Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 20
SAGA BORGAIUETTARINNAR Gestur eineygði (áður síra Ketill) og Snæbjörg (Bagga) dóttir ekkjunnar á Bolla — sem Ketill hafði forðum neitaS aS skíra. ^ holti og höfundurinn sjálfur Gunnar Gunnarsson. Nýja Bíó hafði þá starfað í „langa salnum" í Hótel ísland í nokkurn tíma, eða frá 1912, og var þar til 1920, þegar það fluttist í nýbygginguna, sem það er í enn í dag, en Bjarni Jónsson hefur verið forstjóri þess frá 1914 og allt til þessa dags. Frá því í byrjun hafði ungur piltur starfað við bíóið, selt gestum sýningar- skrá, vísað til sætis og ýmislegt annað. Þessi piltur tók svo við sýningarvél- unum í ársbyrjun 1919 og hefur starf- að við fyrirtækið nú í tæp 50 ár. Olafur L. Jónsson — en svo hét pilt- urinn — var Bjarna til aðstoðar í sambandi við kvikmyndatökuna, og VIKAN fékk hann fyrir nokkru til að skýra frá ýmsu í sambandi við þá atburði. „Þetta þótti mikill atburður ( bæjar- lífinu/' sagði Ólafur", „og það var alltaf hópur fólks á túninu til að for- vitnast og fylgjast með myndatökunni. Ég hafði nóg að gera í kring um þetta, því ég var nokkurskonar snattari hjá þeim og var látinn hlaupa í útrétt- ingar og gera ýmislegt smávegis. Ég man t. d. að Matthías Þórðarson forn- minjavörður lánaði ýmsa muni úr safn- inu, sem voru notaðir við myndatök- una. Þar á meðal var predikunar- stóll og ýmsir aðrir kirkjumunir og húsgögn. Þetta voru svo dýrmætir mun- ir, að við urðum að fara með þá alla á handvagni til safnsins á hverju kvöldi og sækja þá aftur klukkan átta um morguninn." „Það hefur ekki þótt nógu örugg geymsla fyrir það í kvikmyndaverinu?" „Nei það voru ekki hús til slíks. Þessu var hróflað upp í skyndi bara til útlitsins, hefur vafalaust ekki verið vatnsþétt og langt frá því að vera eld- traust. Þessi „hús" voru svo rifin aft- ur strax þegar myndatökunni lauk." „Hvaða hús voru byggð þarna á túninu, Ólafur?" „Þar var kirkjan og baðstofan, og þar voru tekin flest eða öll atriði, sem áttu að gerast inni í þeim húsum. Þau atriði, sem gerast í kirkjunni voru t. d. öll tekin þar, en þau atriði sem sýna kirkjugesti ganga inn og út úr kirkjunni, voru tekin austur á Keldum. Svona var þetta tekið sitt á hvað, eins og gengur og gerist með kvik- myndir, en síðan tengt saman á eftir." „Það hefur þurft töluvert mikið af aukaleikurum, eða 'svokölluðum „stat- istum" í þessi atriði?" „Já. Þá var fólk fengið til þess héðan úr bænum, og því greidd venju- leg verkamannalaun á meðan. Það má því sjá marga borgara frá þeim tíma í myndinni." „Utlendingarnir, sem komu hingað . . . voru það þekktir leikarar í þá daga?" „Ég er nú hræddur um það. Leik- stjórinn, Gunnar Sommerfeldt var orð- inn vel þekktur sem slíkur og átti eftir að geta sér frægðar. Hann lék einnig í myndinni eitt aðalhlutverkið, síra Ketil, sem síðar var svo nefndur Gest- ur eineygði. Frederik Jacobsen, einn- ig þekktur leikari lék Örlyg á Borg, Inge Sommerfeldt, eiginkona Gunnars lék Ölmu, dönsku frúna á Hofi, Inge- borg Spangsfeldt lék Rúnu og svo mætti lengi telja. Guðmundur Thorst- einsson lék eitt aðalhlutverkið, Ormarr á Borg." „Og hvernig tókst svo til með mynd- ina . . .var henni vel tekið?" „Alveg einstaklega vel. Bæði hér heima og erlendis. Kannski hefur það einhverju ráðið með aðsóknina hér heima að myndin var öll tekin hér á landi og að fólk þekkti sjálft sig og kunningjana á tjaldinu, en hún Framhald á bls. 22. 2Q VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.