreymin. — Þér voruð þar, brúðkaups- nóttina mína í Monteloup. Ég var svo vond út í yður, og þó hef ég verið svo dásamlega hamingjusöm, og það er yður að þakka. Gamli maðurinn gaut á hana augunum yfir stóru gleraugun sín með skjaldbökuskeljarumgjörðunum. — Erum við hér til að rifja upp hjartnæm atvik úr fyrra hjónabandi yðar eða til að ræða samningana varðndi hjónaband númer tvö? Kinnar Angelique urðu rauðar. — Þér eruð harður, Molines. — Þér eruð einnig hörð, Madame, ef ég má dæma eftir þeim að- ferðum sem þér notuðuð tií að koma hinum unga húsbónda mínum til að giftast yður. Angelique dró andann djúpt en augu hennar hvikuðu ekki. Hún fann að sá tími var liðinn, þegar hún, fyrst sem óttaslegið barn, síðan sem fávís ung stúlka, hafði litið með ótta á hinn almáttuga ráðsmann Mol- ines sem hélt örlögum fjölskyidunnar í höndum sínum. Hún var verzl- unarmaður sem Monsieur Colbert taldi ekki eftir sér að tala við. Og rökvísi hennar hafði hvað eftir annað stungið upp í Pennautier, banka- manninn. — Molines, einu sinni sögðuð þér við mig: — Ef maður vill ná ein- hverju takmarki verður maður að vera reiðubúinn að fórna einhverju fyrir það. Að þessu sinni er ég að fórna nokkru sem er mér mjög dýr- mætt: Sjálfsvirðingu minni.... En það skiptir ekki máli! Ég hef tak- marki að ná. Mjótt bros aðskildi varir gamla mannsins. — Ef iítilfjörleg viðurkenning mín getur orðið yður til nokkurrar uppörvunar, Madame, þá þiggið hana. Þá var röðin komin að Angelique að brosa. Hún myndi alltaf geta samið við Molines. Þessi vissa gaf henni hugrekki til að ræða um samn- Lnginn. — Madame, hélt hann áfram. — Við skulum vera nákvæm. Mark- greifinn gaf mér i skyn að hér væri um alvarlegt mál að ræða. Þess- vegna skal ég segja yður þau fáu skilyrði sem þér verðið að sætta yður við. Svo getið þér nefnt yðar skilyrði. Að því loknu skal ég skrifa upp samninginn og lesa hann fyrir báða aðila. Fyrst af öllu, Madame, sam- þykkið þér að sverja við hinn heilaga kross að þér vitið um felustað ákveðinnar öskju sem hans hágöfgi óskar að ná í sína vörslu. Fyrst, að þeirri eiðtöku lokinni hefur samningurinn gildi. — Ég er reiðubúin, sagði Angelique og rétti upp hendina. Öll réttindi áskilin. Opera Mundi. Paris. Framhald í næsta blaði. í næsSa blaði: Ný, íslenzkskáldsaga hefur göngu sína í Vikunni Það hefur verið kvartað yfir því að undanförnu, að lítið sæi dagsins Ijós af íslenzkum skáldsög- um og það er rétt. Nú hefur Vikan hins- vegar þær fregnir að færa, að rofa mun til í þessum málum í næstu viku, þegar hér í blaðinu byrjar ný skáldsaga eftir íslenzka alþýðukonu, SIGRÍÐI FRÁ VÍK sága sem skrifuð er á hinu lifandi tungu- taki alþýðunnar í landinu; þeirrar al- þýðu, sem ólst upp á Tslendingasögunum við móðurkné og hefur orðið að bíða elliáranna til þess að fá tómstundir til að skrifa. Þannig er um þessa stórbrotnu skáld- konu, Sigríði frá Vík. Hún hefur alla tíð búið við þröng kjör og komið til manns stórum hópi barna. Fyrst á sjötugsaldri stingur hún niður penna og segir sög- una af þeim Guðmari og Jónhildi á Bakka. Þetta er íslenzk sveitasaga, sem gerist um aldamótin eða kannske fyrr, römm örlagasaga. Sagan ber nafnið HVINUR í STRÁUM og verður öll birt í þrem hlutum í Vikunni. Fylgizt með frá byrjun. Hér er á ferðinni saga og skáld, sem án efa verða umtöluð. 0Q VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.