Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 41
usar keisara. Þegar Napóleon Bóna- parte var að stríða og sótti heim Feneyjar, tók hann niður hrossin og flutti heim til Parísar, en ein- hverjir góðir menn bættu síðan úr hrossaþjófnaði Napóleons og skil- uðu þeim aftur til Feneyja. Gamlar og virðulegar byggingar mynda skeifu utan um Markúsar- torg. Það er líkast stórum samkomu- sal; er líka einskonar félagsheimili Feneyinga með urmul af borðum á tveim aðskildum stöðum og gnægð þjóna til að bera hinum þorstlátu bjór og vín. Þar er líka hægt að fá Expressokaffi, capucino eða cafe au lait uppá franskan máta, en okk- ar íslenzka uppskrift að kaffi er þeim framandi á þessum slóðum. Kvöld eftir heitan dag. Hundruð ef ekki þúsundir manna sitja á torginu og hlusta á tvær hljómsveit- ir, sem leika til skiptis klassisk lög. Campanile, klukkuturn kirkjunnar stendur keikur uppúr dúfnaþvög- unni eins og stoltleg eldflaug, Markúsarljónið heldur áfram að styðja við bókina; það er orðið ó- greinilegt í rökkrinu og sömuleiðis líkneskin tvö, sem berja klukkurn- ar á stundarfjórðungs fresti svo óm- urinn berst um alla borgina. Þau ber við dimman kvöldhiminin ásamt klukkunum, kolsvört. Bjór- inn er drukkinn. Þegar hljómsveit- irnar gera hlé á spilverkinu er allt undarlega hljótt. Aðeins fjarlægur niður í mótorbátum og fótatak manna á steinlögðu torginu. Engar Ijósaauglýsingar, ekkert æði. Nú- tímanum hefur verið varnað að stíga fæti sínum til fulls í þessa borg. Við tókum áætlunarbátinn heim á hótelið uppúr miðnættinu. Niðurlag í næsta blaði. Bonanza Framliald af bls. 19. Handritunum er síðan breytt eftir þeim kröfum, sem sjónvarp gerir til slíkra verka, og eftir þeim ströngu kröfum, sem stjórnend- ur þessa fyrirtækis gera sérstak- lega. Dortort segir sjálfur, að Það sem hann verður að hafa í huga við framleiðsluna, sé út af fyrir sig efni í heila bók. Stjórnendur fyrir- tækisins séu sífellt að gera athuga- semdir um að þetta eða hitt megi ekki gera eða sjást á myndinni. Til dæmis eru nýjustu fyrirmælin á þá lund að helzt má ekki drepa neinn í myndinni. Þegar slagsmál eru sýnd, má ekki slá nema eitt högg. Ef dauður maður er sýndur, verður hann að hafa lokuð aug- un. Sem minnst af blóði má sjást o. s. frv. Þátturinn gefur vel af sér, og leikararnir fá konungleg laun. Föst laun þeirra munu vera ná- lægt hálfri milljón dala á ári, en þar fyrir utan fá þeir stórar fjár- hæðir fyrir það eitt að sýna sig á ýmsum skemmtunum, eða leyfa að vörur séu nefndar eftir þeim. Greene (Ben Cartwright) á mikl- ar eignir víða um Bandaríkin, kartöfluinnpökkunarverksmiðju í Oregon og landssvæði í Arizona og Kaliforníu. Sumt á hann i félagi með þeim Hoss og Little Joe, en einhvernveginn virðist Adam ekki vera I sama flokki. Adam er orðinn leiður á þættin- um og vill losna. Hann er 39 ára gamall og kann illa við það að leika ungan strák, sem' er undir sífelldri stjórn „pabba“ síns. Hon- um finnst þátturinn varla þess virði að leggja sig fram í leiknum, en heldur sínu striki samt áfram og gerir það sem honum er sagt. Hvorki meira né minna. Hann telur sig geta leikið mikið betur en hann gerir þar, að finnst hann ekki fá næg tækifæri. Hann er fyrir löngu hættur að lesa hand- ritin að þáttunum, en leikur hvert atriði fyrir sig eins og stjórnend- urnir segja honum. Allir aðrir, sem að þættinum vinna, segjast gera sitt bezta „eftir kringumstæðunum". Á með- an þeir halda lífinu á Ponderosa hreinu, heiðarlegu og sönnu, munu milljónir manna ennþá hafa á- nægju af að horfa A þáttinn. Og á meðan milljónir manna um all- an heim eru ánægðir með þáttinn, — þá eru þeir það líka, David Dortort og Cartwright feðgarnir hans. Hvað er draugagangur? Framhald af hls. 11. jafnvel í því tilfelli eru óskýrð þau fyrirhrigði, sem gerðust meðan vísindamennirnir og lög- reglan voru á staðnum við rann- sólcnir. Þar sem þarna var um að ræða fjárhagslega vel stæða og þjóðfélagslega mikilsmetna fjölskyldu, er erfitt að imynda sér, hvaða hvatir gætu legið til þess, að setja á svið slíkt sjónar- spil. Þar að auki liefði fjölskyld- an varla sjálf krafizt lögreglu- rannsóknar og leyft visinda- mönnum að dvelja sin á meðal i fleiri daga, hefði um visvitandi blekkingu að ræða. Sú tilgáta, að hér hafi verið um einhverskonar hópsefjun eða hóp skynvillu að ræða, fær tæp- lega staðizt, þvi allt heimilis- fólkið reyndist heilbrigt á sál og likama. Sá möguleiki, að liér væru á ferðinni einhverjar jarð- eða eðlisfræðilegar orsakir, var vandlega athugaður af lögregl- unni: Loftþrýstingur mældur, raf- línur athugaðar, rafsveiflur á staðnum mældar og rannsakað var, hvort flöskur þær, sem tappar liöfðu flogið af innihéldu einhver utanaðkomandi efni, en allt var án árangurs! Annað athyglisvert drauga- gangstilfelli átti sér stað rétt hjá bænum Luzern i Sviss seint á árinu 1962. Stóðu reimleikarnir yfir frá 16. nóvember til 10. des- ember, og voru þeir rannsakaðir af vísindamönnum frá parasál- fræðirannsóknarstofu háskólans í Freiburg, Þýzkalandi. í þetta sinn fréttist þó ekkert um atburðina fyrr en um það bil, er reimleikarnir voru að fjara lit. Var strax farið á staðinn, ná- kvæmar skýrslur telcnar af vitn- um, svo og voru aðalvitnin sál- fræðilega vendilega rannsökuð, til þess að grenslast fyrir um áreiðanleik þeirra, sannsögli og andlegt heilbrigði yfirleitt. Kom

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.