Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 5
LITTLE JOE (MIKE LANDON)
Hér cru feðgarnir allir samankomnir, Hoss, Little Joe, Adam og Ben.
ADAM (PEKNELL ROBERTS)
BONANZA
IT^INN vinsælasti sjónvarps-
\i þáttur I Bandarikjunum —
og raunar víða um veröld
— er Bonanza, sem öllum íslenzk-
um sjónvarpseigendum er vafalaust
vel kunnur, því jafnvel hér á landi
er hann liklega með vinsælustu
þáttunum í sjónvarpssendingum
Varnarliðsins á Keflavikurflug-
velli.
Milljónir manna horfa á þennan
þátt i um 50 rikjum um allan heim
á hverri viku, Kanada, Brasilíu,
Júgóslavíu, E'nglandi, Frakklandi,
í Afriku, á Kýpur, á auðnum Saudi
Arabiu, í þéttbýlum borgum Japan
og í strjábýlinu á suð-vesturströnd
Islands. Það er vafalaust að fleiri
þekkja Cartwright-feðgana á Pon-
derosa býlinu en Hamlet i Krón-
borgarkastala. Að vísu sannar það
ekki að Shakespeare haíi ekki
verið vinsæll á sínum tíma, heldur
aðeins það að hann hafði ekki
voldugt sjónvarpsfyrirtæki á bak
við sig, eins og The National
Broadcasting Company í Banda-
ríkjunum. Sumir segja að ef
Shakespeare hefði lifað í dag, Þá
hefði hann vafalaust skrifað fyrir
sjónvarpið fyrst og fremst.
Bonanza þátturinn hefur notið
frábærra vinsælda um allan heim
og gengið lengur en flestir aðrir.
HOSS (DAN BLOCKER)
Þátturinn hefur gengið stanzlaust
í sex ár, og Þrír leikaranna hafa
undirritað samning um áfram-
haldandi leik það sjöunda. Sá
fjórði, Pernell Roberts (Adam) er
orðinn leiður á leiknum og vill
losna sem fyrst og snúa sér að
öðrum viðfangsefnum.
Ef þýða ætti orðið „bonanza"
á íslenzku, mundi maður líklega
helzt nota orðið „Gósenland". I
raun og veru Þýðir það þann stað
og tima, þar sem allt leikur í lyndi
og öllum vegnar vel. Aflahrota hjá
bátaflotanum okkar er bonanza.
Það má líklega vafalaust segja að
á Islandi sé bonanza I dag. Bon-
gefur þeim heilræði og hjálpar
þeim þegar þess þarf með. Hann
er réttlátur, heiðarlegur, strangur,
sterkur, trúaður, góðhjartaður —
og ríkur. Bærinn hans, Ponderosa,
er stór og vandaður og jörðin stór
og gjöful. Hann á fjölda nautgripa
og hesta, þar er skógarhögg og
námugröftur, allt eftir þvi hvað
við á í hverri mynd og aldrei virð-
ist hann peningalaus.
Adam er elzti sonurinn, dökk-
klæddur, rólegur og ihugull. Hann
lætur aldrei leika á sig og er harð-
ur í horn að taka ef svo ber
undir.
Hoss státar af stórum og klunna-
legum líkama, og kröftum sem
enginn veit takmörk á. En það
er barnssál í þessum stóra skrokk,
hann er viðkvæmur, hjálpsamur,
þolinmóður, trúgjarn og seinn til
stórræða. Oftast verður hann fyrir
barðinu á hrekkjalómum og lendir
í ýmiskonar vandræðum, og fáir
geta varizt, brosi þegar hann tek-
ur til matar síns.
Little Joe (Mike Landon) er
litli bróðir, myndarlegur og snögg-
ur strákur, fljótur á sér og oftast
ástfanginn af einhverri fegurðar-
dísinni. Honum leiðist að vera
yngstur bræðranna og verður oft
móðgaður þegar þeir kalla hann
„Jóa litla“.
Bonanza þátturinn er tekinn í
litum, þótt við hér heima fáum að-
eins að sjá hann svartan og hvítan,
og sagt er að liturinn í myndunum
sé sá besti og fegursti, sem til er
á sjónvarpsmyndum.
Upphaf þáttarins var árið 1959,
en þá hafði stjórn sjónvarpsstöðv-
arinnar (NBC) ákveðið að láta
báa til einhvern stóran og góðan
sjónvarpsþátt í litum — ekki sizt
til að auka söluna á litasjónvarps-
tækjum, sem fyzártækið framleið-
ir. Til að stjórna þessum þætti
varð valinn David Dortort, sem
hefur stjórnað honum siðan. Þátt-
urinn naut ekki mikilla vinsælda
í byrjun, en það breyttist fljótlega,
og þá ekki sizt vegna þeirrar miklu
vandvirkni, sem lögð er í undir-
BEN CARTWRIGIIT (LORNE
GREENE)
IIoss og Littlc Joe gretta sig hvor framan í annan. Ben faðir þelrra horfir á.
anza Þýðir velmegun, uppgangs-
tími, búsæld.
1 rauninni er þátturinn nokkurs-
konar ,,cow-boy“ ævintýri, þó með
þeim mismun að hetjan er ekki
ein, heldur eru þær fjórar, feðgarn-
ir á Ponderosa. Faðrinn, Ben Cart-
wright, leikinn af Lorne Green,
hefur verið tvígiftur, að minnsta
kosti og á þrjá uppkomna syni,
Adam (Pernell Roberts), Little
Joe (Mike Landon) og Hoss (Dan
Blocker). Faðirinn er ímynd hins
góða en stranga föður, sem tekur
þátt í öllum erfiðleikum sona sinna,
.zLzííí
búninginn og alla tækni í sam-
bandi við myndatökuna. Hver
þáttur kostar fyrirtækið um 150
þús. dali (ca. 6,5 millj. ísl. kr.),
sem þykir gjafaverð, miðað við
hvað þær gefa í aðra hönd.
Dortort kaupir handrit og sög-
ur af hverjum sem er, ef hann tel-
ur sig geta notað það í þáttinn,
og hann segir sjálfur að hann hafi
gefið fleiri ungum rithöfundum
tækifæri til að komast áfram, en
nokkur annar sýningarstjóri, sem
hann veit um.
Framhald á bls. 41.
/
VXKAN 11. tbL g