Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 9
sem myndi aldrei bjóða hana velkomna. Það hafði verið tekið á móti henni, en henni hafði ekki verið fagnað.... Versalir!.... Versalir! Dýrð hirðarinnar, ljómi sólkonungsins! Philippe! Guðinn Marz, hinn fallegi og fjarlægi! Hún myndi aftur verða petite bourgeoise. Og drengirnir hennar yrðu aldrei aðalsmenn.... Hún var niðursokkin í hugsanir sínar og tók ekki eftir því hvað tímanum leið. Eldurinn var að deyja út í eldstæðinu og kertið ósaði. Angelique heyrði Philonide kalla stuttaralega í Flipot, sem stóð við dyrnar: — Letingi, saxaðu lufsuna þarna af týrunni! Augu Flipots stækkuðu og munnur hans opnaðist. Angelique þýddi: — Þjónn, klipptu skarið af kertinu. Philonide de Parajonc reis á fætur ánægð í bragði: — Þú ert svo hugsi elskan mín. Það er bezt að lofa þér að vera í friði.... 79. KAFLI Þessa nótt gat Angelique ekki fest blund. Um morguninn gekk hún til kirkju. Á leiðinni heim var hún mjög róleg, hún hafði ekki komizt að neinni niðurstöðu, og seinnipart dagsins, þegar hún steig upp í vagninn sem átti að flytja hana til Cours-la-Reine, vissi hún ekki enn- þá, hvað hún ætlaði að gera. En h.ún hafði snyrt sig sérstaklega vel. Alein í vagninum strauk hún klæði sín og velti því fyrir sér, hvers- vegna allt var eins og það var. Hversvegna háfði hún i dag farið í nýjan kjól með þremur pilsum, sínu af hvorum lit — kastaníubrúnu, haustlaufgulu og fölgrænu? Gullútsaumur, fínn eins og köngulóar- vefur, skreyttur með perlum, þakti blússu hennar. Knipplingarnir i hálsmáli og ermum, isaumaðir með grænu, voru með sama munstri og útsaumurinn. Angelique hafði látið gera þá sérstaklega fyrir sig á verkstæði Alencon, eftir teikningu Monsieur de Moyne, tízkuteikn- ara hins konunglega heimilishalds. Upprunalega hafði Angelique keypt þessi föt, sem voru bæði glæsileg og virðuleg, til að vera í á samkom- um hefðarkvenna eins og til dæmis heima hjá Madame de Alfred, þar sem aldrei var talað um nema virðuleg umræðuefni. Angelique vissi að fötin fóru mjög vel við hörund hennar og augu og gerðu hana um leið lítið eitt aldurslegri. En hversvegna hafði hún farið i þau nú? Vonaðist hún til að heilla hinn óviðráðanlega Philippe eða að vekja trúnaðartraust með þessum fötum, sem gerðu hana eldri en hún var? Hún veifaði blævæng sinum taugaóstyrk til að vinna á móti hitabylgjunni, sem þaut fram i kinnar hennar. Chrysantemum fitjaði upp á litla trýnið og leit óviss á húsmóður sína. — Sennilega geri ég mig að fifli, sagði hún við kjölturakkann sinn. — Bn ég get ekki gefið hann upp. Nei, ég get það ekki. Svo kom hún litla hundinum mjög á óvart með því að loka aug- unum og láta fallast aftur á bak að sætisbakinu eins og henni væri þrotinn allur kraftur. Trésmiðjan Einir, Reykjavík, vill benda viS- skiptavinum sínum á, að við höfum lagt nið- ur nafnið Einir, en tekið upp nafnið SEDRUS. Fjögra sæta sófasett, sófanum má breyta í tveggja manna sófa með einu handtaki. HÚSGAGNAVERZLUNIN SEDRUS Hverfisgötu 50 — Sími 18830 Þegar vagninn kom að hliðum Tuileries rétti Angelique snögglega úr sér. Með Ijómandi augum tók hún litla spegilinn, sem hékk við beltið hennar og rannsakaði andlitsförðun sína. Svört augnalok, rauð- ar varir, það var allt sem hún leyfði sjálfri sér. Hún gerði engar til- raunir til að lýsa húð