Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 7
mikið vélarafl (þarf helzt að vera hægt að láta hann spóla á malbiki). Xöffgæ eða Töffi þýð- ir: Strákur, sem að minnsta kosti á yfirborðinu er harður og dálítið óheflaður. Stælgæi er allt annað. Stælgæi er algerlega „í stælnum“ hvað kladðaburð snertir. Hann getur vitaskuld líka verið töffi en þarf ekki nauðsynlega að vera það. LENNON EÐA RINGÓ? Kæri Póstur. Við erum hér tveir strákar sem erum að rífast um það hver syngi lagið „She is a Woman" sem The Beatles leika, annar okkar heldur að það sé John Lennon, en hinn heldur að það sé Ringo Starr. Og nú spyrjum við þig hvor þeirra það sé. Við vonumst eftir svari útúrsnún- ingslausu í næsta blaði. Tveir ósammála. Útúrsnúningalaust, þá hafið þið báðir rangt fyrir ykkur. Samkvæmt upplýsingum þekktr- ar hljómplötuverzlunar hér í borg, er það bítillinn Paul Mc Cartney, sem syngur þetta lag. EKKERT UNDAN DREGIÐ Vestmannaeyjum 12 febr. 1965. Sælir verið þið þarna hjá Vik- unni. Ég hef aldrei skrifað ykk- ur áður, en tilefni þess að ég ræðst í það nú eru bréf, sem þið birtuð í póstinum annað frá frú á Austfjörðum, en hún talar þar um að sagan af Angelique sé ljót og ógeðsleg og ég veit ekki hvað. Ef við nú förum bara að lesa sögu liðins tíma, sjáum við bara að þó lífið hafi kannske ekki verið alveg eins og sagt er frá í sögunni var það þó mjög svipað. Þessvegna álít ég nauð- synlegt að lesa einmitt svona sögur, því þá hugsa menn frek- ar um að forða bæði sér og öðr- um frá því að lenda í nokkru, sem kæmist í líkingu við það, sem sagan af Angelique segir frá. Annars er sagan mjög skemmtileg og þið skuluð bara halda óhræddir áfram á sömu braut með Vikuna, strákar, því það eru einmitt þið, sem náið til fólksins. Svo var hitt bréfið frá ein- hverri Karólínu, en hún er eitt- hvað óánægð með morguntón- leika útvarpsins, en ég segi fyrir mig að skemmtilegasta og bezta tónlist, sem ég heyri í útvarpinu er þegar ég heyri hinn mikla meistara Thoralf Tollefsen. Mundu þið vilja og geta birt mynd af honum ásamt myndum af Carl Jularbo og Gellin og Borgström, því engir hafa oftar og lengur skemmt íslenzkum út- varpshlustendum en einmitt þeir, með smálesningu um þá. Með kærri kveðju og hjártans þökk fyrir Vikuna. Björn að austan. Það eru ekki allir sammála um það Björn, að alltaf megi segja frá lífinu í sögum eins og það gengur fyrir sig. En það gæti líka hugsazt að lífið á þessum timum, sem frá er sagt í Angeli- que, hefði verið eim harkalegra. Við þökkum góð ummæii og athugum með birtingu á þessum heiðurs harmonikukörlum bráð- lega. „SKRIFAÐU BÆÐI SKÝRT OG RÉTT" Kæra Vika. Ég er 17 ára og það er mikið áhyggjumál hjá mér hvað ég skrifa illa, svo illa að ég þori ekki einu sinni að láta ykkur sjá það. Getið þið ekki bent mér á skriftarkennara, sem tekur fólk í einkatíma? Ég les alltaf Vikuna mér til ánægju, alltaf framhaldssögurn- ar og svo hafa komið núna smá- sögur, sem ég hefi garnan af, t.d. sagan um skólastrákana sem ekki ætluðu að giftast, það verð- ur erfitt fyrir þá greyin. Komið þið endilega með svona sögur, sem við ungu stúlkurnar og fleiri hafa gaman að. Bless Krákutá. Þú vélritar ljómandi lögulega, Krákutá, en það er að sjálfsögðu slæmt að vera ekki skrifandi. Þú ættir til að byrja með að fá þér góða forskrift og æfa þig á eigin spýtur. Þú verður að reyna að læra að skrifa alveg að nýju og þá skaltu leggja áherzlu á, að hugsa skriftina alveg uppá nýtt sem gersamlega nýtt fyrir- brigði. Guðmundur I. Guðjóns- son, skriftarkennari við Kenn- araskólann, hefur til dæmis gefið út forskriftarbækur, sem munu fást í bókaverzlunum. Með þeim eða öðrum álíka bókum ættirðu að geta öðlazt nýja og betri skrift. SUNNUDAGSBLAÐ TIHANS flytur fróðlega þætti um líf og sögu þjóðar vorrar, skrifaða af ritsnjöllum mönnum. — Blaðið er nú þegar orðið dýrmætt safnrit, og mun innan tíðar verða ófáanlegt nema með geypi verði. AFGREIÐSLAN, Bankastræti 7, sími 12323. LANCOME REVLON MAX-FACTO R INNOXA SHANTUNG Höfum yfirleytt fjölbreytt úrval af þessum heims- þekktu snyrtivörum i •*- * n.u.5t VIKAN 11. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.