Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 36
Brother saumavélar Kynnið yðnr hinar vinsælu Brother saumavélar Verð kr. 4.890.00 og kr. 6.012.00. BALDUR JÓNSSON S.F. Hveríisgöto 37. — Sími 18994. OSTA* OG SMJÖRSALAN sJf. smjör *____ ABRAUÐIÐ að um hana í þessari tóntegund sem þau viðhöfðu þarna inni. Eins og að hún væri flökkuhund- ur, sme enginn vildi kannast við. En lögfræðingurinn hafði sagt að þetta væri ósköp einfalt mál. Gertrud var líka svo viss um Martin að hún þorði að bjóða honum frelsi. -— Það er alltaf eiginkonan, sem ber sigur af hólmi . . . hafði Margot sagt. En það er ég sem er sterkari, hugsaði Lill og stóð upp, — því að ég ætla að sleppa honum. Ég get vel komizt af ein, en það getur hún ekki. Hún kom hing- að eingöngu til að vera sú sterka og gera mig hrædda. Og hún skal sannarlega fá að hafa hann. Hún hefir ekkert annað til að lifa fyrir, en ég á allt lífið fram- undan, ég er frjáls. Lill gekk hressilega gegnum anddyrið. Mjóir hælarnir slóg- ust við stigaþrepin. Gagnsætt blátt húmið lagðist yfir bæinn. Þegar hún fann að einhver tók um handlegg hennar, varð hún ekkert hissa. Hún sneri sér rólega við og leit á Martin. — Nei, sagði hún áður en hann gat komið upp nokkru orði. — Nú er það orðið of seint. Þú þurftir hálft ár til að ákveða þig, en ég þurfti bara nokkrar mín- útur. — Hvað áttu við? — Þér finnst eflaust að það hafi verið sniðugt að gleyma kortinu heima, en bæði ég og konan þín höfum séð í gegnum þig. Þú vildir fá hana til að hiálpa þér. Hún kom, — og ég fór. Þú ert svo veiklundaður að þú ert að elta mie. En ég þarf ekki á þér að halda. -—- Þú ert barnaleg, sagði Mar- tin. Efinn í sál hennar var næst- um búinn að fá yfirhöndina. En svo yppti hún öxlum. — Jæja, — það getur vel ver- ið, sagði hún, en ég er nú samt sterkari en þú heldur. Þú hefðir ekki þurft að blanda henni inn í þetta, til að losna við mig. Hún var honum þakklát fyrir það að hann aftraði henni ekki frá að taka lausan leigubíl, sem beið fyrir utan. Hún sat í bíln- um og leit út á dimma götuna. Ef til vill þótti honum vænt um hana, hu^saði hún þreytulega. Þegar ég kem heim fer ég að práta, hugsaði hún, og í lyftunni fann hún grátinn brjótast um í sér. Um leið og hún stakk lyklinum í skráargatið heyrði hún að sím- inn hringdi. Ef þetta væri nú Martin . . . . Ég verð að segja honum að þetta hafi verið al- vara .... Nei ég ætla að segja að mér hafi skjátlazt, þegar ég hélt að barnlaust hjónaband væri vonlaust. Andlitin og radd- irnar báru það með sér að þau áttu saman. Síminn hringdi ennþá þegar hún kom inn. — Halló! — Lill? — Já. — Hæ, það er Jan. Ég sá þig á Royal. Lill settist í næsta stól. Jan hét hann þá. Hún hafði hitt hann nokkru áður hjá sameiginlegum vinum þeirra. Hann .... — Halló, ertu þarna ennþá? — Jú, ég er hér. —• Týndurðu ekki hvítum hanzka? spurði hann. —• Ég sá að hann lá undir borðinu þar sem þú varst í kvöld. Lill sparkaði af sér skónum og dró fæturna undir sig. Hann hafði hringt einu sinni áður og boðið henni í leikhúsið, en hún hafði sagt nei. Hún hafði þá ekki getað hugsað sér neinn annan en Martin. — Jú, sagði hún glaðlega. •— Það var skrítið að þú skyldir finna hann. Það var meiri heppn- in. Hún fann á sér að hann brosti. — Svo við tölum nú ekki um það hvílík heppni þeta er fyrir mig, sagði hann lágmæltur. — Ég hef ekkert að gera. Má ég koma með hanzkann? — Já, sagði hún brosandi, —• komdu ef þú mátt vera að. — Já, ég kem þá . . . . Þegar Lill hafði lagt símann á leit hún undrandi í kring um sig. Svo einfalt er þetta nú ekki, hugsaði hún. — Maður gleymir ekki svona fljótt. Ég er nú ekki svo sterk á svellinu ennþá, ég á eflaust eftir að gráta yfir Martin, en ekki í kvöld, — kannske seinna. Hún var rétt komin úr rauðu dragtinni og búin að taka af sér eyrnalokkana þegar dyrabjall- an hringdi. — Ég er ekki ást- fangin núna, hugsaði hún . . . . — Og það er reyndar dásamleg tilfinning. Seinna meir kæmi kannske tækifæri til að segja honum að hún hefði aldrei átt þennan hvíta hanzka. - HJA - HMM - HSR - ECc VAR EARA AÐ BLISTRA A lEICJUBlLr* *.......... Og VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.