sína, því henni var orðið ljóst að eðlilegur gul- brúnn hörundslitur hennar fékk fleiri gullhamra en allar tízkutil- raunir til að gera hann gipshvítan. Það glitraði á hvítar tennur hennar, vandlega nuddaðar með blómadufti og hreinsaðar með brenndu víni. Hún brosti við spegilmynd sinni. Hún tók Chrysantemum undir annan handlegginn en hélt pilsunum sinum uppi með hinni hendinni og gekk í gegnum hliðið. Eitt andar- tak sagði hún við sjálfa sig, að ef Philippe væri þar ekki, myndi hún gefa upp baráttuna. En hann var þar. Hún sá hann skammt frá stóra blómabeðinu ásamt de Condé prinsi, sem var á sínum vanalega stað þar sem honum þótti mest gaman að vera til sýnis fyrir forvitin augu. Angelique gekk ákveðin í áttina að hópnum. Hún vissi allt í einu, að úr því örlögin höfðu leitt Philippe til Tuileries yrði hún að ljúka við það sem hún hafði ákveðið að gera. Kvöldið var milt og ferskt. Stutt skúr fyrir nokkru hafði dekkt malborna stígana og þvegið fyrstu lauf trjánna. Angelique gekk framhjá, kinkaði kolli og brosti. Hún sá sér til gremju að fötin hennar stungu mjög í stúf við þann búning, sem Philippe var í. Hann, sem ævinlega var klæddur í föla liti, var nú í áberandi pá- fuglsblárri skikkju, með hnappagöt þykkbrydduð gulli. Hann var allt- af samkvæmt nýjustu tízku og hafði þegar tekið upp síð frakkalöf og bar sverðið næstum fyrir aftan bak. Líningar hans voru mjög fallegar og buxurnar aðskornar um hnéð, skærrauðir sokkar með gullsaumuðum fitjum fóru vel við rauða hæl- ana á leðurskónum með demantsspennunum. Undir handleggnum bar hann lítinn hatt úr bjórskinni, svo fínhærðan, að hann var einna lík- astur gömlu, fægðu silfri. Fjaðrirnar voru himinbláar. Þar sem Philippe du Plessis Belliére stóð með ljósa hárkolluna flóandi út yfir axlirnar, var hann eins og fallegur fugl sem stóð og reigði sig. Angelique svipaðist um eftir Lamoignon stúlkunni en hinn ófriói keppinautur hennar var ekki þar. Með fegins andvarpi gekk hún upp að de Condé prinsi, sem gerði sér far um að sýna henni, hvenær sem þau hittust, tregafulla en kurteisa aðdáun. — Jæja þá, ástin mín ein! andvarpaði hann og strauk löngu nefi sínu yfir enni Angelique. — Grimmlynda ást, vilduð þér gera mér þann heiður að deila með mér vagni í ökuferð um Cours? Angelique rak upp hátt hróp. Svo leit hún feimnislega í áttina til Philippe og muldraði: — Ég vona, að yðar hágöfgi fyrirgefi mér en Monsieur du Plessis hefur þegar boðið mér i slíka ferð. — Bólan hirði þessa fjaðurskrýddu ungu spjátrunga! urraði prinsinn. — Hæ! markgreifi, ætlið þér að vera svo ósvífinn að halda einni feg- urstu konunni í höfuðborginni lengur í yðar einkafélagsskap? — Guð forði mér frá því, Monseigneur, svaraði ungi aðalsmaðurinn, sem greinilega hafði ekki hlustað á það sem þeim Angelique hafði farið á milli og vissi ekki um hvaða hefðarkonu var verið að tala. Framhald á bls. 28. ÁVALLT UNG jfANbsTER rakamjólk „LAIT HVDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að framleiða. Til þess að bæta úr þessum rakaskorti framleiðir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi óburður bætir húðina strax eftir fyrstu notkun. Húðin verður mjúk, fersk og notaleg. ÚTSÖLUSTAÐIR. - REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó. Jónannessonar 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.