Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 44
stód VEGALENGDIN ER ÖBREYTT EN VERÐIÐ ER 7JÓRDUNGI LÆGRA Flugfélagið treystir sér ekki til að stytta vegalengdina til nágrannalandanna. Þess í stab hefir það lækkað fargjaldið um 25% - heilan fjórðung! Vorfargjöldin ganga í gildi I. apríl. Þá er unnt að velja um afaródýrar flugferðir til 16 stórborga í Evrópu. en þann, að þeir atburðir, sem greint var frá, hefðu raunveru- lega átt sér stað. Þar a?S auki eru náttúrulög- mál þau, sem Price liöffiar til, eigi ósjaldan útvíkkuð og endur- skoSuð, eftir þvi sem rannsókn- um fleygir fram, og þar einnig lýsti jafn frægur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafinn sviss- neski Wolfgang Pauli því yfir i grein fyrir nokkrum árum, að fyrirbrigði eins og hugsanaflutn- ingur og fjarhrif brytu i raun- inni ekki í bága við nein af grundvallarlögmálum eðlisfræð- innar. En hvað um það, frásagnir sem þessar nægja auðvitað ekki til þess að sanna tilveru reim- leika visindalega. Visindaleg sönnun krefst annars og meira, nefnilega að hægt sé að skrásetja 'eða mæla fyrirbrigðið vísinda- lega öruggnm skilyrðum, t. d. kvikmynda það i návist vísinda- jnanna, einnig þyrfti að vera hægt að ná stjórn á fyrirbrigð- inu, þannig að hægt væri að framkalla liað að vild. En slíkar frásagnir ættu að vera nógu for- vitnilegar til að réttlæta frekari rannsóknir, enda hafa margir visindamenn glímt við það und- anfarna áratugi að rannsaka reimleika og önnur yfirnáttúru- leg fyrirbrigði. Fyrsta stóra skrefið var stigið 1882 er Sálarrannsóknarfélagið brezka var stofnað. Beindust rannsóknirnar aðallega að miðl- um og þeim fyrirbrigðum, sem á miðilsfundum gerast. En jafn- vel þó að ýmsir miðlar hafi und- ir ströngum skilyrðum sannað hæfileika sína ótvirætt að því er virðist, olli hinn mikli fjöldi miðla, sem staðnir voru að blekkingum þvi, að visindamenn misstu trúna á þessum rannsókn- um. Það var þvi ekki fyrr en eftir að J. B. Rhine fór að birta nið- urstöður af rannsóknum þeim, sem hann hóf stuttu fyrir 1930 við Duke-háskólann í Banda- ríkjunum, að parasálfræði fór að eygja möguleika á að verða viðurkennd vísindagrein. Rhine og aðrir hafa gert ó- tölulegan fjölda tilrauna og tck- izt að sanna tilveru hugsana- flutnings og skyggni með svo sterkum líkindum að hlutlausir visindamenn eru ekki lengur í vafa um raunvernleika fyrirbær- anna. Einnig hefur Rhine gert til- raunir með fjarhrif þannig, að reynt var að hafa áhrif á fall teninga. Virðist þetta vera mögu- legt, en fyrirbrigðið er þó enn ekki endanlega sannað. Það styrkir mjög líkurnar til að fjar- hrif séu möguleg, að þau koma aðeins i Ijós í upphafi tilraun- arinnar. Séu gerð fleiri en fimm eða sex teningsköst í röð, næst enginn jákvæður árangur. Það er eins og tílraunapersónan þreytist! Hinar sterku Iíkur fyrir til- veru fjarhrifa (psychokinesis), hafa parasálfræðingar notað sér til að setja fram tilgátu til skýr- ingar reimleikafyrirbærum, sem þeim er að framan frá greinir, nefnilega, að einstaklingur sá, sem hreyfingarfyrirbærin standa í nánustu sambandi við, fram- kalli þau með dulvituðum fjar- hrifum. Er ýmislegt, sem styður þessa tilgátu og er það lielzt, að á heimilum, þar sem slíkir reim- leikar koma upp, ríkir oft sál- fræðilegt spennuástand, sem oft- ast er bælt niðri, og sé djúp sál- fræðileg athugun gerð á þeim einstaklingi, sem virðist vera kjarnpersóna reimleikanna, kem- ur oftast i ljós að reimleikarnir þjóna, eða gætu þjónað, dulvit- . uðum tilgangi. T. d. leiddi rann- sókn á James litla í Seaford í - tjós, að hann bar meira eða minna dulvitað stei'kar árásar- kenndir í brjósti til foreldra sinna. Hafi þær snú fengið iitrás með þessu óvenjulega móti, þá væri hér um að ræða nieira cða minna hliðstætt fyrirhæri við það, þegar dulvitaðar sálflækjur móðursýkissjúklings (hysteria), fá útrás í líkamlegum lömunum, yfirliðum eða einhverskonar sjúkdómum, sá einn væri mun- urinn, að í stað þess að birtast í líkamlegum sjúkdómseinkenn- um, koma hinar dulvitnðu hvat- ir hlutum í umhverrinu á hreyf- ingu, eða eins og hinn frægi þýzki parasálfræðingur Dr. Bender orðaði það einu sinni: „Sumt fólk grýtir i reiði sinni kaffibollum í veggina. Einstaka gera þetta ekki með handafli, heldur með aðstoð dulvitaðra fjarhrifa/ Það er gamalkunn staðreynd, að hægt er að framkalla og í sumum tilfellum lækna móður- sýkiseinkenni með dáleiðslu. Það var þvi snemma að mönn- um datt í hug að reyna að vekja og þjálfa dulræna hefileika með dáleiðslu. Þó að árangur hafi ekki orðið slíkur, sem i upp- hafi var búizt við, hefur i sumum tilfellum náðst góður árangur. T. d. voru árangursmestu tilraun- ir prófessors ’Vasilieffs í Len- ingrad þannig settar upp, að tilraunapersónurnar voru dá- leiddar úr fjarlægð með aðstoð hugsanaflutnings (fjardáleiðsla), og Téklcinn Dr. Ryzl hefur einnig1 nýverið gert stórmerkar tilraun- ir með því að þjálfa slcyggni i 44 VIKAN 11. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.